Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 68

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 68
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201468 erfið hegðUn nemenda Ýmsir þættir tengjast kulnun í starfi. Umfangsmikil könnun var gerð í Frakklandi á áhrifaþáttum kulnunar meðal kennara á öllum skólastigum, frá leikskóla upp í há- skóla (Vercambre, Brosselin, Gilbert, Nerrière og Kovess-Masféty, 2009). Í ljós kom að kvenkyns kennarar fundu frekar fyrir tilfinningaþroti og minnkandi starfsárangri meðan karlkyns kennurum var hættara við hlutgervingu. Kennarar fjölmennra bekkja og þeir sem kenndu á yngri stigum grunnskóla fundu oftar fyrir tilfinningaþroti en kennarar eldri nemenda. Einnig kom frekar fram tilfinningaþrot og hlutgerving hjá þeim sem kenndu í fátækari hverfum (e. underprivileged areas) en hjá þeim sem kenndu í „venjulegum“ hverfum (Vercambre o.fl., 2009). Meðal íslenskra kennara hafa komið fram vísbendingar um að kulnun sé meiri á meðal yngri kennara en þeirra eldri (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Í rannsókn meðal norskra kennara kom fram að tímaskortur hafði sterkust tengsl við tilfinningaþrot kennara (Skaalvik og Skaalvik, 2010). Þannig voru þeir kennarar sem upplifðu mestan tímaskort almennt mest á þrotum tilfinningalega. Einnig höfðu þeir kennarar sem fundu fyrir miklu tilfinningaþroti litla trú á eigin getu sem kennarar. Eins og nærri má geta, upplifðu kennarar sem fundu fyrir miklu tilfinningaþroti minni starfsánægju (Skaalvik og Skaalvik, 2010). Tengsl milli hegðunarerfiðleika nemenda og kulnunar kennara í starfi hafa oft komið fram í rannsóknum (Hastings og Bham, 2003; Kokkinos, 2007; McCormick og Barnett, 2011; Vercambre o.fl., 2009). Í rannsókn á áhrifaþáttum kulnunar breskra grunnskólakennara kom í ljós að hegðunarmynstur nemenda tengdist mismunandi undirþáttum kulnunar. Vanvirðing af hálfu nemenda tengdist bæði tilfinningaþroti og hlutgervingu hjá kennurum, en skortur á félagslegum samskiptum nemenda við kennara tengdist hlutgervingu og minnkandi starfsárangri (Hastings og Bham, 2003). Hjá grunnskólakennurum á Kýpur mældist einnig samband á milli hegðunarerfið- leika nemenda og kulnunar (Kokkinos, 2007). Streita tengd því að fást við erfiða hegð- un nemenda hafði þar sterkust tengsl við kulnun, en hún birtist á mismunandi hátt hjá kennurum. Þeir kennarar sem voru mjög samviskusamir upplifðu frekar hlutgervingu en þeir sem fundu fyrir tímaskorti fundu oftar fyrir tilfinningaþroti (Kokkinos, 2007). Kulnun í starfi helst oft í hendur við löngun kennara til að skipta um starfsvett- vang. Reyndust allir þrír þættir kulnunar tengjast alvarlegum áformum ástralskra nýliða í kennslu um að hætta störfum (Goddard og Goddard, 2006). Stundum tengj- ast slíkar fyrirætlanir beint erfiðri hegðun nemenda (Ingersoll, 2001; Kukla-Acevedo, 2009). Nýliðar í kennslu virðast sérstaklega viðkvæmir fyrir erfiðri hegðun nemenda og það getur vegið þungt í ákvörðun þeirra um að hætta kennslu (Kukla-Acevedo, 2009). Í rannsókn meðal íslenskra kennara reyndust þrír fjórðu þeirra hafa íhugað að hætta störfum, þar af flestir vegna launakjara, vinnuálags og virðingarleysis fyrir starfi kennarans (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Vinnubrögð kennara geta átt þátt í samspili hegðunarerfiðleika nemenda og kulnunar. Til að mynda komu fram tengsl milli truflandi hegðunar nemenda, bekkjar- stjórnunaraðferða og tilfinningaþrots kennara í rannsókn Reinke, Herman og Stormont (2013). Rannsóknin var gerð í grunnskólum í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna þar sem unnið var eftir aðferðum Heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.