Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 50

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201450 lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU Innri samkvæmni vídda KIDSCREEN-27 reyndist í meðallagi eða góð, bæði fyrir sjálfsmats- og foreldraútgáfu listans. Fyrir sjálfsmatslistann var Cronbachs-α stuðull- inn á bilinu 0,790–0,893. Hæstur var hann í víddinni Líðan og sjálfsmynd en lægstur í víddinni Fjölskylda og frjáls tími. Fyrir foreldraútgáfuna reyndist Cronbachs-α stuð- ullinn vera á bilinu 0,705–0,916 og var hann hæstur í víddinni Vinatengsl en lægstur í víddinni Fjölskylda og frjáls tími. Áreiðanleiki matslistans hérlendis með börnum á einhverfurófi er því sambærilegur þeim sem fram kom í rannsókn á lífsgæðum 8–18 ára barna í Evrópu (Robitail o.fl., 2007). niÐUrstÖÐUr Lífsgæðamat barna Tafla 4 sýnir miðsækni og dreifingu heildarskora meðal barna og foreldra í rannsóknar- hópi. Meðaltöl T-gilda sýndu að börnin mátu lífsgæði sín innan hálfs staðalfráviks frá meðaltali normalkúrfunnar (≥ 45) í öllum lífsgæðavíddum. Lægstu skorin voru innan víddanna Hreyfiathafnir og heilsa og Vinatengsl, þar sem lífsgæðin voru á mörk- um þess að vera minni en almennt gerist. Í öðrum víddum náðu skorin þó ekki yfir meðaltal normalkúrfunnar. Töluverð dreifing var í svörum barnanna og var spönnin víðust í víddinni Vinatengsl en þrengst í víddinni Skóli og nám. Í flestum tilvikum var dreifingin örlítið jákvætt skekkt þar sem fleiri gildi röðuðust á lægri enda kvarðans. Til að skoða hvort munur væri á svörum barna með tilliti til bakgrunnsþátta var gert t-próf óháðra úrtaka. Þegar svör yngri (8–11 ára) og eldri (12–17 ára) barna voru borin saman kom fram marktækur munur í víddinni Fjölskylda og frjáls tími (t(96) = –2,42, p = 0,017) þar sem eldri börn skoruðu hærra en þau yngri. Samkvæmt almennu viðmiði Cohens (1988) skýrði aldur þó aðeins lítinn hluta af breytileika svara innan víddarinnar (η2 = 0,06). Enginn munur fannst þegar svör drengja og stúlkna voru bor- in saman né þegar svör voru skoðuð með tilliti til þess hvort barnið stundaði nám í almennum bekk eða sérdeild/sérskóla. Þá fannst enginn munur á svörum barna eftir búsetu, það er hvort börnin voru búsett á höfuðborgarsvæðinu, í öðru þéttbýli (> 4000 íbúar) eða dreifbýli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.