Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201450
lífsgæði 8–17 ára getUmiKilla Barna með einhVerfU
Innri samkvæmni vídda KIDSCREEN-27 reyndist í meðallagi eða góð, bæði fyrir
sjálfsmats- og foreldraútgáfu listans. Fyrir sjálfsmatslistann var Cronbachs-α stuðull-
inn á bilinu 0,790–0,893. Hæstur var hann í víddinni Líðan og sjálfsmynd en lægstur í
víddinni Fjölskylda og frjáls tími. Fyrir foreldraútgáfuna reyndist Cronbachs-α stuð-
ullinn vera á bilinu 0,705–0,916 og var hann hæstur í víddinni Vinatengsl en lægstur
í víddinni Fjölskylda og frjáls tími. Áreiðanleiki matslistans hérlendis með börnum á
einhverfurófi er því sambærilegur þeim sem fram kom í rannsókn á lífsgæðum 8–18
ára barna í Evrópu (Robitail o.fl., 2007).
niÐUrstÖÐUr
Lífsgæðamat barna
Tafla 4 sýnir miðsækni og dreifingu heildarskora meðal barna og foreldra í rannsóknar-
hópi. Meðaltöl T-gilda sýndu að börnin mátu lífsgæði sín innan hálfs staðalfráviks
frá meðaltali normalkúrfunnar (≥ 45) í öllum lífsgæðavíddum. Lægstu skorin voru
innan víddanna Hreyfiathafnir og heilsa og Vinatengsl, þar sem lífsgæðin voru á mörk-
um þess að vera minni en almennt gerist. Í öðrum víddum náðu skorin þó ekki yfir
meðaltal normalkúrfunnar. Töluverð dreifing var í svörum barnanna og var spönnin
víðust í víddinni Vinatengsl en þrengst í víddinni Skóli og nám. Í flestum tilvikum var
dreifingin örlítið jákvætt skekkt þar sem fleiri gildi röðuðust á lægri enda kvarðans.
Til að skoða hvort munur væri á svörum barna með tilliti til bakgrunnsþátta var
gert t-próf óháðra úrtaka. Þegar svör yngri (8–11 ára) og eldri (12–17 ára) barna voru
borin saman kom fram marktækur munur í víddinni Fjölskylda og frjáls tími (t(96) =
–2,42, p = 0,017) þar sem eldri börn skoruðu hærra en þau yngri. Samkvæmt almennu
viðmiði Cohens (1988) skýrði aldur þó aðeins lítinn hluta af breytileika svara innan
víddarinnar (η2 = 0,06). Enginn munur fannst þegar svör drengja og stúlkna voru bor-
in saman né þegar svör voru skoðuð með tilliti til þess hvort barnið stundaði nám í
almennum bekk eða sérdeild/sérskóla. Þá fannst enginn munur á svörum barna eftir
búsetu, það er hvort börnin voru búsett á höfuðborgarsvæðinu, í öðru þéttbýli (> 4000
íbúar) eða dreifbýli.