Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 72

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 72
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201472 erfið hegðUn nemenda listann með hliðsjón af skrifum á fræðasviðinu og reyndust próffræðilegir eiginleik- ar listans í upprunalegu útgáfunni viðunandi. Áreiðanleiki endurtekinnar prófunar spurningalistans í rannsókn Westling (2010) var ásættanlegur (α=0,71–0,99) fyrir öll atriði nema tvö. Alfastuðull í þessari rannsókn var góður (α=0,86–0,90), fyrir utan flokk spurninga um stuðning til að takast á við erfiða hegðun (α=0,67). Greinarhöf- undar þýddu spurningalistann og löguðu að íslensku umhverfi, þar sem örfá atriði sem ekki áttu við voru tekin út (t.d. svarmöguleiki um farandkennara sem ekki tíðkast í íslenskum skólum) og öðrum bætt við (t.d. var spurningu sem fjallaði um tvö atriði skipt í tvennt). Þýdd útgáfa listans var forprófuð með því að senda hann með tölvu- pósti á 22 kennara og biðja þá að svara spurningum og gefa skriflega endurgjöf með ábendingum um það sem betur mætti fara. Uppsetning listans var bætt og skerpt á orðalagi í samræmi við athugasemdir þeirra 16 sem sendu skriflega endurgjöf. Spurn- ingalistinn þótti yfirleitt vera skýr, en umsjónarkennarar á unglingastigi áttu erfitt með að svara einstaka spurningum um nemendahóp sinn og því var ákveðið að tak- marka fyrirlögn við umsjónarkennara í 1.–6. bekk og sérkennara á öllum aldursstig- um. Hér verður rætt um þá þætti spurningalistans sem eru til umfjöllunar í þessari grein, sjá nánar í meistaraprófsritgerð Snæfríðar Drafnar Björgvinsdóttur (2014). Nemendur og hegðun þeirra. Þátttakendur voru beðnir að meta hversu oft þeir þyrftu að takast á við einhvers konar erfiða hegðun á sjö punkta Likert-stiku, frá aldrei til mjög oft á dag. Erfiðu hegðuninni var skipt í tíu flokka: mótþróa og óhlýðni, skemmdarverk, truflun, hegðun sem felur í sér brot á lögum, líkamlegt ofbeldi, sjálfskaðandi hegðun, að draga sig í hlé og forðast samskipti, félagslega óviðeigandi hegðun, endurteknar eða sjálfsörvandi hreyfingar og hótun, stríðni eða aðrar neikvæðar athugasemdir í garð annarra. Fyrir hvern flokk var gefið eitt eða fleiri dæmi, svo sem: Nemandi truflar kennslu eða bekkjarstarf. Dæmi: Kallar hátt yfir bekkinn. Til viðbótar tiltóku þátttak- endur hversu margir af nemendum þeirra væru með formlega greiningu um frávik í þroska eða aðlögun (sem lá fyrir þegar könnun var gerð) og hversu margir með til- tekna greiningu sýndu erfiða hegðun. Samstarf og stuðningur. Spurt var hvaðan kennarar fengju stuðning til að takast á við erfiða hegðun. Þátttakendur merktu við á fimm punkta Likert-stiku, frá aldrei til mjög oft, hversu oft þeir fengju stuðning úr sjö mismunandi áttum. Áhrif erfiðrar hegðunar. Þátttakendur tóku afstöðu til sex staðhæfinga um áhrif erf- iðrar hegðunar nemenda á kennarana og nemendur þeirra á fimm punkta Likert- stiku, frá mjög ósammála til mjög sammála. Til viðbótar við spurningar af lista Westling (2010) svöruðu þátttakendur fjórum spurningum um tilfinningaþrot á fimm punkta Likert-stiku, frá mjög ósammála til mjög sammála. Spurningarnar voru sóttar í spurningalista Maslach (Maslach Burnout Inventory – Educators Survey, MBI) (Kokkinos, 2006; Maslach og Jackson, 1981), sem greinarhöfundar þýddu. Framkvæmd Haft var samband við skólaskrifstofur þriggja sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samþykki fengið til að hafa samband við skólastjóra í grunnskólum vegna þátttöku kennara í rannsókninni. Valdir voru stórir skólar sem höfðu innleitt heildstæð kerfi til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.