Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 69

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 69
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 69 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir (e. School-wide Positive Behavioral Interventions and Support, SW-PBIS). Þeir kennarar sem notuðu mikið af almennu hrósi eða jákvæðum ummælum um nemendur höfðu mikla trú á sér sem bekkjarstjórnendur og hjá þeim var lítið um truflandi hegðun nem- enda. Þeir kennarar sem notuðu hlutfallslega meira af neikvæðum athugasemdum en jákvæðum, og brugðust við truflandi hegðun nemenda með hvössum skammaryrð- um fundu frekar fyrir tilfinningaþroti. Hjá þeim var einnig mest um truflandi hegðun nemenda (Reinke o.fl., 2013). Þessar niðurstöður fela í sér vísbendingar um samspil hegðunar nemenda, vinnubragða kennara og kulnunar en ekki er hægt að álykta um orsakasamband þessara þátta eða í hvaða tímaröð þeir eiga sér stað. Tilraun var gerð til þess að kortleggja tímalegt samhengi þessara þátta í langtímarannsókn meðal grunnskólakennara í Hollandi (Brouwers og Tomic, 2000). Markmiðið var að kanna tengsl trúar á eigin getu í bekkjarstjórnun við þessa þrjá undirþætti kulnunar. Í ljós kom að mikið tilfinningaþrot spáði fyrir um litla trú á eigin getu sem síðan tengdist minnkandi starfsárangri. Þannig höfðu kennarar sem voru tilfinningalega á þrotum ekki mikla trú á sér sem bekkjarstjórnendur og upplifðu minnkandi starfsárangur, lík- lega vegna þess að þeir gáfust fljótt upp á að reyna að takast á við hegðunarerfiðleika nemenda. Þetta samspil spáði síðan fyrir um aukna hlutgervingu fimm mánuðum síðar (Brouwers og Tomic, 2000). Stuðningur við kennara Starfsfólk grunnskóla hérlendis beitir fjölbreyttum úrræðum til að takast á við hegð- unarerfiðleika eins og fram kom í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar og Ingibjargar Kaldalóns (2006). Þar kom einnig í ljós að góður skólabragur og jákvætt viðhorf til nemenda og foreldra einkenndi skóla þar sem starfsfólki fannst það hafa góð tök á vandanum eða hegðunarvandi var minnstur. Vísbendingar eru um að í skólum þar sem markvisst forvarnarstarf og hegðunarstjórnun fer fram finni kennarar síður fyrir kulnun (Ross, Romer og Horner, 2012). Stuðningur í starfi er mikilvægur þáttur í starfsánægju kennara og hann tengist jafnframt beitingu árangursríkra aðferða til að takast á við hegðunarerfiðleika nem- enda. Til að mynda kom fram í rannsókn Westling (2010) að kennarar sem fengu meiri stuðning til að takast á við erfiða hegðun notuðu frekar gagnreyndar aðferðir í því sambandi en kennarar sem fengu minni stuðning. Þannig virðist stuðningur í starfi geta hjálpað kennurum að beita árangursríkum leiðum til að fyrirbyggja eða draga úr hegðunarerfiðleikum. Kennarar geta fengið slíkan stuðning úr ýmsum áttum, svo sem frá öðrum kennurum eða stuðningsfulltrúum, skólastjórnendum, foreldrum nemenda, lausnarteymi innan skólans, sérfræðingi í hegðunarstjórnun eða öðrum sérfræðingum utan skólans eða jafnvel stjórnendum sveitarfélagsins (Westling, 2010). Algengast virðist vera að kennarar fái stuðning frá sínu nánasta samstarfsfólki eða skólastjórnendum. Rannsókn Westling (2010) sýndi að rúmlega sex af hverjum tíu sérkennurum sögðust oft fá stuðning frá öðrum kennurum eða stuðningsfulltrúum en það átti aðeins við tæplega einn af hverjum tíu almennum kennurum. Helmingur sérkennara fékk oft stuðning frá skólastjórnendum samanborið við þriðjung almennra kennara. Hlutfall sérkennara sem fékk oft ráðgjöf frá teymi við að útbúa einstaklings-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.