Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 29

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 29
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 29 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir dæmis að sitja á salerni þrisvar á dag, fimmtán mínútur í senn, jafnvel þó að vitað væri að vegna líkamlegra skerðinga þjónuðu þessar salernisferðir ekki tilgangi. Hannesi leið illa í þessum aðstæðum, erfitt var að skorða hann á salerninu og yfirleitt sýndi hann það mjög glöggt að honum líkaði þetta ekki. Þarna virtust viðhorf og stofnana- menning ráða för en ef til vill ekki síður skortur á þekkingu og fræðslu á réttindum fatlaðs fólk og hvernig beri að styðja það til þess að tjá óskir sínar og framfylgja þeim. Upplýsingar og fræðsla Með kenningum um aðstæðubundið sjálfræði er meðal annars leitast við að greina hvernig félagsleg kúgun getur grafið undan sjálfræði þegar einstaklingar, til dæmis vegna ríkjandi menningar og viðhorfa samfélagsins, fá ekki tækifæri til að rækta sjálf- ræði sitt. Kúgunin getur einnig orðið vegna takmarkaðra möguleika einstaklingsins á að þroska þá hæfni sem nauðsynleg er til að verða sjálfráða. Þar geta átt í hlut hindran- ir eins og félagsleg viðmið og samskipti sem takmarka raunhæfa valkosti einstaklings- ins (Mackenzie og Stoljar, 2000). Til þess að einstaklingur geti valið og metið aðstæður sínar verður hann að þekkja þá valkosti sem hann hefur. Hann þarf að hafa aðgang að réttum upplýsingum en skortur þar á eða misvísandi upplýsingar geta ógnað sjálf- ræði hans og því er mikilvægt að hann þekki réttindi sín (Dodds, 2000). Í niðurstöð- um rannsóknarinnar kom fram að oft skorti viðmælendur okkar upplýsingar, bæði varðandi stór mál og hversdagsleg. Dæmi um skort á upplýsingum hversdagsins má nefna útsöludaga, hvað sé til sýningar í leik- og kvikmyndahúsum, að von sé á Justin Timberlake til landsins eða að Íþróttasamband fatlaðra ætli að standa fyrir vetrar- íþróttanámskeiði í Bláfjöllum. Eitt af því sem skiptir flesta miklu máli er að hafa val um búsetu og það með hverj- um maður býr. Þátttakendur í rannsókninni höfðu flestir lítið val fyrir utan það að stundum gátu þeir hafnað því sem í boði var, en það varð þá yfirleitt til þess að þá þurftu þeir að bíða, oftast í nokkur ár, þar til annað losnaði. Valkostir voru því aðeins tveir, að þiggja það sem í boði var eða fá ekkert. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að þátttakendum var sjaldan kynntur réttur þeirra hvað þetta varðaði. Helgi, sem var á sextugsaldri, bjó í íbúð með tveimur körlum. Hann var sáttur við heimili sitt og talaði um að sér liði þar vel og að hann fengi að taka sjálfstæðar ákvarðanir en þegar hann var spurður hver hefði ákveðið hvar hann byggi kom eftirfarandi í ljós: Ég bjó fyrst á sambýli með fjórum öðrum. Starfsfólkið á skrifstofunni ákvað að ég skyldi búa þar og líka að flytja þar sem ég bý núna. Þau töluðu við mömmu, ekki mig en þetta var allt í lagi en samt betra þar sem ég er núna. Skrifstofan ákvað það líka en ég fór samt og skoðaði og leist vel á. Helga virðist vera treyst til smærri ákvarðana í daglegu lífi en ekki stórra ákvarðana á borð við val á búsetu. Starfsfólk sveitarfélagsins hafði samráð við móður hans og hún tók síðan ákvörðun fyrir hönd Helga án þess að hann væri spurður álits. Það kemur kannski ekki á óvart að það fari eftir framboði og biðlistum hvað er í boði en upplýs- ingar um valmöguleika virðast einnig af skornum skammti. Sem dæmi má nefna eina af eldri konunum í rannsókninni sem hafði búið á sambýli frá því á níunda áratug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.