Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 115
anna- lind PétUrsdóttir
fyrir margbreytileika mannlífsins. Í kaflanum Kynheilbrigði skýrir María Jónsdótt-
ir félagsráðgjafi frá því hvernig kynverund einstaklinga með einhverfu þroskast og
hversu brýnt er að veita þeim sérhæfða kynfræðslu þar sem félags- og tilfinningalegur
þroski þeirra helst ekki í hendur við líkamlegan þroska. Í fimmta kaflanum, Þjónusta
og stuðningur, lýsa þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Þóra Leósdóttir þeim sértæku og
hagnýtu stuðningsúrræðum sem fjölskyldur barna með einhverfu þurfa á að halda.
Sjöundi hluti bókarinnar nefnist Sjónarmið einhverfra. Í honum er aðeins einn kafli,
Líf og reynsla, eftir Laufeyju I. Gunnarsdóttur og Þóru Leósdóttur. Þar er fjallað um
sjálfsævisögur og frásagnir einstaklinga með einhverfu sem gefa einstaka innsýn í
reynsluheim þeirra og mikilvægt er að hafa í huga í skipulagi þjónustu á þessu sviði.
Einnig er sagt frá hagsmunabaráttu fólks með einhverfu og þeim breytingum sem
hafa orðið með tilkomu netsins sem vettvangs fyrir upplýsingamiðlun, samskipti og
réttindabaráttu.
Í síðasta hluta bókarinnar, Horft til framtíðar, er kaflinn Aukin þekking – breyttar
áherslur þar sem ritstjórarnir hugleiða stöðu mála og næstu skref á sviði einhverfu
hérlendis. Þau segja það áhyggjuefni að börn með einhverfu hérlendis greinist almennt
seint og benda á aukna möguleika í skimun og breiðari þátttöku neðri þjónustu-
stiga (hjá sveitarfélögum) til að greining og markviss íhlutun geti átt sér stað fyrr
á lífsleiðinni og bætt þannig framtíðarhorfur barnanna. Einnig er bent á rannsóknir
hérlendis sem sýna að hátt hlutfall almennra kennara og sérkennara skorti þekkingu á
einhverfu og kennslu nemenda með slíka röskun í skóla án aðgreiningar og finnst að
í námi þeirra hafi verið of lítil áhersla á þá þætti. Ljóst er að þar má sannarlega gera
betur. Ritstjórar bókarinnar benda á að til „að stuðla að auknum gæðum í kennslu
og þjálfun“ (bls. 379) barna með einhverfu þurfi að fjölga í hópi þeirra sem hafa sér-
þekkingu á hagnýtri atferlisgreiningu. Sálfræðinemum við Háskóla Íslands og Há-
skólann í Reykjavík standa til boða ýmis námskeið á því sviði, en gagnlegt væri að
bjóða upp á framhaldsnám í hagnýtri atferlisgreiningu fyrir fagfólk með bakgrunn í
menntavísindum eins og samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Greiningarstöðvarinnar
hefur lagt til. Ritstjórar bókarinnar brydda einnig upp á áhugaverðri hugmynd um
rannsóknarsetur í einhverfu í samvinnu háskóla, Greiningarstöðvarinnar og annarra
þjónustustiga.
Sjónarhorn Greiningarstöðvarinnar
Viðfangsefni bókarinnar er viðamikið og því eru gerð mjög góð skil að langflestu leyti.
Það kann þó að draga úr fræðilegu hlutleysi ritsins að allir höfundarnir sautján starfa
á Greiningarstöðinni. Umfjöllunin hefði getað orðið heildstæðari ef fólk með fjöl-
breyttari bakgrunn hefði komið að verkinu, svo sem frá Barna- og unglingageðdeild
Landspítalans eða Einhverfusamtökunum. Einnig hefði farið vel á því að einstaklingar
með einhverfu kæmu að bókinni, sérstaklega í kaflanum um sjónarmið einhverfra.
Þess ber þó að geta að tilvitnanir í orð einhverfra og aðstandenda þeirra eru víða í
bókinni og styðja vel við umfjöllunina.