Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 115

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 115
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 115 anna- lind PétUrsdóttir fyrir margbreytileika mannlífsins. Í kaflanum Kynheilbrigði skýrir María Jónsdótt- ir félagsráðgjafi frá því hvernig kynverund einstaklinga með einhverfu þroskast og hversu brýnt er að veita þeim sérhæfða kynfræðslu þar sem félags- og tilfinningalegur þroski þeirra helst ekki í hendur við líkamlegan þroska. Í fimmta kaflanum, Þjónusta og stuðningur, lýsa þær Guðrún Þorsteinsdóttir og Þóra Leósdóttir þeim sértæku og hagnýtu stuðningsúrræðum sem fjölskyldur barna með einhverfu þurfa á að halda. Sjöundi hluti bókarinnar nefnist Sjónarmið einhverfra. Í honum er aðeins einn kafli, Líf og reynsla, eftir Laufeyju I. Gunnarsdóttur og Þóru Leósdóttur. Þar er fjallað um sjálfsævisögur og frásagnir einstaklinga með einhverfu sem gefa einstaka innsýn í reynsluheim þeirra og mikilvægt er að hafa í huga í skipulagi þjónustu á þessu sviði. Einnig er sagt frá hagsmunabaráttu fólks með einhverfu og þeim breytingum sem hafa orðið með tilkomu netsins sem vettvangs fyrir upplýsingamiðlun, samskipti og réttindabaráttu. Í síðasta hluta bókarinnar, Horft til framtíðar, er kaflinn Aukin þekking – breyttar áherslur þar sem ritstjórarnir hugleiða stöðu mála og næstu skref á sviði einhverfu hérlendis. Þau segja það áhyggjuefni að börn með einhverfu hérlendis greinist almennt seint og benda á aukna möguleika í skimun og breiðari þátttöku neðri þjónustu- stiga (hjá sveitarfélögum) til að greining og markviss íhlutun geti átt sér stað fyrr á lífsleiðinni og bætt þannig framtíðarhorfur barnanna. Einnig er bent á rannsóknir hérlendis sem sýna að hátt hlutfall almennra kennara og sérkennara skorti þekkingu á einhverfu og kennslu nemenda með slíka röskun í skóla án aðgreiningar og finnst að í námi þeirra hafi verið of lítil áhersla á þá þætti. Ljóst er að þar má sannarlega gera betur. Ritstjórar bókarinnar benda á að til „að stuðla að auknum gæðum í kennslu og þjálfun“ (bls. 379) barna með einhverfu þurfi að fjölga í hópi þeirra sem hafa sér- þekkingu á hagnýtri atferlisgreiningu. Sálfræðinemum við Háskóla Íslands og Há- skólann í Reykjavík standa til boða ýmis námskeið á því sviði, en gagnlegt væri að bjóða upp á framhaldsnám í hagnýtri atferlisgreiningu fyrir fagfólk með bakgrunn í menntavísindum eins og samstarfsnefnd Háskóla Íslands og Greiningarstöðvarinnar hefur lagt til. Ritstjórar bókarinnar brydda einnig upp á áhugaverðri hugmynd um rannsóknarsetur í einhverfu í samvinnu háskóla, Greiningarstöðvarinnar og annarra þjónustustiga. Sjónarhorn Greiningarstöðvarinnar Viðfangsefni bókarinnar er viðamikið og því eru gerð mjög góð skil að langflestu leyti. Það kann þó að draga úr fræðilegu hlutleysi ritsins að allir höfundarnir sautján starfa á Greiningarstöðinni. Umfjöllunin hefði getað orðið heildstæðari ef fólk með fjöl- breyttari bakgrunn hefði komið að verkinu, svo sem frá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans eða Einhverfusamtökunum. Einnig hefði farið vel á því að einstaklingar með einhverfu kæmu að bókinni, sérstaklega í kaflanum um sjónarmið einhverfra. Þess ber þó að geta að tilvitnanir í orð einhverfra og aðstandenda þeirra eru víða í bókinni og styðja vel við umfjöllunina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.