Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 79

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 79 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir íhuguðu 44% almennra kennara og 11% sérkennara að hætta að kenna vegna erfiðrar hegðunar nemenda. Þessi tengsl erfiðrar hegðunar, óánægju kennara í starfi og þess að kennarar íhugi að hætta störfum eru þekkt úr erlendum rannsóknum (Ingersoll, 2001; Kukla-Acevedo, 2009) og sýna hversu mikilvægt það er að finna leiðir til að draga úr erfiðri hegðun nemenda og fyrirbyggja að kennarar hætti störfum vegna hennar. Tilfinningaþrot Að mati kennara í þessari rannsókn eykur erfið hegðun nemenda streitu og álag í starfi. Rannsóknir sýna að langvarandi álag og streita geti leitt til kulnunar (Burke og Greenglass, 1995; Maslach o.fl., 2001). Á heildina litið fundu einn til þrír af hverj- um tíu kennurum fyrir einkennum tilfinningaþrots, þar af greindu flestir frá mikilli þreytu við upphaf vinnudags. Fram hefur komið að kvenkennarar finni frekar fyrir tilfinningaþroti og minnkuðum starfsárangri en karlkyns kennarar (Vercambre o.fl., 2009). Ekki var spurt um kyn þátttakenda í þessari rannsókn en gera má ráð fyrir að meirihluti kennaranna hafi verið kvenkyns, þar sem rúmlega átta af hverjum tíu kennurum á höfuðborgarsvæðinu eru konur (Hagstofa Íslands, e.d.). Hátt hlutfall kvenna gæti átt þátt í því að allt að þriðjungur þátttakenda í þessari rannsókn upp- lifir einkenni tilfinningaþrots. Jafnframt hefur komið fram að kennarar sem kenna á yngri stigum grunnskóla finni frekar fyrir tilfinningaþroti en kennarar á eldri stigum (Vercambre o.fl., 2009), en meirihluti þátttakenda í þessari rannsókn voru umsjónar- kennarar í 1.–6. bekk. Eins og fram hefur komið eru vísbendingar um að kennarar sem finna fyrir miklu tilfinningaþroti upplifi litla trú á eigin getu sem kennarar, finni fyrir minni starfsánægju og upplifi minnkandi starfsárangur og um leið kulnun sem tengist áformum um að hætta í starfi (Brouwers og Tomic, 2000; Goddard og Goddard, 2006; Lee og Ashforth, 1996; Skaalvik og Skaalvik, 2010). Það er því áhyggjuefni að allt að þriðjungur kennaranna í þessari rannsókn finni fyrir einkennum tilfinningaþrots. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli hegðunarerfiðleika nemenda og kulnunar kennara í starfi (Hastings og Bham, 2003; Kokkinos, 2007; McCormick og Barnett, 2011; Vercambre o.fl., 2009). Svipaðar niðurstöður komu fram hér, þar sem jákvæð fylgni reyndist vera á milli tilfinningaþrots kennara og hversu oft þeir þurftu að takast á við erfiða hegðun. Því oftar sem kennarar greindu frá því að þeir þyrftu að takast á við erfiða hegðun, þeim mun líklegra var að þeir upplifðu einkenni til- finningaþrots. Niðurstöðurnar samræmast niðurstöðum Reinke o.fl. (2013), þar sem kennarar sem fundu fyrir miklu tilfinningaþroti mátu truflun af hálfu nemenda í skólastofunni meiri en þeir sem fundu minna fyrir því. Hafa ber í huga að þessi tengsl milli breytnanna jafngilda ekki orsakasambandi. Sambandið getur verið í báðar áttir. Vísbendingar eru um tengsl milli líðanar kennara og mats þeirra á erfiðri hegðun nemenda (Anna Dóra Steinþórsdóttir, 2009; Hamre, Pianta, Downer og Mashburn, 2008). Þannig gætu kennarar sem eru á þrotum tilfinningalega metið hegðun nem- enda erfiðari en kennarar sem eru í betra jafnvægi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.