Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 36

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201436 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? Eitt af grundvallarskilyrðum þess að fólk með þroskahömlun geti þróað sjálfræði sitt, átt valmöguleika og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í daglegu lífi er að það hafi að- gang að nauðsynlegum upplýsingum og fái viðeigandi fræðslu. Þetta þarf að tryggja, meðal annars með aukinni fræðslu starfsfólks og aðstandenda. Tekið skal fram að þó að sumir þátttakendur hefðu upplifað forræðishyggju starfsfólks og fjölskyldu, höfðu margir þeirra mótmælt kröftuglega ríkjandi viðhorfum og barist fyrir auknu sjálfræði. Horft fram á veginn Þótt Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) hafi ekki ver- ið lögfestur hér á landi hefur hann haft áhrif á umræðu um líf og aðstæður fatlaðs fólks og ekki síst sjálfræði. Í samningnum er kveðið á um að fatlað fólk hafi frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf, og eigi að fá til þess viðeigandi aðstoð (12. gr.). Í Lögum um málefni fatlaðs fólks (nr. 59/1992) og í Lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (nr. 88/2011) er gert ráð fyrir að tekið sé mið af samningnum og ekki síst hvað varðar aðstoð við sjálfsákvarðanatöku. Þessi mikilvæga regla samningsins um sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði hefur því að einhverju marki verið viðurkennd í ís- lenskri löggjöf. Þrátt fyrir þessi ákvæði benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að enn skorti á að starfsfólk og aðstandendur þekki til þeirra mannréttindasáttmála sem Ísland hefur þegar undirritað og þeirrar löggjafar sem í gildi er. Ástæða þess að laga- legur réttur virðist oft ekki ná til fólks með þroskahömlun kann að vera sú að gerhæfi þess og þar með hæfni þess til að hafa forræði í eigin málum er ekki virt. Verður því að teljast líklegt að ef samningurinn væri lögfestur á Íslandi teldust aðstæður margra þátttakenda í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar vera lögbrot. Við teljum að þær kenningar og hugmyndir sem hér hafa verið lagðar til grund- vallar eigi vel við þegar unnið er að markmiðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) og íslenskra laga. Með því að nýta þessar hugmyndir má fá betri verkfæri til að vinna gegn mannréttindabrotum á fötluðu fólki og leita leiða til að auka lífsgæði þess. Þá er ekki síst brýnt að hafa verkfæri til að rökstyðja siðferðilegt mikilvægi þess að fólk sé stutt til að taka sjálft ákvarðanir og því gefið svigrúm til að þróa eigið sjálfræði. AtHUgAsEMDir 1 Ágústa Björnsdóttir, Eiríkur Sigmarsson, Freyja Baldursdóttir, Guðrún Benjamíns- dóttir, Helena Gunnarsdóttir, Kristín Stella Lorange og Sigríður Leifsdóttir. 2 Í greininni er notað hugtakið starfsfólk bæði um fagfólk og ófaglært starfsfólk. Í gögnum rannsóknarinnar greina þátttakendur ekki á milli þeirra sem eru faglærðir og þeirra sem eru ófaglærðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.