Helgafell - 01.04.1944, Page 23

Helgafell - 01.04.1944, Page 23
NORDAHL GRIEG 5 einnig fyrir nýjum og betri heimi. Við heiðríkju einfaldrar, vammlausrar listar, þar sem stöðugt er stefnt beinustu leið að jákvæðúm kjarna, eru hér boðuð af karlmennsku og innileik þau sameiginlegu hugsjónaverðmæti, sem ein mega tryggja frelsis- og friðarþrá mannkynsins varanlegan sigur. Við vitum, að skáldið gerði sér engar glapvonir um, að sá sigur ynnist mótstöðu- laust, en hann lét þá raunskyggni ekki standa sér fyrir bjartsýni. Missir hans var mikill og óbætanlegur og þjóð hans sárastur, en öllum, og henni öðrum fremur, hefur líf hans og list skilað ómetanlegum arfi. Svo sigursterk sem frelsisljóð hans hafa reynzt í hinni grimmúðugustu styrjöld, hafa þau hvorugan þann eiginleika hervopna að úreldast eða vekja ófrið á ný. 1 þeim verður ekki þjóðskrum fundið, ekki hatur. Þótt þau hafi tvímælalaust unnið stálmúr stríðsböðlanna geig á við margar sprengikúlur og tundurskeyti, eru þau í eðli sínu sáðkorn framtíðar, þar sem frjáls, mild og hugheil kynslóð má una við lauf og korn. III. Islendingum má nú vera sú vitneskja hugþekk, að án efa hvarf Nordahl Grieg héðan með margar hlýjar minningar um land og þjóð. Hann hafði snemma sýnt Islandi góðvild og skilning, eins og fagurlega kemur fram í greinum hans frá Alþingishátíðinni 1930. Meðan hann dvaldist hér í útlegð, bundinn skyldum sínum í hernum, ávann hann sér hylli og aðdáun allra, sem komust í kynni við hann, og nokkrir okkar nutu þeirrar hamingju að verða vinir hans. Ljóð hans mættu hér almennari og einlægari athygli en mnlendur samtímaskáldskapur á að fagna að jafnaði, þótt vel sé metinn, og víst megum við telja okkur sæmd að því, að löngu fyrr en skáldfrægð Griegs hafði varpað á nafn hans fullum ljóma, höfðu sum kvæði hans náð meiri vinsældum hér á landi en annars staðar. En megi segja, að okkur hafi auðnazt vonum framar að meta Nordahl Grieg að verðleikum í lifanda lífi, er ekki síður skylt að minnast þess, að skömmu fyrir dauða sinn sendi hann Islandi þá ástgjöf, er seint verður fullþökkuð. Kvæðið Tingvellir, sem birtist hér á eftir, í fyrsta sinn, verður ef til vill dýrast metið, er stundir líða, sem skriftamál Nordahls Grieg og erfðaskrá framtíðinni til handa. En sá hluti þess, er að íslandi veit sérstaklega, stendur naumast langt að baki því, sem á íslenzku hefur verið kveðið af mestri list og næmustum skiln- ingi um land okkar, sögu þess og þjóðlíf. Varla er ofmælt, að óvíða í ís- lenzkum bókmenntum gefi slíka heildarsýn lands og lýðs í fortíð og nutið, sem við fáum skynjað þar með gestsaugum hins heiðsæja og samúðarríka hetjuskálds. Fregnin um fall Nordahls Grieg vakti þjóðarsorg hér á landi. Einu sinni áður hefur íslenzkur almenningur tregað erlent stórskáld, — Byron lávarð,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.