Helgafell - 01.04.1944, Síða 23
NORDAHL GRIEG
5
einnig fyrir nýjum og betri heimi. Við heiðríkju einfaldrar, vammlausrar
listar, þar sem stöðugt er stefnt beinustu leið að jákvæðúm kjarna, eru hér
boðuð af karlmennsku og innileik þau sameiginlegu hugsjónaverðmæti, sem
ein mega tryggja frelsis- og friðarþrá mannkynsins varanlegan sigur. Við
vitum, að skáldið gerði sér engar glapvonir um, að sá sigur ynnist mótstöðu-
laust, en hann lét þá raunskyggni ekki standa sér fyrir bjartsýni. Missir
hans var mikill og óbætanlegur og þjóð hans sárastur, en öllum, og henni
öðrum fremur, hefur líf hans og list skilað ómetanlegum arfi. Svo sigursterk
sem frelsisljóð hans hafa reynzt í hinni grimmúðugustu styrjöld, hafa þau
hvorugan þann eiginleika hervopna að úreldast eða vekja ófrið á ný. 1 þeim
verður ekki þjóðskrum fundið, ekki hatur. Þótt þau hafi tvímælalaust unnið
stálmúr stríðsböðlanna geig á við margar sprengikúlur og tundurskeyti, eru
þau í eðli sínu sáðkorn framtíðar, þar sem frjáls, mild og hugheil kynslóð má
una við lauf og korn.
III.
Islendingum má nú vera sú vitneskja hugþekk, að án efa hvarf Nordahl
Grieg héðan með margar hlýjar minningar um land og þjóð. Hann hafði
snemma sýnt Islandi góðvild og skilning, eins og fagurlega kemur fram í
greinum hans frá Alþingishátíðinni 1930. Meðan hann dvaldist hér í útlegð,
bundinn skyldum sínum í hernum, ávann hann sér hylli og aðdáun allra,
sem komust í kynni við hann, og nokkrir okkar nutu þeirrar hamingju að
verða vinir hans. Ljóð hans mættu hér almennari og einlægari athygli en
mnlendur samtímaskáldskapur á að fagna að jafnaði, þótt vel sé metinn,
og víst megum við telja okkur sæmd að því, að löngu fyrr en skáldfrægð
Griegs hafði varpað á nafn hans fullum ljóma, höfðu sum kvæði hans náð
meiri vinsældum hér á landi en annars staðar. En megi segja, að okkur hafi
auðnazt vonum framar að meta Nordahl Grieg að verðleikum í lifanda lífi,
er ekki síður skylt að minnast þess, að skömmu fyrir dauða sinn sendi hann
Islandi þá ástgjöf, er seint verður fullþökkuð. Kvæðið Tingvellir, sem
birtist hér á eftir, í fyrsta sinn, verður ef til vill dýrast metið, er stundir
líða, sem skriftamál Nordahls Grieg og erfðaskrá framtíðinni til handa. En
sá hluti þess, er að íslandi veit sérstaklega, stendur naumast langt að baki
því, sem á íslenzku hefur verið kveðið af mestri list og næmustum skiln-
ingi um land okkar, sögu þess og þjóðlíf. Varla er ofmælt, að óvíða í ís-
lenzkum bókmenntum gefi slíka heildarsýn lands og lýðs í fortíð og nutið,
sem við fáum skynjað þar með gestsaugum hins heiðsæja og samúðarríka
hetjuskálds.
Fregnin um fall Nordahls Grieg vakti þjóðarsorg hér á landi. Einu sinni
áður hefur íslenzkur almenningur tregað erlent stórskáld, — Byron lávarð,