Helgafell - 01.04.1944, Side 31

Helgafell - 01.04.1944, Side 31
NORDAHL GRIEG FLYGUR YFIR NOREGSSTRÖND EIN FERÐ sem ég tók þátt í ber aí öllum öðrum, ljómar yfir hinar. Hún stóð ekki nema fáeinar stundir, en ég get aldrei hætt að hugsa um hana. Við stefnd- um heimávið. Það var könnunarferð meðfram Vestur-Noregi, yfir skipaleiðinni. Ég stóð bak við sæti flugstjóranna um það bil sem ég þóttist vita að við værum að nálgast ströndina. Það var dumbungsveður og skýjafar, skýin tóku á sig myndir af landslagi líku því sem ég vildi sjá, og voru á brott. Loks risu svartir klettar úr hafi, þverúðarfullir og tigulegir og hvítt löðrið þeyttist um rætur þeirra, en þegar við komum nær, var það eins og fíngerðar dökkleitar trjákróriur í niðandi draugaskógi, unz allt leystist upp og varð að þokuflyksum í kringum okkur. Allt í einu voru skýin að baki okkar. Sjórinn breiddi úr sér grár og tær, og langt innarfrá lá landið. Ég sá Noreg. Fjöllin. Mikið voru þau blá. Litur þessarar strandlengju gekk mér svo merkilega til hjarta, hann var eins og á bláu líni, blámuðu, margþvegnu og slitnu, en fyrst og fremst með þesskonar virðulegum hreinlætisblæ, sem er auðkenni myndarfólks. Svona un- aðarsamlegur og nægjusamlegur var bláminn á landinu sem lá þarna innfrá. Við svifum innyfir, yfir fyrstu gráu útskerin þar sem sjófugl hóf sig til flugs. En þetta erum bara við, hugsaði ég. Við flugum mjög lágt yfir eyrum og sundum, nokkra metra yfir hólum og húsum og bryggjum og bátum og fólki. Það var eins og flugmennirnir vildu lofa okkur að strjúka lófanum yfir landið okkar og lifa meðal fólksins þarna um leið og við flygjum hjá. Ég gekk aftur í til að fá betri útsjón, glerkúpplamir voru snúnir niður, svo niðandi loftstraumurinn lék frjáls um vélbyssurnar. Það er of lágt undir kúppulinn til að standa uppréttur; vélbyssuskyttan var komin á knén. Á hverju hélt hann í hendinni? Það var norskur fáni, ekki úr dúki, því slíkt mundi hafa rifnað í tætlur í einni svipan, það var pjátursflagg sem hafði verið mál- að af alúð heima á stöðinni. Starandi, hreyfingarlaus hélt hann því fram til sýnis móti landinu þama fyrir neðan, og brátt reis fólkið upp í litlu fiski- bátunum, ellegar hljóp fram á standbjörgin, eins og það ætlaði að verða okkur samferða. Aldrei hef ég séð neitt fallegra en þetta málaða pjátursflagg og það ljós hamingju og sársauka á andliti krjúpandi mannsins sem hélt á því, og endurskinið hjá fólkinu neðanundir, þar sem sérhver ókunnur maður var svo dýrmætur, — í hjartfólgna landinu okkar grýtta. (Bókarlok úr FRIHETEN — H. K. L. ísl.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.