Helgafell - 01.04.1944, Síða 31
NORDAHL GRIEG FLYGUR YFIR
NOREGSSTRÖND
EIN FERÐ sem ég tók þátt í ber aí öllum öðrum, ljómar yfir hinar. Hún stóð
ekki nema fáeinar stundir, en ég get aldrei hætt að hugsa um hana. Við stefnd-
um heimávið. Það var könnunarferð meðfram Vestur-Noregi, yfir skipaleiðinni.
Ég stóð bak við sæti flugstjóranna um það bil sem ég þóttist vita að við
værum að nálgast ströndina. Það var dumbungsveður og skýjafar, skýin tóku
á sig myndir af landslagi líku því sem ég vildi sjá, og voru á brott. Loks risu
svartir klettar úr hafi, þverúðarfullir og tigulegir og hvítt löðrið þeyttist um
rætur þeirra, en þegar við komum nær, var það eins og fíngerðar dökkleitar
trjákróriur í niðandi draugaskógi, unz allt leystist upp og varð að þokuflyksum
í kringum okkur. Allt í einu voru skýin að baki okkar. Sjórinn breiddi úr sér
grár og tær, og langt innarfrá lá landið. Ég sá Noreg. Fjöllin. Mikið voru þau
blá. Litur þessarar strandlengju gekk mér svo merkilega til hjarta, hann var
eins og á bláu líni, blámuðu, margþvegnu og slitnu, en fyrst og fremst með
þesskonar virðulegum hreinlætisblæ, sem er auðkenni myndarfólks. Svona un-
aðarsamlegur og nægjusamlegur var bláminn á landinu sem lá þarna innfrá.
Við svifum innyfir, yfir fyrstu gráu útskerin þar sem sjófugl hóf sig til
flugs. En þetta erum bara við, hugsaði ég. Við flugum mjög lágt yfir eyrum
og sundum, nokkra metra yfir hólum og húsum og bryggjum og bátum og
fólki. Það var eins og flugmennirnir vildu lofa okkur að strjúka lófanum yfir
landið okkar og lifa meðal fólksins þarna um leið og við flygjum hjá.
Ég gekk aftur í til að fá betri útsjón, glerkúpplamir voru snúnir niður,
svo niðandi loftstraumurinn lék frjáls um vélbyssurnar. Það er of lágt undir
kúppulinn til að standa uppréttur; vélbyssuskyttan var komin á knén. Á
hverju hélt hann í hendinni? Það var norskur fáni, ekki úr dúki, því slíkt mundi
hafa rifnað í tætlur í einni svipan, það var pjátursflagg sem hafði verið mál-
að af alúð heima á stöðinni. Starandi, hreyfingarlaus hélt hann því fram
til sýnis móti landinu þama fyrir neðan, og brátt reis fólkið upp í litlu fiski-
bátunum, ellegar hljóp fram á standbjörgin, eins og það ætlaði að verða
okkur samferða.
Aldrei hef ég séð neitt fallegra en þetta málaða pjátursflagg og það
ljós hamingju og sársauka á andliti krjúpandi mannsins sem hélt á því, og
endurskinið hjá fólkinu neðanundir, þar sem sérhver ókunnur maður var svo
dýrmætur, — í hjartfólgna landinu okkar grýtta.
(Bókarlok úr FRIHETEN — H. K. L. ísl.)