Helgafell - 01.04.1944, Page 36

Helgafell - 01.04.1944, Page 36
18 HELGAFELL 6. gr. Allar eldri ákvarðanir, sem koma í bága við þessi lög, eru hér með úr lögum numdar'*. Málið kom til umræðu á fundi deildarinnar 13. ágúst, og var engum mót- mælum gegn því hreyft í deildinni, en tillaga kom fram um að vísa mál- inu til nefndar. Það var gert, og málið þar með svæft. Svo liðu 26 ár, unz flutt var á Alþingi 1911 frumvarp til laga um íslenzkan fána, og var þá tekið fram, að fáninn skyldi vera blár með hvítum krossi. Þetta frumvarp, sem var í 3 greinum, dagaði uppi í þinginu. Árið 1913 var svo aftur borið fram frv. til 1. um íslenzkan sérfána, svohljóðandi: ,,Hér á landi skal vera löggiltur sérfáni. Sameinað Alþingi ræður gerð fánans'*. Eftir 2. umræðu í efri deild var frv. komið í þann búning, að fáninn skyldi vera blár með hvítum krossi. En við 3. umræðu var fánamálinu ráð- ið til lykta með svolátandi rökstuddri dagskrá : ,,I trausti þess, að ráðherra skýri hans hátign konunginum frá vilja Al- þingis í þessu máli og beri það upp fyrir honum, og að stjórnin síðan leggi fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um íslenzkan fána, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Hannes Hafstein brást vissulega ekki því trausti, sem Alþingi hafði sýnt honum. Hinn 22. nóv. 1913 skýrði ráðherra Íslands í ríkisráðinu konungi frá óskum Alþingis um íslenzkan fána, og flutti jafnframt rökstudda tillögu til konungsúrskurðar, um löggildingu á fána handa íslandi. Konungur féllst á tillöguna, og var hún síðan gefin út sem konungsúrskurður í stjórnartíð- indum fyrir Ísland 1913, nr. 68. Með þessum úrskurði var löggiltur sérstakur fáni fyrir Island, en um gerð hans tekið fram, að hún skuli ákveðin með nýj- um konungsúrskurði, er ráðherra íslands hafi haft tök á að kynna sér óskir manna á Islandi um það atriði. I ríkisráðinu fórust konungi svo orð um gerð fánans : ,,Ég geng að því vísu, að þessi fáni verði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands, og vona að fá síðar tillögu frá ráðherra íslands um lögun og lit fánans“. Jafnframt iét hann í ljós undrun sína yfir því við íslandsráðherra, að íslend- ingar ætluðust til að fá viðurkenndan blá-hvíta fánann, þar sem hann væri öldungis eins og gríska landflaggið. Með þessum ummælum lét konungur í ljós, hvers vegna hann teldi sér ekki fært að staðfesta blá-hvít flaggið sem fána fyrir Ísland. Það eru bein ranghermi, að hann hafi óskað eftir því, að rauði liturinn eða rauður kross yrði settur í íslenzka fánann. Það er upp- spuni einn, að konungur hafi viljað ráða lit eða gerð íslenzka fánans, og Hannes Hafstein hefur aldrei sagt neitt slíkt. Þegar bæði ráðherra og fánanefnd höfðu aflað sér ýtarlegra upplýsinga um gerð hinna grísku fána, segir í niðurlagi kaflans ,,Fánar Grikkja“ hjá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.