Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 36
18
HELGAFELL
6. gr. Allar eldri ákvarðanir, sem koma í bága við þessi lög, eru hér
með úr lögum numdar'*.
Málið kom til umræðu á fundi deildarinnar 13. ágúst, og var engum mót-
mælum gegn því hreyft í deildinni, en tillaga kom fram um að vísa mál-
inu til nefndar. Það var gert, og málið þar með svæft.
Svo liðu 26 ár, unz flutt var á Alþingi 1911 frumvarp til laga um íslenzkan
fána, og var þá tekið fram, að fáninn skyldi vera blár með hvítum krossi.
Þetta frumvarp, sem var í 3 greinum, dagaði uppi í þinginu. Árið 1913 var
svo aftur borið fram frv. til 1. um íslenzkan sérfána, svohljóðandi:
,,Hér á landi skal vera löggiltur sérfáni. Sameinað Alþingi ræður gerð
fánans'*.
Eftir 2. umræðu í efri deild var frv. komið í þann búning, að fáninn
skyldi vera blár með hvítum krossi. En við 3. umræðu var fánamálinu ráð-
ið til lykta með svolátandi rökstuddri dagskrá :
,,I trausti þess, að ráðherra skýri hans hátign konunginum frá vilja Al-
þingis í þessu máli og beri það upp fyrir honum, og að stjórnin síðan leggi
fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um íslenzkan fána, tekur
deildin fyrir næsta mál á dagskrá".
Hannes Hafstein brást vissulega ekki því trausti, sem Alþingi hafði sýnt
honum. Hinn 22. nóv. 1913 skýrði ráðherra Íslands í ríkisráðinu konungi
frá óskum Alþingis um íslenzkan fána, og flutti jafnframt rökstudda tillögu
til konungsúrskurðar, um löggildingu á fána handa íslandi. Konungur féllst
á tillöguna, og var hún síðan gefin út sem konungsúrskurður í stjórnartíð-
indum fyrir Ísland 1913, nr. 68. Með þessum úrskurði var löggiltur sérstakur
fáni fyrir Island, en um gerð hans tekið fram, að hún skuli ákveðin með nýj-
um konungsúrskurði, er ráðherra íslands hafi haft tök á að kynna sér óskir
manna á Islandi um það atriði.
I ríkisráðinu fórust konungi svo orð um gerð fánans : ,,Ég geng að því
vísu, að þessi fáni verði ekki eftirtakanlega líkur fána neins annars lands,
og vona að fá síðar tillögu frá ráðherra íslands um lögun og lit fánans“.
Jafnframt iét hann í ljós undrun sína yfir því við íslandsráðherra, að íslend-
ingar ætluðust til að fá viðurkenndan blá-hvíta fánann, þar sem hann væri
öldungis eins og gríska landflaggið. Með þessum ummælum lét konungur í
ljós, hvers vegna hann teldi sér ekki fært að staðfesta blá-hvít flaggið sem
fána fyrir Ísland. Það eru bein ranghermi, að hann hafi óskað eftir því, að
rauði liturinn eða rauður kross yrði settur í íslenzka fánann. Það er upp-
spuni einn, að konungur hafi viljað ráða lit eða gerð íslenzka fánans, og
Hannes Hafstein hefur aldrei sagt neitt slíkt.
Þegar bæði ráðherra og fánanefnd höfðu aflað sér ýtarlegra upplýsinga
um gerð hinna grísku fána, segir í niðurlagi kaflans ,,Fánar Grikkja“ hjá