Helgafell - 01.04.1944, Page 41

Helgafell - 01.04.1944, Page 41
BJÖRN SIGURÐSSON: Þekkmg og þjóðfrelsi Sjálfstæðishugvekja VÉR lSLENDINGAR höfum átt heima ,,langt frá öðrum þjóðum“, fram á síðustu tíma. Sú menningarlega einangrun, sem af því stafar, hefur verið mjög höfð á orði og kölluð meginorsök þess, hve mjög vér höfum verið eftir- bátar annarra um flestar verklegar framkvæmdir og ýmis menningarmál. Mér hefur virzt of mikið úr þessu gert. Islendingar hafa lengi verið allra manna víðförlastir. Eg efast um, að nokkur önnur þjóð geri sér jafn fjöl- förult erlendis og einmitt vér. Mjög mikill hluti þeirra manna, sem mest kveður að í þjóðfélaginu, hefur dvalið langdvölum í öðrum löndum. Sjálfsagt er það m. a. vegna þess, hversu margir Islendingar standa öðrum fæti í erlendri mold, ef svo mætti segja, eða öllu heldur á erlendu malbiki, að uppeldi og skoðunum, að oss er ákaflega gjarnt að bera þjóðlíf vort saman við annarra manna háttu og land vort saman við önnur lönd. Þetta er að ýmsu leyti hollt, en öðrum þræði sérlega varasamt. Sá, sem kemur út fyrir landsteinana í fyrsta sinni, hlýtur að leggja ís- lenzkan mælikvarða á allt, sem fyrir ber, hvort sem hann gerir sér það ljóst eða ekki. Húsin eru hærri en heima, trén tígulegri, loftið ógagnsærra. Síðar bregðast flestir svo við, að minnsta kosti eftir að heim kemur, að þeim hættir við um of að leggja erlenda mælistiku á íslenzka háttu. Þeim sýnist íslend- ingar fáir og fátækir, ósamlyndir og klaufskir við allar framkvæmdir. Nú er það svo, að hverjum hlut hæfir sinn mælikvarði. Flestir þeirra, sem utan fara, kynnast aðeins yzta borði þess þjóðlífs, sem þeir hafa gis.t, og eru því tæplega jafn dómbærir um kosti þess og löstu og þeir sjálfir halda. Þegar við bætist, að óvarlegt er að dæma í slíkum efnum án þess að þekkja og taka til greina forsögu og þróun hvers þjóðfélags, verður niður- staðan oft sú, að sá erlendi mælikvarði, sem Pétur og Páll leggja á störf vor og menningu, er ekki mikilsvirði. Þessu er öllu farið mjög á annan hátt með öðrum og stærri þjóðum. Bandaríkjamaður, Þjóðverji eða Englendingur hættir tæplega að líta hlutina bandarískum, þýzkum eða enskum augum, þótt hann dvelji um hríð meðal framandi þjóða. Trú slíks einstaklings á þjóðlega menningu sína gerir honum naumast fært að sjá menn og málefni öðruvísi en gegnum gler þjóðernis síns. Frá þessu eru vitanlega margar og merkar undantekningar, því að skoðanir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.