Helgafell - 01.04.1944, Síða 43
ÞEKKING OG ÞJÓÐFRELSI
25
sínu mundu oft og tíðurfi ekki teljast verðskulda sérlega eftirtekt, dvelja hér
í nokkra daga eða vikur, verða frægir Islandsvinir, og ummæli þeirra eru
síðan birt almenningi hér til fagnaðarríkrar umþenkingar.
Allir kannast ennfremur við þá sérkennilegu ritmennsku, er miðar að
því að sanna fyrir alþjóð, að sumir íslenzkir unglingar hafi námsgáfur, jafn-
vel í meðallagi og þar yfir. Fyrir nokkru birtist í einu dagblaðinu hér í Reykja-
vík heilsíðugrein um dreng af íslenzku foreldri, sem orðið hafði efstur í sín-
um bekk í barnaskóla einum vestan hafs. Sannarlega er vonandi, að þjóðar-
stolt vort eigi völ á öðrum og styrkari stoðum en þessháttar fréttastarfsemi.
Jón Sigurðsson sagði í bók, sem út kom árið 1861 : ,,Sá var tíminn, að það
var almenn hugsun meðal Islendinga, að landinu væri engra framfara auðið,
heldur væri það allajafna að ganga úr sér, og mundi smám sman eyðast meir
og meir, þar til það félli í grunn. Þessvegna er það orðinn gamall spádóm-
ur, sem eignaður er Jóni krukk, að af langviðrum og lagaleysi muni land
vort eyðast'*.
Slíkar skoðanir eru fingraför erlendrar áþjánar á þjóðlegum metnaði vor-
um. Eítir því sem vér heimtum írelsi vort smátt og smátt, óx oss kjarkur
og dirfska, og þótt margt sé enn ógert, stöndum vér nú nær því en nokkru
sinni fyrr að geta sjálfir fullnægt þörfum vorum, — séð um oss sjálíir, eins og
annað fullorðið fólk.
Sá ógeðfelldi áhugi vor á því að sýnast, sem ég drap á áðan, ásamt ærið
augljósu vonleysi um að oss muni nokkru sinni takast að Vera, eru án efa
minjar þeirrar niðurlægingar, sem vér höfum orðið að þola.
Algengt er, jafnvel enn í dag, að heyra þá skoðun, að allri þróun í atvinnu-
vegum og menningarlífi voru hljóti að vera ákaflega þröngur stakkur skor-
inn. Skoðunin, sem ég vitnaði til áðan í ummælum Jóns Sigurðssonar, er
engan veginn aldauða. lsland er enn í margra augum hjari veraldar, sem
aldrei muni gera betur en framfleyta oss á naumum skammti frumstæðuslu
lífsnauðsynja, — kostalítill harðbali, þar sem íbúarnir mega kalla sig sæla,
ef þeir hafa í sig og á í þeim mæli, að þeim takist að ná miðjum aldri, áður
en þeir lognast út af.
Menn eru jafnvel farnir að prédika á almannafæri um hrunið, sem hljóti
að standa fyrir dyrum, á grundvelli þeirrar trúar, að eymd og fátækt sé nátt-
úrlegt og óumflýjanlegt ástand á Islandi.
Sannleikurinn er þó sá, að Island er auðugt land að náttúrugæðum, en
þjóðin hins vegar tiltölulega jafn fátæk að reynslu til að nota þau.
Auðæfi fiskimiða vorra eru almennt viðurkennd. Þau gerast hvergi betri.
Hins vegar eigum vér enn margt ólært um, hvernig bezt megi breyta fiskiaf-
urðum vorum í verðmæta og útgengilega vöru. Og þetta Verðum vér að lœra.
Sumir halda, að læra megi af bóþum, hverjar vinnsluaðferðir séu hent-