Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 43

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 43
ÞEKKING OG ÞJÓÐFRELSI 25 sínu mundu oft og tíðurfi ekki teljast verðskulda sérlega eftirtekt, dvelja hér í nokkra daga eða vikur, verða frægir Islandsvinir, og ummæli þeirra eru síðan birt almenningi hér til fagnaðarríkrar umþenkingar. Allir kannast ennfremur við þá sérkennilegu ritmennsku, er miðar að því að sanna fyrir alþjóð, að sumir íslenzkir unglingar hafi námsgáfur, jafn- vel í meðallagi og þar yfir. Fyrir nokkru birtist í einu dagblaðinu hér í Reykja- vík heilsíðugrein um dreng af íslenzku foreldri, sem orðið hafði efstur í sín- um bekk í barnaskóla einum vestan hafs. Sannarlega er vonandi, að þjóðar- stolt vort eigi völ á öðrum og styrkari stoðum en þessháttar fréttastarfsemi. Jón Sigurðsson sagði í bók, sem út kom árið 1861 : ,,Sá var tíminn, að það var almenn hugsun meðal Islendinga, að landinu væri engra framfara auðið, heldur væri það allajafna að ganga úr sér, og mundi smám sman eyðast meir og meir, þar til það félli í grunn. Þessvegna er það orðinn gamall spádóm- ur, sem eignaður er Jóni krukk, að af langviðrum og lagaleysi muni land vort eyðast'*. Slíkar skoðanir eru fingraför erlendrar áþjánar á þjóðlegum metnaði vor- um. Eítir því sem vér heimtum írelsi vort smátt og smátt, óx oss kjarkur og dirfska, og þótt margt sé enn ógert, stöndum vér nú nær því en nokkru sinni fyrr að geta sjálfir fullnægt þörfum vorum, — séð um oss sjálíir, eins og annað fullorðið fólk. Sá ógeðfelldi áhugi vor á því að sýnast, sem ég drap á áðan, ásamt ærið augljósu vonleysi um að oss muni nokkru sinni takast að Vera, eru án efa minjar þeirrar niðurlægingar, sem vér höfum orðið að þola. Algengt er, jafnvel enn í dag, að heyra þá skoðun, að allri þróun í atvinnu- vegum og menningarlífi voru hljóti að vera ákaflega þröngur stakkur skor- inn. Skoðunin, sem ég vitnaði til áðan í ummælum Jóns Sigurðssonar, er engan veginn aldauða. lsland er enn í margra augum hjari veraldar, sem aldrei muni gera betur en framfleyta oss á naumum skammti frumstæðuslu lífsnauðsynja, — kostalítill harðbali, þar sem íbúarnir mega kalla sig sæla, ef þeir hafa í sig og á í þeim mæli, að þeim takist að ná miðjum aldri, áður en þeir lognast út af. Menn eru jafnvel farnir að prédika á almannafæri um hrunið, sem hljóti að standa fyrir dyrum, á grundvelli þeirrar trúar, að eymd og fátækt sé nátt- úrlegt og óumflýjanlegt ástand á Islandi. Sannleikurinn er þó sá, að Island er auðugt land að náttúrugæðum, en þjóðin hins vegar tiltölulega jafn fátæk að reynslu til að nota þau. Auðæfi fiskimiða vorra eru almennt viðurkennd. Þau gerast hvergi betri. Hins vegar eigum vér enn margt ólært um, hvernig bezt megi breyta fiskiaf- urðum vorum í verðmæta og útgengilega vöru. Og þetta Verðum vér að lœra. Sumir halda, að læra megi af bóþum, hverjar vinnsluaðferðir séu hent-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.