Helgafell - 01.04.1944, Síða 59

Helgafell - 01.04.1944, Síða 59
UPPRUNI ÍSL. SKÁLDMENNTAR 41 af sænsku bergi brotinn. Gils skeiðarnef hefur verið sömu ættar og þeir frændur Skjalda-Björn og Sléttu-Björn, það sýna nafngiftirnar í ættinni. I framætt Bjarnanna, sem talin er sænsk, koma fyrir nöfnin Þorgils, Ingibjörg, Héðinn, Herfinnur og Hergrímur. En börn Gils heita Þorbjörg, Ingibjörg, Héðinn og Herfinnur, og dóttursonur Gils heitir Hergils. — Sjálfur valdi Geirmundur sér land á milli Steinólfs hins lága, félaga síns og Auðar hinn- ar djúpúðgu, en á Ströndum vestur næst Skjalda-Birni. Er svo að sjá sem allt umhverfis Geirmund hafi búið austnorrænir menn. Sagan af Hálfi og Hálfsrekkum er ein af þeim fáu sögum í safninu „Fornaldarsögur Norðurlanda“, sem styðst við leifar gamalla arfsagna. Hún fjallar um forfeður Geirmundar heljarskinns. Er hans minnzt í sögulok, og sagt, að frá dótturinni Yri sé ,,mikil ætt komin“. I þessari heimild er Geirmundur talinn dóttursonur konungs nokkurs á Skáni. Fer það að von- um, svo mjög sem söguhetjurnar leika hlutverk sín í austurvegi. Gott dæmi þess er frásögnin um flótta Hálfsrekkanna eftir fall Hálfs konungs á Hörða- landi, föðurföður Geirmundar heljarskinns. Bárður og Björn leita til Svíþjóð- ar á fund ,,Sölva konungs, móðurbróður Hálfs konungs. En Utsteinn fór til Danmerkur á fund Eysteins konungs frænda síns“. Hrókur hinn svarti leitar athvarfs hjá Haka konungi á Skáni. Síðar ,,höfðu þeir her úti, Sölvi konungr og Haki konungr og Hrókur hinn svarti, Eysteinn konungur og Utsteinn með honum. Þeir fóru til Noregs og áttu orustu við Ásmund kon- ung“ er fellt hafði Hálf Hörðalandskonung stjúpson sinn. Ofan á þessa frásögn um hefndarleiðangur austurvegskonunganna til Hörðalands bætist svo það, að Hálfsrekkarnir virðast kallaðir ,.réttir dómendur Danaþjóðar'* í einni vísu Hálfssögunnar. Mér virðist augljóst, að sagan um Hálf og Hálfsrekka eigi rót sína að rekja til fornra minninga um austnorrænt víkingafélag á Hörðalandi. Það er meira að segja ákaflega freistandi að hyggja Hálfsrekkana einskonar fram- varðasveit í sókn austnorrænna víkinga vestur og norður á bóginn. Einhard, hirðmaður Karls keisara mikla, fræðir okkur um það, að Danakonungar hafi átt allálitleg ítök norðan Jótlandshafs við upphaf víkingaaldar. Engil- saxneskur annálsritari frá 9. öld getur þess, að fyrsti víkingahópurinn, er strandhögg hjó í Englandi, hafi komið frá Hörðalandi. Þetta á að hafa gerzt undir lok 8. aldar. 1 upphafi frásagnarinnar eru víkingaskipin kölluð Norð- mannaskip frá Hörðalandi. Er helzt svo að sjá, að Norðmenn tákni hér Norðurlandabúa almennt, því að eins og til áréttingar er bætt við orðunum : ,,Þetta voru hin fyrstu skip danskra manna, sem heimsóttu England“. Ef skýring þessi er rétt, hafa víkingar frá Danmörku verið búnir að ná fótfestu á Hörðalandi áður en víkingaferðir til Englands hófust. Koma nú Hyndlu- Ijoð til hjálpar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.