Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 59
UPPRUNI ÍSL. SKÁLDMENNTAR
41
af sænsku bergi brotinn. Gils skeiðarnef hefur verið sömu ættar og þeir
frændur Skjalda-Björn og Sléttu-Björn, það sýna nafngiftirnar í ættinni. I
framætt Bjarnanna, sem talin er sænsk, koma fyrir nöfnin Þorgils, Ingibjörg,
Héðinn, Herfinnur og Hergrímur. En börn Gils heita Þorbjörg, Ingibjörg,
Héðinn og Herfinnur, og dóttursonur Gils heitir Hergils. — Sjálfur valdi
Geirmundur sér land á milli Steinólfs hins lága, félaga síns og Auðar hinn-
ar djúpúðgu, en á Ströndum vestur næst Skjalda-Birni. Er svo að sjá sem
allt umhverfis Geirmund hafi búið austnorrænir menn.
Sagan af Hálfi og Hálfsrekkum er ein af þeim fáu sögum í safninu
„Fornaldarsögur Norðurlanda“, sem styðst við leifar gamalla arfsagna. Hún
fjallar um forfeður Geirmundar heljarskinns. Er hans minnzt í sögulok,
og sagt, að frá dótturinni Yri sé ,,mikil ætt komin“. I þessari heimild er
Geirmundur talinn dóttursonur konungs nokkurs á Skáni. Fer það að von-
um, svo mjög sem söguhetjurnar leika hlutverk sín í austurvegi. Gott dæmi
þess er frásögnin um flótta Hálfsrekkanna eftir fall Hálfs konungs á Hörða-
landi, föðurföður Geirmundar heljarskinns. Bárður og Björn leita til Svíþjóð-
ar á fund ,,Sölva konungs, móðurbróður Hálfs konungs. En Utsteinn fór
til Danmerkur á fund Eysteins konungs frænda síns“. Hrókur hinn svarti
leitar athvarfs hjá Haka konungi á Skáni. Síðar ,,höfðu þeir her úti, Sölvi
konungr og Haki konungr og Hrókur hinn svarti, Eysteinn konungur og
Utsteinn með honum. Þeir fóru til Noregs og áttu orustu við Ásmund kon-
ung“ er fellt hafði Hálf Hörðalandskonung stjúpson sinn. Ofan á þessa
frásögn um hefndarleiðangur austurvegskonunganna til Hörðalands bætist
svo það, að Hálfsrekkarnir virðast kallaðir ,.réttir dómendur Danaþjóðar'*
í einni vísu Hálfssögunnar.
Mér virðist augljóst, að sagan um Hálf og Hálfsrekka eigi rót sína að
rekja til fornra minninga um austnorrænt víkingafélag á Hörðalandi. Það er
meira að segja ákaflega freistandi að hyggja Hálfsrekkana einskonar fram-
varðasveit í sókn austnorrænna víkinga vestur og norður á bóginn. Einhard,
hirðmaður Karls keisara mikla, fræðir okkur um það, að Danakonungar
hafi átt allálitleg ítök norðan Jótlandshafs við upphaf víkingaaldar. Engil-
saxneskur annálsritari frá 9. öld getur þess, að fyrsti víkingahópurinn, er
strandhögg hjó í Englandi, hafi komið frá Hörðalandi. Þetta á að hafa gerzt
undir lok 8. aldar. 1 upphafi frásagnarinnar eru víkingaskipin kölluð Norð-
mannaskip frá Hörðalandi. Er helzt svo að sjá, að Norðmenn tákni hér
Norðurlandabúa almennt, því að eins og til áréttingar er bætt við orðunum :
,,Þetta voru hin fyrstu skip danskra manna, sem heimsóttu England“. Ef
skýring þessi er rétt, hafa víkingar frá Danmörku verið búnir að ná fótfestu
á Hörðalandi áður en víkingaferðir til Englands hófust. Koma nú Hyndlu-
Ijoð til hjálpar.