Helgafell - 01.04.1944, Side 63

Helgafell - 01.04.1944, Side 63
UPPRUNI ISL. SKÁLDMENNTAR 45 ir hreppar íslands 141. Fyrrnefndi hreppaflokkurinn hefur þannig hlutfalls- lega næstum fimm sinnum fleiri dísarnöfn en sá síðari. Má heita, að hér gegni sama máli og um hirðskáldin. Af 28 skáldum, sem hægt var að staðfesta, fellur um það bil helmingur á saurbýlasveitir, þegar mjög varlega er talið. Skyndilega opnast nú furðu skýr útsýn yfir þróunarferil fornnorrænnar skáld- listar og jafnframt íslenzkt þjóðerni. Það er engin hending, að blótgyðjan Freyja bar einnig heitið Vanadís. Orðin dís og gyðja tákna hvorttveggja í senn, guðlegar kvenverur og kven- pres’ta. Í þeim ættum, sem önnuðust hinar opinberu helgiathafnir, hefur starfsheitið dís smátt og smátt orðið að skírnarnafni með hinum margvís- legustu forliðum, svo sem Alf, Arn, As, Berg, Ey, Frey, Geir, Hall, Her, Jó, Ö8in, Sal, Val, Vé, Vig, Þór; það eru slíkar ættir, sem einkum hafa búið í saurbýlasveitunum að fornu. Af þeim sökum finnast þar hálfu fleiri kvenna- staðir en í öðrum byggðarlögum landsins. Má nærri geta, að vegur kvenna í dísa-ættunum hefur að jafnaði verið meiri en almennt var um kvenþjóðina, og þá einkum gyðjanna sjálfra. Af hinum mörgu svínasögum saurbýlasveit- anna mátti ráða, að náið samband hefði verið milli saur- og Freyjudýrkunar, og að minnsta kosti Saurbæirnir væru helgistaðir frjósemisdýrkenda. Stein- ólfur hinn lági, er Saurbæ reisti, var afi Þórðar Arndísarsonar, en Auðun rotinn, sem fyrstur bjó að Saurbæ í Eyjafirði, afi Eyjólfs Valgerðarsonar. Allt ber þetta að sama brunni. Mæður þeirra Eyjólfs og Þórðar, Valgerður húsfreyja í Saurbæ og Arndís hin auðga, hafa verið blótgyðjur saurdýrkenda. Sízt þarf það lengur undrun að vekja, þótt fornskáldin séu oftar en aðrir menn kenndir við mæður sínar. Þau eru jafnan af dísaættum. Með samfylgd skáldskapar og dísarnafna í huga má skýra þetta einkennilega fyrirbæri. Dísarnöfnin bera því vitni, að á meðal forfeðra landnámsmannanna hafa verið kvenprestaættir. Þar hafa framkvæmdir opinberra helgiathafna geng- ið að eríðum í sömu ættum kynslóð eftir kynslóð, eins og goðorðin síðar á Is- landi. Hér er komið að stórfenglegu meginatriði í fornnorrænni menningar- sögu. Hjá þjóðstofni, sem á við þau skilyrði að búa, kemst hin menningar- lega leiðsögn í hendur fárra, en mikilsmegandi ætta, er mynda andlega yfir- stétt. Á hinn bóginn hefur enginn slíkur menntaaðall skapazt á Norðurlönd- um, þar sem hinir heiðnu söfnuðir önnuðust sjálfir blótin. Menningartengslin milli hinnar einstæðu, forníslenzku stjórnskipunar og skáldmenntarinnar eru augljós og ótvíræð. I þeim felst öruggur vitnisburður um það, að þjóð okkar er eldri en íslandsbyggð. Snorri Sturluson segir, að Æsir hafi komið til Norður- landa frá Svartahafslöndum undir forustu tólf hofgoða, er réðu ,,fyrir blótum og dómum manna á milli”. Óðinn er þeirra æðstur. Eftir mikla sigra og land- vinninga kemur þjóðstofn hofgoðanna til Danmerkur og flytzt síðan til Sví- þjóðar. ,,Óðinn setti lög í landi sínu, þau, er gengið höfðu fyrr með Ásum”.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.