Helgafell - 01.04.1944, Síða 63
UPPRUNI ISL. SKÁLDMENNTAR
45
ir hreppar íslands 141. Fyrrnefndi hreppaflokkurinn hefur þannig hlutfalls-
lega næstum fimm sinnum fleiri dísarnöfn en sá síðari. Má heita, að hér gegni
sama máli og um hirðskáldin. Af 28 skáldum, sem hægt var að staðfesta,
fellur um það bil helmingur á saurbýlasveitir, þegar mjög varlega er talið.
Skyndilega opnast nú furðu skýr útsýn yfir þróunarferil fornnorrænnar skáld-
listar og jafnframt íslenzkt þjóðerni.
Það er engin hending, að blótgyðjan Freyja bar einnig heitið Vanadís.
Orðin dís og gyðja tákna hvorttveggja í senn, guðlegar kvenverur og kven-
pres’ta. Í þeim ættum, sem önnuðust hinar opinberu helgiathafnir, hefur
starfsheitið dís smátt og smátt orðið að skírnarnafni með hinum margvís-
legustu forliðum, svo sem Alf, Arn, As, Berg, Ey, Frey, Geir, Hall, Her, Jó,
Ö8in, Sal, Val, Vé, Vig, Þór; það eru slíkar ættir, sem einkum hafa búið
í saurbýlasveitunum að fornu. Af þeim sökum finnast þar hálfu fleiri kvenna-
staðir en í öðrum byggðarlögum landsins. Má nærri geta, að vegur kvenna í
dísa-ættunum hefur að jafnaði verið meiri en almennt var um kvenþjóðina,
og þá einkum gyðjanna sjálfra. Af hinum mörgu svínasögum saurbýlasveit-
anna mátti ráða, að náið samband hefði verið milli saur- og Freyjudýrkunar,
og að minnsta kosti Saurbæirnir væru helgistaðir frjósemisdýrkenda. Stein-
ólfur hinn lági, er Saurbæ reisti, var afi Þórðar Arndísarsonar, en Auðun
rotinn, sem fyrstur bjó að Saurbæ í Eyjafirði, afi Eyjólfs Valgerðarsonar.
Allt ber þetta að sama brunni. Mæður þeirra Eyjólfs og Þórðar, Valgerður
húsfreyja í Saurbæ og Arndís hin auðga, hafa verið blótgyðjur saurdýrkenda.
Sízt þarf það lengur undrun að vekja, þótt fornskáldin séu oftar en aðrir
menn kenndir við mæður sínar. Þau eru jafnan af dísaættum. Með samfylgd
skáldskapar og dísarnafna í huga má skýra þetta einkennilega fyrirbæri.
Dísarnöfnin bera því vitni, að á meðal forfeðra landnámsmannanna hafa
verið kvenprestaættir. Þar hafa framkvæmdir opinberra helgiathafna geng-
ið að eríðum í sömu ættum kynslóð eftir kynslóð, eins og goðorðin síðar á Is-
landi. Hér er komið að stórfenglegu meginatriði í fornnorrænni menningar-
sögu. Hjá þjóðstofni, sem á við þau skilyrði að búa, kemst hin menningar-
lega leiðsögn í hendur fárra, en mikilsmegandi ætta, er mynda andlega yfir-
stétt. Á hinn bóginn hefur enginn slíkur menntaaðall skapazt á Norðurlönd-
um, þar sem hinir heiðnu söfnuðir önnuðust sjálfir blótin. Menningartengslin
milli hinnar einstæðu, forníslenzku stjórnskipunar og skáldmenntarinnar eru
augljós og ótvíræð. I þeim felst öruggur vitnisburður um það, að þjóð okkar
er eldri en íslandsbyggð. Snorri Sturluson segir, að Æsir hafi komið til Norður-
landa frá Svartahafslöndum undir forustu tólf hofgoða, er réðu ,,fyrir blótum
og dómum manna á milli”. Óðinn er þeirra æðstur. Eftir mikla sigra og land-
vinninga kemur þjóðstofn hofgoðanna til Danmerkur og flytzt síðan til Sví-
þjóðar. ,,Óðinn setti lög í landi sínu, þau, er gengið höfðu fyrr með Ásum”.