Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 67
TUNGUTAK DAGBLAÐANNA
49
augunum, og sá hópur, sem fátt les annað en blöðin eða ,,blaSiS sitt“, mun
alls ekki vera lítill. Þó skyldi enginn halda, aS allt, sem birtist í dálkum
blaSanna, sé á hraklegri íslenzku. Margir blaSamenn skrifa lipurt og þokka-
legt mál, en fullt svo fyrirferSarmiklir eru þó hinir, sem láta vaSa á súSum
og kæra sig kollótta um málfariS, enda brestur þá tíSum þekkingu, jafnvel
á hinum einföldustu atriSum, til þess aS vera dómbærir um þaS. Rauna-
legast er þó, aS margir þeir dálkar blaSanna, sem eru á hvaS hryllilegustu
máli, eiga vinsældum aS fagna af stórum hópi lesenda.
En mér er vel kunnugt um þaS, ekki sízt af því aS ég hef sjálfur veriS-
blaSamaSur um árs skeiS, aS blaSamenn hafa fjölmargt sér til afsökunar,
þegar á þá er deilt fyrir illa meSferS á tungunni. Fyrsta og gildasta afsök-
unin er áreiSanlega sú, aS þeir eiga viS mjög erfiS vinnuskilyrði aS búa.
Frétta þarf aS afla, rita þær í skyndi, setja þær jafnharðan og flýta sem
mest prófarkalestri og öllu öðru snurfusi, til þess aS blaSiS komist í tæka
tíS í prentvélina, því aS ekki má sú skömm spyrjast, aS blaSiS sé ekki komiS
út, þegar bæjarbúar rísa úr rekkju. ÞýSandinn þarf aS hafa tiltæka erlenda
grein og slatta af framhaldssögu á hverjum degi, hvernig sem hann er fyrir
kallaSur og hvort sem efniS er honum aS skapi eða ekki. Sagt var forðum,
aS jafnvel Hómer dottaði stundum. Hví skyldi slíkt þá ekki oft koma fyrir
illa launaðan og önnum kafinn blaðamann, sem aldrei getur veriS fullfrjáls
að því, hvernig hann skrifar og hvaS hann velur til aS skrifa um eða þýða ?
Stjórnmálaritstjórinn verður oft aS fresta í lengstu lög aS skrifa leiðargrein-
ina, því að hann veit ekki, nema eitthvaS kunni aS gerast á síðustu stundu,
sem ekki má dragast aS skrifa um flokksins vegna. Mál taka nýja stefnu
fyrirvaralítiS, og blaðið getur ekki sóma síns vegna látiS sjá sig, nema þaS
hafi tekið afstöðu. Starf blaðamannanna er yfirleitt óvenjulega erilsamt og
þreytandi, heimsóknir í ritstjórnarskrifstofur tíðar, þó aS erindi séu oft óbrýn,
sífelldar símahringingar og oftast unniS langt fram yfir miðnætti. Því er ekki
furða, þótt athygli þeirra sé ekki alltaf jafnvakandi. StarfsliSiS er venjulega
svo fámennt vegna örðugs fjárhags blaðanna, aS hvíldartími blaðamanna
er of stuttur til þess, aS þeir geti til lengdar haldiS fullri heilsu á sál og
líkama. MeS heilsuleysi á sálinni á ég ekki hér viS brjálsemi, heldur hitt,
að þeir hafi ekki tækifæri til aS lesa og gefa sig aS því, sem hugur þeirra
girnist, þann stutta tíma, sem þeir hafa aflögum frá stritinu. Hætt er viS, aS
þetta bitni stundum á móðurmálinu. Þó ætlast ég alls ekki til, aS orS mín séu
misskilin svo, aS þaS dagblaðanna, sem taliS er búa viS rýmstan fjárhag,
skeri sig úr um vandaS málfar. — Þá munu margir blaðamannanna reyna
aS velta sökinni af sér og yfir á prentarana. Ekki er loku fyrir þaS skotiS,
aS þeim takist á þann hátt aS létta baggann lítiS eitt, en reynast mun hann
allþungur eftir sem áður.
HELGAFELL 1944
4