Helgafell - 01.04.1944, Side 72
54
HELGAFELL
Fyrir nokkru barst mér bréf frá einum lesanda blaðsins, sem hljóðar svo:
(Vísir, 13/12, 2,2).
VindrafstöS hefur veriS sett viS skálann, sem lýsir hann prýSilega upp
(Þjóðv., 14/12, 2,3).
. . . þar væri fjöldi vopnaðra flokka með mismunandi skoðanir á ýms-
um málum, sem berðust af meira eða minna krafti við ÞjóSverja (Þjóðv.,
15/12, 8,1). — Um þessi dæmi þarf ekki aS fjölyrða. Alls staðar þarf tals-
verða góSgirni til þess að skilja setningar eins og höf. ætlast til, en hins vegar
er mjög auðvelt að breyta þeim öllum, þannig að ekki sé hægt að hafa á
höfundunum.
3. Röng tengsl og sk.ipun orða og setninga:
. . . kirkja, sem enga undanlátssemi þekkir við hið illa, en sem berst gegn
því af alefli.....(Mbl., 12/12, 8,3).
. . . í hinni miklu byltingu, sem fram hefir verið að fara í heiminum . . .
og sem nú stendur hvað hæst (Vísir, 13/12, 3,2) . . . að atvinnufyrirtækin
verði svipt þeim hagnaSi, sem þau hafa haft . . . , og sem gengið hefir . . . til
að mæta fyrri áföllum (Vísir, 13/12, 2,1). — I góðri íslenzku er tilvísunarfor-
nafnið aldrei endurtekið, þegar tengdar eru saman hliðstæðar tilvísunarsetn-
ingar.
. . . htíorþi . . . eða (Mbl., 28/11, 7,5) — er hæpin íslenzka. Þar á að
standa . . . htíor\i . . . né.
ef að framkvæmd þess er svipuð því sem hún var (Alþbl., 12/12, 5,4).
. . . þing, stjórn og bæjarvöld ráða því, htíort aS þeir sem eiga kvik-
myndahúsin fá að njóta sín og hafa arð af fyrirtækjunum (Mbh, 27/11, 5,1).
. . . til htíers aS gróSanum kann aS hafa verið varið. (Vísir, 14/12, 2,1).
— Alls staðar er að ofaukið í þessum dæmum. Hins vegar læt ég það af-
skiptalaust, hvort menn fella niður aS í samtengingunum því (að), þó (að),
stío (að) o. s. frv. eða ekki.
Þrátt fyrir það, þó . . . (Mbh, 12/12, 12,1). Þessi ljóta samtenging er
að réttu lagi þrátt fyrir það að.
AS við höfum, þrátt fyrir styrjaldarerfiðleika . . . verið fær um að byrgja
(svo!) upp herinn á vígstöðvunum aS öllu nauðsynlegu, er fyrst og fremst
aS þakka flutningaverkamönnum okkar og skrifstofumönnum flutningakerfis-
ins (ÞjóS., 28/11, 4,4).
Að þessum fyrri yfirburðum óvinanna aS því er við kemur fjölda skrið-
dreka, flugvéla, sprengjuvarpna og sjálfvirkra riffla hefur verið útrýmt, og
að her okkar skortir nú ekki vopn, skotfæri og útbúnaS er fyrst og fremst að
þakka verkalýð okkar (Þjóðv., 28/11, 4,3). — Tvær síðustu málsgreinarnar