Helgafell - 01.04.1944, Page 105
FYRIR ORUSTUNA
87
FABÍUS (tekur örlítið viðbragð við
þessi orð. Hann situr þögull, lítur í
augu Hannibals og kinkar kolli).
HANNIBAL: Nei. Hún er gömul, og
gamalt er andstæða þess, sem eilíft
er. Kölkuð og steinrunnin. Hún hefur
lifað sig dauða. Örlagastund hennar er
upp runnin.
FABÍUS : Eilíf! Borgin eilífa ! Og þó
vofir hætta yfir henni. Það er vald
hennar. En hvenær sem við erum í
þann veginn að dotta, sendir Júpiter
henni plágu eins og þig með gadda-
kylfuna þína, til þess að rumska við
okkur.
HANNIB AL: Það er ekki aðeins
gaddakylfan ein, sem ég reiði að ykk-
ur. Hvað gera úlfamilljónirnar þínar,
þegar þeim verður varnað allra að-
drátta ? Þegar ég hef lagt Ítalíu undir
mig, leggst Róm í auðn af hungri og
drepsóttum.
FABÍUS : En þú ? Ur hverju skyldir
þú deyja ? Þú heldur kyrru fyrir á Suð-
ur-ítalíu með her þinn. Rómverjar
velja sér aðalræðismann eins og Mar-
sellus. Þú sigrar hann í einni orustu,
eða tveimur, kannski þremur. Þá munu
Rómverjar velja gamlan glóp í hans
stað, eins og Fabíus Maxímus. Þú
ræðst á móti honum, en hann fer und-
an í flæmingi. Þú rekst á hann annars
staðar, og enn flýr hann eins og lúbar-
inn rakki. Sami leikurinn endurtek-
inn aftur og aftur. Hvar eru sigrar vor-
ir ? spyrja Kartagómenn. Er Hannibal
tekið að förlast ? Mundu, að þeir eru
ung þjóð, sem er vön sigrum einum.
Þeir eiga sér ekki neina gamla menn-
ingarfjársjóði til tryggingar gegn álits-
spjöllum og afturkasti.
HANNIBAL: Þá tek ég Róm með
áhlaupi.
FABlUS: Alveg rétt. Þá hefur þú
verið knúinn til þess, sem þér er í raun
og veru vel ljóst, að þú vilt ekki. Þú
gerir áhlaup á Róm. Það væri rétt eftir
karlfauski eins og Fabíusi að láta þér
Róm eftir. Gengur hann í barndómi ?
Ef til vill. Róm er líka hnigin að aldri.
Þar eru mörg hrörleg hverfi, sem feng-
ur væri að fá brennd til kaldra kola.
En hvað er orðið um Fabíus ? Hvar eru
herskarar hans ? Hefur djöfullinn hirt
Rómverja ? Þeir eru upp til fjalla, þeir
eru úti í fenjunum, þeir eru inni í
kjarrskógunum, þeir bíða ósigur og
flýja, þeir eru öllum heimi til athlægis,
ærulausir og áttavilltir. Aðeins eitt er
þeim ljóst — ekki það, að þeir séu
útvaldir af örlögunum, af guði kjörnir,
þjóni háleitri köllun né annað þess
háttar dirrindí, — nei, bara það, að
þeir verði að þrauka. Það er sú ein-
falda speki, sem hefur gert þá að
drottnum þjóðanna. Á meðan fjöllin
snúa hnjúkum að himni, á meðan deig-
ur dropi er í úthöfunum, munu Róm-
verjar þrauka. Hannibal, þú hinn sig-
ursnjalli foringi Púnverja! Gamall
Rómverji réttir þér hönd til sátta. Eig-
um við ekki að gefa heiminum þau
svör, sem hann vonast eftir ?
HANNIBAL: Svei!
FABÍUS (rís hvatlega á fætur, og seg-
ir í nærri því unglegum rómi, snöggt
og kuldalega) : Þá verð ég að sam-
hryggjast þér yfir sigrinum á morgun.
(Og dynurinn af fótataki hans lætur
sem fylkingar fari hjá).
Guðjón Guðjónsson ísl.