Helgafell - 01.04.1944, Side 106
í DAG OG Á MORGUN
G R E I N A R O G GREINAKJARNAR
' ................................... -_________________________ ____=!)
ÍSLAND ERLENDIS
RÖDD FRÁ KAUPMANNAHÖFN UM
ÍSLENZK MENNINGARMÁL
Islendingar hafa alltaf verið hókhneigðir og
eru það enn. En hvað hefur verið gert til að
fullnæglja lestrarþörf æskulýðsins og beina
henni inn á skynsamlegar og hollar brautir?
Saga íslenzkra bókasafna og lestrarfélaga er
raunasaga um skilningsleysi og nirfilshátt ís-
lenzkra fjárveitingarvalda.. Ekki einu sinni
Reykjavík eru alþýðubókasafni búin þolanleg
kjör, og tilveru sína á það mest að þakka dugn-
aði og ósérplægni eins manns, sem átti í lát-
lausri baráttu við skilningssljó yfirvöld. Skipu-
lagning alþýðubókasafna um land allt með
líku sniði og t. d. annars staðar á Norður-
löndum er verkefni, sem allt of lengi hefur
beðið úrlausnar . . .
Skerðing á fjárframlögum til kennslumála,
bókmennta, lista og vísinda hefur alltaf verið
eitt fyrsta úrræðið, þegar til sparnaðarráðstaf-
ana hefur verið gripið. Árið 1924 var lögð ti!
kennslumála rúmlega 1 millj. kr., eða um 11%
af gjöldum ríkisins. Síðan hefur þessi upphæð
hækkað að mun, en hlutfallið við önnur gjöld
hefur samt oftast verið lægra. 1930 var greitt
til kennslumála 1,5 millj. kr., eða 9,5% al
gjöldum; 1936: 1,8 millj. kr. (um 11%).
Framlögin til bókmcnnta, lista og vísinda
voru 1924: 239 þús. kr., eða 2,6% af gjöldum.
Sú upphæð liefur alltaf síðan verið minni að
tiltölu við önnur gjöld og oftast lægri í bein-
um tölum (minnst var hún 1934: aðeins 189
þús. kr., eða 1,2% af gjöldum). Kemur þar
glöggt í Ijós hvar garðurinn er lægstur þegar
spara skal. Að vísu eru hér ekki talin framlög
Menningarsjóðs, en úr honum hcfur töluvcrt
fé verið vejtt síðan 1928 til þessara greina.
Það er ekkert efamál, að sú stefna er næsta
varhugaverð að skera fjárveitingar til menn-
ingarmála svo mjög við neglur sér eins og
oft liefur orðið raun á. Annars vegar er þess
að gæta, að hér getur verið um að ræða starf-
semi, sem ekki verður metin til fjár, svo
sannarlega sem viðhald íslenzkrar menning-
ar er fyrsta skilyrði þess að íslenzkt þjóðerni
og sjálfstæði megi þrífast. Hins vegar er sparn-
aður sá, scm vinnst á þennan hátt í raun
réttri sjaldan annað en auðvirðilegt nurl, sem
varla gætir í þjóðarbúskapnum. Enda mun
ástæðan oftast sú, að sparnaðúr er hér auð-
fengnari en víða annars staðar, vegna þess
að hættan á pólitískri andstöðu er lítil, og
háttvirtir kjósendur skilja sjaldnast hvað í húfi
getur verið við mðurskurð fjárveitinga til
menningarmála.
Hitt er annað mál, að þörf væri á betra
skipulagi og eftirliti með fjárveitingum rík-
isins til menningarmála. Margar smáveiting-
ar eru of litlar til að koma að nokkru veru-
legu gagni, og ýmsar veitingar hafa verið ó-
heppilega í ætt við bitlinga. Síðustu aðgerð-
ir í menningarmálum veita þó nokkra von
um að betra skipulag fari í hönd, a. m. k. á
vissum sviðum.
Jakob Benediktsson, t Fróni, 1, II.
RAUSN ÍSLENZKA RÍKISINS
Enginn mun efast um, að dvöl erlends her-
liðs á Islandi sé mönnum til mikils ama og
óþæginda. Hins vegar er ljóst, að sumar stétt-
ir manna hafa hagnazt á viðskiptunum við
setuliðsríkin, og ríkissjóður hefur ekki farið
varhluta af þeim ágóða. Þeir Islendingar, sem