Helgafell - 01.04.1944, Page 106

Helgafell - 01.04.1944, Page 106
í DAG OG Á MORGUN G R E I N A R O G GREINAKJARNAR ' ................................... -_________________________ ____=!) ÍSLAND ERLENDIS RÖDD FRÁ KAUPMANNAHÖFN UM ÍSLENZK MENNINGARMÁL Islendingar hafa alltaf verið hókhneigðir og eru það enn. En hvað hefur verið gert til að fullnæglja lestrarþörf æskulýðsins og beina henni inn á skynsamlegar og hollar brautir? Saga íslenzkra bókasafna og lestrarfélaga er raunasaga um skilningsleysi og nirfilshátt ís- lenzkra fjárveitingarvalda.. Ekki einu sinni Reykjavík eru alþýðubókasafni búin þolanleg kjör, og tilveru sína á það mest að þakka dugn- aði og ósérplægni eins manns, sem átti í lát- lausri baráttu við skilningssljó yfirvöld. Skipu- lagning alþýðubókasafna um land allt með líku sniði og t. d. annars staðar á Norður- löndum er verkefni, sem allt of lengi hefur beðið úrlausnar . . . Skerðing á fjárframlögum til kennslumála, bókmennta, lista og vísinda hefur alltaf verið eitt fyrsta úrræðið, þegar til sparnaðarráðstaf- ana hefur verið gripið. Árið 1924 var lögð ti! kennslumála rúmlega 1 millj. kr., eða um 11% af gjöldum ríkisins. Síðan hefur þessi upphæð hækkað að mun, en hlutfallið við önnur gjöld hefur samt oftast verið lægra. 1930 var greitt til kennslumála 1,5 millj. kr., eða 9,5% al gjöldum; 1936: 1,8 millj. kr. (um 11%). Framlögin til bókmcnnta, lista og vísinda voru 1924: 239 þús. kr., eða 2,6% af gjöldum. Sú upphæð liefur alltaf síðan verið minni að tiltölu við önnur gjöld og oftast lægri í bein- um tölum (minnst var hún 1934: aðeins 189 þús. kr., eða 1,2% af gjöldum). Kemur þar glöggt í Ijós hvar garðurinn er lægstur þegar spara skal. Að vísu eru hér ekki talin framlög Menningarsjóðs, en úr honum hcfur töluvcrt fé verið vejtt síðan 1928 til þessara greina. Það er ekkert efamál, að sú stefna er næsta varhugaverð að skera fjárveitingar til menn- ingarmála svo mjög við neglur sér eins og oft liefur orðið raun á. Annars vegar er þess að gæta, að hér getur verið um að ræða starf- semi, sem ekki verður metin til fjár, svo sannarlega sem viðhald íslenzkrar menning- ar er fyrsta skilyrði þess að íslenzkt þjóðerni og sjálfstæði megi þrífast. Hins vegar er sparn- aður sá, scm vinnst á þennan hátt í raun réttri sjaldan annað en auðvirðilegt nurl, sem varla gætir í þjóðarbúskapnum. Enda mun ástæðan oftast sú, að sparnaðúr er hér auð- fengnari en víða annars staðar, vegna þess að hættan á pólitískri andstöðu er lítil, og háttvirtir kjósendur skilja sjaldnast hvað í húfi getur verið við mðurskurð fjárveitinga til menningarmála. Hitt er annað mál, að þörf væri á betra skipulagi og eftirliti með fjárveitingum rík- isins til menningarmála. Margar smáveiting- ar eru of litlar til að koma að nokkru veru- legu gagni, og ýmsar veitingar hafa verið ó- heppilega í ætt við bitlinga. Síðustu aðgerð- ir í menningarmálum veita þó nokkra von um að betra skipulag fari í hönd, a. m. k. á vissum sviðum. Jakob Benediktsson, t Fróni, 1, II. RAUSN ÍSLENZKA RÍKISINS Enginn mun efast um, að dvöl erlends her- liðs á Islandi sé mönnum til mikils ama og óþæginda. Hins vegar er ljóst, að sumar stétt- ir manna hafa hagnazt á viðskiptunum við setuliðsríkin, og ríkissjóður hefur ekki farið varhluta af þeim ágóða. Þeir Islendingar, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.