Helgafell - 01.04.1944, Síða 122
104
HELGAFELL
og þar urðu til ýmis beztu lisaverk
tímabilsins.
í myndinni af heilögum Antóníusi
og Sánkti Páli, eftir Sassetta, málara í
Siena snemma á 15. öld, er náttúru-
stefnan ekki komin eins langt fram úr
verkum Duccios og augljóst mundi
á flórentískri mynd frá svipuSu skeiSi.
1 þessari mynd má þó sjá ýmislegt
eftirtektarvert, er bendir til þess, hvert
listin hneigist. Myndin túlkar söguna
af því, er Sánkti Páll fór aS leita ein-
setumannsins hins heilaga Antóníusar,
og ýmis ævintýri hans á leiSinni.
Uppi í horninu til vinstri sést Sánkti
Páll hefja ferS sína, í miSjunni mætir
hann kentár nokkrum, sem liSsinnir
honum, og allra fremst sést fagnaSar-
fundur hinna helgu manna, er þeir
faSmast svo innilega, aS viS liggur, aS
helgibaugarnir flækist saman.
Hér má sjá, aS listamaSurinn hefur
lært allmikiS um þaS, hvernig mála
skal innsýni, þótt fjarvíddartækni hans
sé enn aS ýmsu ábótavant um rétt
stærSarhlutföll. Hann notar trjáröSina
til þess aS leiSbeina augum áhorfand-
ans inn á baksviSiS, og augljóst er,
hversu mannamyndirnar minnka eftir
því sem fjær dregur. Hér er greinileg
framför til náttúrustefnu frá hinu slétta,
tvívíSa baksviSi í mynd Duccios.
Mannamyndirnar eru einnig orSnar
eSlilegri og hlutföll þeirra réttari.
En hér skal ekki rætt um áhrif nátt-
úrustefnunnar, heldur vikiS aS fegurS
myndarinnar sjálfrar, — andstæSum
ljóss og skugga, — hvernig skálínum
er skipaS á víxl, hvernig þríhyrning-
urinn, sem mannamyndirnar fremst
mynda, er efldur og endurtekinn í lög-
un hellismunnans og íjallsins í bak-
sýn. Þegar viS hverfum frá mynd
Sassetta, sem nánast er miSaldaverk,
aS mannsmynd eftir flórentíska málar-
ann Pollaiuolo, sem uppi var á síSari
hluta 15. aldar, erum viS komin í ab
gjörlega nýtt umhverfi. Antonio Pollai-
uolo var einn hinna miklu raunsæu
listamanna, sem gerSu Flórens 15. ald-
arinnar aS frernsta listasetri heimsins. 1
þessari mynd má sjá þróttmiklar lín-
ur og kraftakynngi í dráttlist málar-
ans: næstum kaldranalega krufn-
ingu veruleikans. Þarna sjáum viS af-
burSaljósa líkingu af þeirri tegund
menntavina, sem áttu mjög drjúgan
þátt í þróun endurreisnarlistarinnar, —
listelskan aSalsmann, gáfaSan og lærS-
an, en ef til vill grimman í'skapi.
A ofanverSri 15. öld beindist at-
hygli listamanna í Flórens, sem öSrum
slíkum menntasetrum á Italíu, aS dag-
fari manna í vaxandi mæli. Listamenn-
irnir höfSu nú lært til hlítar tækni
náttúrustefnunnar og hneigSust æ meir
til rannsóknar á ýmsum hlutum í dag-
legu umhverfi sínu. Kirkjan var enn
voldugasti verndari listanna og stór-
tækasti kaupandi listaverka. Flest viS-
fangsefni málaranna voru því trúar-
legs eSlis, en nú fylltust altaristöflurn-
ar af myndum samtíSarmanna, land-
lagsmyndum, sem minntu á sveitirnar
umhverfis Flórens, og einatt sáust þar
minjar um rómverska höggmynda- og
byggingarlist, sem báru vott um sívax-
andi áhuga á fornlistunum.
TilbeiÓsla vitringanna frá Austur-
löndum, eftir Botticelli, er öllu heldur
fjörleg og gáskafull hátíSaskrúSganga,
— af því tagi, sem einatt var efnt til
í Flórens á dögum Medicianna, — en
túlkun einlægrar trúar. Mannamynd-
irnar fremst eru allar af samtíSarmönn-
um málarans. Þeir höfSu ýmsir mik-
inn hug á aS láta sjá sig á altaristöfl-
um, sjálfsagt fremur af hégómagirni
en trúaráhuga. ListamaSurinn lætur
heillast af þúsundum smáatriSa á sviS-
inu, línum landslagsins, hestum og
búningum, og hann fyllir myndina af
þessu. ÞaS eru þessi aukaatriSi, sem
hrífa augaS, en guSsmóSirin meS barn-
ið, sem á að vera aSalmyndasamstæS-
an, þótt inn aS þeim liggi göng milli