Helgafell - 01.04.1944, Síða 124

Helgafell - 01.04.1944, Síða 124
106 HELGAFELL eru fullþroska, virðulegar, klassiskar að samræmi og einfaldleik og ljós- lega afmarkaðar. Há-endurreisnin átti sér skamman aldur, eins og flestar listastefnur, sem náð hafa fullþroska. Henni lauk með dauÖa Rafaels 1520. Það, sem eftir lifði 16. aldarinnar, ríkti á Italíu stíll sá, er ráðandi var til loka endurreisn- arinnar. Einkenni hans var fullkomnun þeirrar tækni, sem áunnizt hafði með margra alda tilraunum, en minna kvað að hugsjónum og innblæstri. 1 stíl þessum gerðu listamenn sér mest far um skreytingu og kunnáttu. Á sextándu öldinni barst ítalski endur- reisnarstíllinn til annarra landa Ev- rópn, og myndlistin varð alþjóðleg. Um öldina miðja verður skrautstíll ríkjandi. Þar ber mjög á flókinni niÖurskipun ílangra mannamynda á léreftsfletin- um. Myndirnar sjálfar eru færðar úr lagi á ísmeygilegan hátt og málaðar af nákvæmni, sem ber vott um aldaforna tamningu. Þetta var stíll síðari hluta endur- reisnartímabilsins, þess skeiðs, er tæknikunnáttan var lengst á leið kom- in, en hugsjónalindin svo þurausin, að listamennirnir skemmtu sér við að kanna skringibrögð og villigötur sinn- ar eigin listar. UPPHAF BAROKK-STÍLSINS Um þessar mundir voru þó ný öfl að verki um alla Evrópu, öfl, er síðar meir áttu að rySja annarri listastefnu brautina, — barokkstílnum. Á síðari hluta 16. aldarinnar var kaþólska kirkjan óðum að ná sér eftir reiÖar- slag siðaskiptanna og búast til mikill- ar gagnsóknar. BækistöS þessarar and- byltingar gegn siðaskiptunum var á Spáni, þar sem Ignatius Loyola og Jesúítar hans boÖuðu skilyrðislausa hlýðni við kirkjuna og herskáa ka- þólska trú, sem boÖuð skyldi af eld- móði. Andbyltingin gegn siSabótinni var tröllaukið átak af hálfu kaþólsku kirkj- unnar til þess að hverfa aftur að há- leitum hugsjónum, en hafna þeirri efn- is-, náttúru- og einstaklingshyggju, sem ráðiS hafði í heimspeki endur- reisnarinnar. Leiðtogum kirkjunnar var ljóst, hvílíkt áróðurstæki listin var til þess að koma boðskap þeirra á fram- færi, og byrjuðu óðar að færa sér hana í nyt í öllum afbrigðum hennar. Mikl- ar nýjar kirkjur voru reistar, tilkomu- mikil stórhýsi, með bogamynduÖum, breytilegum framhliðum og nosturs- legri höggmyndaskreytingu, er voru öll lifandi tákn hins nýja anda í trúar- brögÖunum. Af málurum var El Greco snjallasti túlkandi hinna dulrænu viðhorfa gagn- siÖabótarinnar. Hann dvaldist á Spáni frá 1576 til 1614. — Domenikos Theo- tokopolis, sem kunnastur er undir nafninu E1 Greco, var fæddur á Krít og hlaut fyrstu kynni sín af myndlist þar sem var síðborin tegund hins bý- sanska stíls. FullorSinsárin dvaldist hann á Italíu á síðara skeiði endurreisn- arinnar, og margt í stíl hans, sem virð- ast mætti hans eigin sköpun, er í raun- inni leitt af hinni skrautlegu rang- færslustefnu ítalskra málara á síðari hluta 16. aldar. En það var ekki fyrr en hann fór til Spánar 1576, að E1 Greco fann sjálfan sig. I þeim heim- kynnum dulrænnar, brennandi trúar, fékk hans eigin innfjálga dulúS notið sín. Hin skrautlega skekkjumyndlist ítalska skólans á síðari hluta endur- reisnartímabilsins fékk líf og lit í höndum hans. Menn þeir, sem hann málar, skinhoraðir og frá sér numdir, virðast tættir sundur af einhverri innri orku, er sé ofviða umbúðum holdsins. Sýn heilags Dómusíhusar er gott dæmi þess, hvert dálæti hann hefur á ósamstæðri skipun lína og flata, hvern- ig hann notar stríða liti og sterkar and- stæður ljóss og skugga til áherzlu því,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.