Helgafell - 01.04.1944, Side 142
116
HELGAFELL
þess fallnar að gæða þær lifandi anda
á leiksviði. Þá er eitthvað meira lífs-
mót á blessuninni henni Ásu gömlu,
með allar sínar hversdagslegu búsá-
hyggjur, eða þá Anitru, þessari ást-
gjörnu og ósviknu evudóttur. Jafnvel
Sú grænklædda er við fyrstu sýn —
þrátt fyrir allan fordæðuskapinn —
skemmtilega mennsk.
1 fyrri hluta Péturs Gauts, sem nær
yfir þrjá fyrstu þættina, kynnumst
við unglingnum á heimaslóðum hans.
Björkin glitrar í geislum sumarsólar-
innar, lækirnir niða og fiðlutónarnir
laða. Því næst er dulræna fjallasalar-
ins, öræfaflákar og snævi þaktir tind-
ar, haustkuldi undir uggvænlegu fargi
skógarins. Og að síðustu dánarstund
Ásu í fátæklegu stofunni hennar, eins
og lokastef í nornakviðu alls, sem
norskt er.
Þegar við kynnumst hinum virðulega
Sir Peter í upphafi annars hluta, eig-
um við í fyrstu dálítið erfitt með að
átta okkur á því, að þetta sé strákur-
inn, sem við þekktum í fyrri hlutan-
um. Hin kaldranalega lífsskoðun hans
kemur okkur ókunnuglega fyrir, og
þótt sagan um feril hans og frama sé
glæsileg, er hún engu að síður bitur
og nöturleg. Við könnumst ekki fylli-
lega við Pétur, fyrr en hann er aftur
kominn á norskt land jafn blásnauður
og í öndverðu. Við fyllumst samúð og
meðaumkvun, þegar við sjáum hugar-
stríð hans og skelfingu yfir glataðri
ævi. 1 öðrum hluta leiksins bregður
skáldið sjálft á leik. Bráðsnjallar, al-
þjóðlegar mannlýsingar, persónulegar
hnútur og sneiðar og svo, í miðjum
klíðum: Ræða prestsins, sem víkur
sögunni aftur til fyrri hlutans, þar sem
unglingspiltur heggur af sér vísifingur
hægri handar til að komast hjá her-
þjónustu. En þrátt fyrir allt er það
fyrri hlutinn, sem okkur þykir mest
um vert. Þar eru hinir föstu, skýru
drættir, hin mikla útsýn, hinn hress-
andi gustur — hluti af Noregi í spá-
mannlegri skáldsýn.
Það er eftirtektarvert, að oft hafa
ekki verið sýndir nema þrír fyrstu þætt-
irnir af Pétri Gaut. Björn Björnson hef-
ur til dæmis aldrei leikið annað en
unga Pétur. Leikritið er, jafnvel með
þessum venjulegu úrfellingum, mjög
langt til sýningar og erfitt á sviði.
Stöku sinnum hefur því verið skipt á
tvö kvöld og þá mjög fáu sleppt. Hlut-
verki Péturs hefur jafnvel verið skipt
milli tveggja leikenda, annar farið með
það í fyrri hlutanum, en hinn í þeim
síðari.
Það hefur alltaf . verið einhver
mesti óskadraumur ljóðrænna leik-
ara á Norðurlöndum að fá að leika
Pétur Gaut, enda er nafnaskráin
yfir þá, sem með hlutverkið hafa
farið, frá því er leikritið var fyrst
sýnt, 1876, hin glæsilegasta. Hinrik.
Klausen lék Pétur Gaut fyrstur
manna, síðan hafa leikið hann í
Noregi Björn Björnson, Halfdan Kris-
tensen, David Knudsen, Harald
Schwenzen, Karl Holter, Maurstad og
Hans Jakob Nilsen, svo að einungis
séu nefndir þeir kunnustu. I Konung-
lega leikhúsinu í Höfn hafa þeir Adam
Poulsen og Poul Reumert leikið Pétur,
og í Svíþjóð Anders de Wahl, í Drama-
tiska Teatern í Stokkhólmi.
Þegar tekið er tillit til þeirrar arf-
helgi, sem komin er á leiksýningar
Péturs Gauts, verður að játa, að mikið
var í ráðizt með því að taka leikinn
til sýningar á gamla sviðinu í Iðnó.
Ekki er ætlunin að setjast í leikdóm-
arasess; það eitt skal sagt, að sýningin
fór fram úr björtustu vonum. Það mun
vera gamall draumur, sem nú hefur
rætzt, og vissulega er það okkur Norð-
mönnum gleðiefni, að það skyldi vera
frú Gerd Grieg, sem leikstjórn var falin.
Hún gekk að þessu feikimikla vanda-