Helgafell - 01.04.1944, Page 147
BÓKMENNTIR
121
bókina sern sagnfræÖilega skáldsögu,
og á við með því, að hann hafi aðeins
fylgt sögulegum heimildum að þvíleyti,
sem slíkt samrýmdist lögmáli og til-
gangi verksins. Þetta á þó víst einkum
við um atburðaröðina, en að öðru leyti
mun heimildum fylgt nánar en marg-
ur hyggur, svo að óvarlegt kynni að
vera að gefa höfundinum sjálfum ein-
stök efnisatriði að sök, að órannsök-
uðu máli, þótt einhverjir teldu sér skylt
eða hagkvæmt að hneykslast á þeim.
Það lætur að líkindum, að svo mark-
vís og fjölkunnugur höfundur sem H.
K. L. velji sér ekki nýtt sögusvið út
í bláinn, af rælni eða fordild, enda dylst
glöggum lesanda naumast langt fram
eftir bókinni, hvað fyrir höfundi vakir
í megindráttum með því að seilast til
yrkisefnis úr lífi horfinna kynslóða og
kjósa einmitt til þess sögu Jóns Hregg-
viðssonar. (Um ævi Jóns og málarekst-
ur vísast til ágætrar ritgerðar í sept-
emberhefti Helgafells s. 1. ár, eftir
Jóharin Gunnar Ólafsson, núv. bæjar-
fógeta á Isafirði). — Lesandanum
verður ljóst, er á líður, að höf. hefur
færzt í fang hvorki meira né minna
en að skrifa táknræna skáldsögu um
lífsbaráttu þjóðar sinnar á umliðnum
öldum. Það leynir sér ekki, að
frá upphafi eru atvik og sögupersón-
ur með þeim hætti, að þar endurspegl-
ast hvarvetna þættir úr sögu og skap-
gerð þjóðarinnar, og um leið verður
fullskiljanlegt, hversvegna höf. hefur
ekki rígskorðað sig við ársetningar eða
fylgni manna og atburða samkvæmt
heimildum. Sögunni er ekki ætlað að
lýsa aldarfari sérstaks tímabils. Hún
rekur ævikjör og eðlisþætti íslenzku
þjóðarinnar í táknmyndum atburða og
umhverfis, frá skeiði, sem er sérstak-
lega vel fallið til yrkisefnis í þessum
tilgangi, auðugt að ljósum, samgildum
dæmum og jafnframt þeim þolraunum,
sem tóku til hins ýtrasta á lífsgildi ís-
lenzkra eiginleika. Til samningar slíkri
Islendingasögu hlaut höf. að leita til
liðinna tíma um fjarvíddir og tákn-
hæfa atburði. Af skáldsnilli sinni fer
hann með furðulegum hætti kringum
þann háska, að sagan verði keðja hálf-
dauðra mannsmóta- og líkingardæma,
allt er slíku lífi gætt, að ekkert skáld-
verk ársins er jafn blóðtengt og sam-
vita nánustu nútíð og einmitt þessi
saga, sem hefur að uppistöðu menn
og málefni fyrir 2—3 öldum.
Hér er efni og frásagnaraðferð, —
stíll bókarinnar í víðtækri merkingu,
— hvort öðru svo nákomið, að naum-
ast er ráðlegt að dvelja lengi við
efnishliðina án þess að vikið sé að
stílnum. Og þegar að honum kem-
ur, finnst mér sú tilgáta liggja nærri,
að höfundurinn hafi frá upphafi
gengið að verki sínu með tvíþættan
tilgang í huga. Það er vafalítið, að
öðrum þræði hefur vakað fyrir honum
að gera hér tilraun um nýja frásagnar-
aðferð, eða öllu heldur að vekja forn-
an sögustíl til samtíðarlífs. Orðaval
bókarinnar er að vísu nútímalegt, og
þó með nokkrum 17. aldar blæ, en
engum, sem athugar sjálfan Jrásagnar-
háttinn, dylst, hvar honum verðagreini-
legast fundnar frændsifjar. Það er stíll
fornsagnanna, Islendingasagna, for-
manna- og riddarasagna, sem hér hef-
ur verið endurvakinn og aðhæfður
tímabornu efni, á listrænan hátt og í
ákveðnum tilgangi. Lögmál þessa stíls
má ef til vill orða svo, í fæstum drátt-
um, að frásögnin miðist við það eitt,
sem sögumaður eða heimildarmenn
hans hefðu getaS heyrt og séð. Af
þessu leiðir, að búningur efnisins verð-
ur mjög aðskorinn, hugleiðingar höf-
undar frá eigin brjósti eða lagðar öðr-
um í brjóst eiga hér ekki heima, skap-
gerð og tilfinningalíf sögupersónanna
verður að ráða af orðum þeirra og at-
höfnum, lífskjör og landsháttu af ein-
stökum atburðum, náttúrutignun er
ofaukið. Hér er því fátt um þær ljóð-