Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 149

Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 149
BÓKMENNTIR 123 alls hins þjakaða mannlífs gegn kúg- un og ranglæti, þjóðleg og alþjóðleg í senn, eins og höfundinum sjálfum er manna ljósast, að er aðal mikilla bók- mennta. Ég geymi þér, og kannski okkur báð- um, að víkja síðar að persónugerðum sögunnar. En þó get ég ekki stillt mig um að spyrja þig nú þegar, hvort þú minnist göfugri og glæsilegri söguper- sónu í íslenzkum skáldmenntum en Arnas Arnæusar, eða annarrar fegurri ástarsögu en hans og hins ljósa mans með álfakroppinn mjóa í Islandsklukk- unni ? Bókarlokin, þegar Jón Hreggviðsson stendur á torginu nýsloppinn úr dýfl- issunni, eru meðal hinna fáu atriða í sögunni, sem eru ljóðræn í sniðum, en engu að síður samræm stíl sögunnar. Og í rauninni er hinn umsvifalausi sann- fræðistíll, sem höfundurinn hefur end- urvakið í Islandsklukkunni, náskyld- ur ljóðinu um eðli og gerð, þegar á honum er haldið af snilli. Stutt, leiftr- andi tilsvör' og einstakar hnitmiðaðar, tvíhverfar setningar, sem bregða ó- væntri birtu yfir atburði og örlagaþætti frásagnarinnar, eru einmitt ljóðbornar að anda og áhrifum, og þess eðlis er allt straumlag sögunnar undir niðri, enda þótt höfundurinn hafi, með vali stílsins, afsalað sér flestu afþeimvenju- lega umbúnaði, sem að slíkum árangri miðar. Að sjálfsögðu verður ekki fullyrt, að höfundinum kunni aldrei að skeika frá tilætlun um hina vandasömu með- ferð stíls og máls, en um málfar sög- unnar skyldu lesendur jafnan vera minnugir þeirrar bendingar höfundar- ins sjálfs, að hún sé ekki tilraun til aldarfarslýsingar. Því bindur hann sig hvorki við orðfæri 17. aldar né tungu- tak hinnar tuttugustu, heldur samræm- ir hvorttveggja, í nokkuð misjöfnum hlutföllum, eftir því sem hann telur við hæfi efnisins. Notkun bóklegs nú- tímamáls í tilsvari eins og þessu : Vett- vangur dagsins er ekki minn staður, getur orkað tvímælis, en hefði latínu- glósa eða kansellístíll látið trúlegar í eyrum okkar af munni hinnar yndis- legu nótintátu, Snæfríðar lögmanns- dóttur, sem jafnvís hefði verið til þess að gera sér upp sína eigin tilgerð suð- ur á Egyptalandi fyrir 4000 árum og á Borginni í gær ? Hérna hefur aðeins verið drepið lauslega á helztu sérkennin í gerð þess- arar stórbrotnu skáldsögu og nokkur einstök atriði til skýringar, en ekki rakinn efnisþráður hennar, og lítil sem engin tilraun gerð til að lýsa innra lífi hennar og táknheimi. Til slíks hrekk- ur allt annað skammt en bókin sjálf og vilji lesendanna til skilnings. Þó vænti ég, að við eigum eftir að gera sjálfum okkur og öðrum nokkru ljós- ari grein fyrir henni og höfundi henn- ar í þessum bréfum. En áður en ég hverf að öðru, vil ég bæta ofurlítilli skýringu við. Ég gat þess áður, að ég teldi líklegt, að sú nýbreytni um stíl- far, sem hér hefur gefið svo glæsilega raun, ætti að geta orðið öðrum höfund- um til fyrirmyndar. I fljótu bragði mætti virðast óvarlegt að gefa ungum höfundum slíka ávísun. En sé litið svo á, að í eðli sínu sé sá frásagnarháttur, sem H. K. L. hefur hér tekið upp, elzta og óbrotgjarnasta sameign íslenzku þjóðarinnar, önnur en orðaforði tung- unnar, leiðir af sjálfu sér, að aðferðin er öllum frjáls, og ætti að öllu sjálf- ráðu að eiga í okkur djúprætt erfða- ítök. Alvarleg viðleitni ti.l að segja sögu á þennan hátt, jafnvel þótt árang- urinn verði ekki lífvænlegt listaverk, hefur það sér til ágætis, að frásagnar- aðferðin hlýtur að knýja hvern höfund til sjálfsaga og temja honum að spara sér fremur orð en hugsanir í rithætti. Slík þjálfun væri ekki lítils virði, eins og nú horfir um ritleikni alls þorra manna, lærðra sem leikra, hér á landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.