Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 152

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 152
126 HELGAFELL efni höfundar og tilgang hans með bókinni. Sagan hljóti að falla og standa með því, hversu honum takist að gera sögufólk og atvik sennileg frá því einhæfa ,,sálkönnunar“-sjónar- miði, sem hann hafi kosið sér. Sé fall- izt á þessa skoðun, og dómur lagður á bókina samkvæmt henni, hlýtur hann að verða á þá leið, þótt hér sé ekki rúm til rökstuðnings, að ,,sálkönnun- in“ sé harla einhliða og grunnfær í senn, enda hefði höf. þá óheppilega margar sálir í takinu í einu. Bókin er að vísu mjög kynósa (sbr. danósa hjá Sigurði meistara á Akureyri) og að mestu utanveltu við venjulegt sveitalíf, svo að það er alls ekki að tilefnislausu, þótt margir hallist að þeirri skoðun, að hún eigi að vera ,,sálfræðileg“ skáld- saga fyrst og fremst, þar sem allt sé túlkað samkvæmt þeirri kenningu, að kynhvötin sé innsti og ríkasti aflvak- inn í mannlegu eðli. Mér finnst þó, að hægt sé að líta nokkuð öðrum skiln- ingi á tilgang höfundarins. Höf. gœti, a. m. k. öðrum þræði, verið að lýsa ákveðnu samfélagsfyr- irbrigði á óbeinan hátt. Ymislegt bendir til þess, að svo megi skilja söguna. Hún virðist vera upphaf að sagnabálki, sem gerist á miklum breytingatímum í lífi þjóðarinnar. Vel má líta svo á, að hún sé í jafn ríkum mæli upplausn- arsaga lítils samfélags, heimilisins á Fossi, sem tilraun til sálgrennslunar á mörgum einstaklingum, og í rauninni virðist fátt liggja nær, þegar valið er til skáldlegrar meðferðar íslenzkt sveita- heimili um síðustu aldamót, en að höf- undinum sé hugstætt, að um það leyti er upplausn hinna fornu heimilishátta í sveitum landsins einmitt að hefjast. Því þarf alls ekki að vera fjarri sanni, að hér sé verið að segja sögu hins gamla gróna sveitaheimilis, ,,ríkisins í ríkinu“, á þeim tímamótum, er það tók að riða við straumhvörf nýrrar ald- ar. En höf. kýs þó ekki að reka orsakir hnignunarinnar eins og þær voru í raun og veru. Hann býr þær í annað gervi og gerir þeim skil á afmörkuðu sviði, þar sem hann telur sig öllum hnútum kunnugri og kann ef-til vill betur við sig en á vettvangi almennra þjóðlífs- hræringa. Hann lætur los aldarfarsins í atvinnu- og félagsmálum endurspegl- as.t í hinu margvíxlaða og brenglaða ástalífi fólksins á Fossi og freistar um leið að afhjúpa þjóðlega blekkingu, goðsögn nútímans um hið trausta, far- sæla og sjálfu-sér-nægja sveitaheimili, fyrir atvinnubyltinguna við sjávarsíð- una. Höfundurinn lyftir lokinu af töfraeskinu og segir á sínú táknmáli: Svona var það nú oft og einatt, hið gamla góða, farsæla og örugga sveita- heimili, þar sem ykkur er sagt, að hver bóndi hafi verið konungur trúrra og glaðra þegna í sínu litla ríki! Þarna sjáið þið að vísu gott og mannlegt fólk, en flest meira eða minna ógæfu- samt, og stundum spillt, í skugga hjá- trúar, ófrelsis, menningarskorts og ein- angrunar. Innan þessa litla ríkis hafði hver maður og kona sinn djöful að draga engu síður en nú, nema fremur væri, rotið hjúskaparlíf, bældar hvat- ir, hæfileika, sem afskræmdust í átt- hagafjötrum. Gamla góða íslenzka sveitaheimilið var ekki eins gott og af er látið, það hlaut að hverfa úr sög- unni, og við skulum ekki harma það. Þessi ritskýring er að vísu tilgáta, en þó er ég viss um, að hún hvarflar ósjálfrátt að mörgum lesanda í bili, hvort sem honum helzt á þeim skiln- ingi eða ekki. Sé sagan skilin á þenn- an hátt, verður ástæðuminna en ella að setja út á sum vinnubrögð höfund- ar; aðfinnslur um lausatök á sálarlífs- lýsingum einstaklinga eiga ekki jafn- mikinn rétt á sér, tákngildi Nátttrölls- ins verður skiljanlegra. Hinsvegar getur þessi skilningur ekki leyst höf. undan þeim dómi, að sum atriði sög- unnar séu með meiri ólíkindum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.