Helgafell - 01.04.1944, Síða 158

Helgafell - 01.04.1944, Síða 158
132 HELGAFELL hvers ytra aðhalds, en þess gætti einmitt sér- staklega í opinberu lífi á þeim árum, er bókin var skrifuð. Oðrum þræði gerir skáldkonan sér far um að koma að löngum, og stundum þreyt- andi, rökræðum um eðli og tilgang skáldskapar, þar sem ekki leynir sér, að sjálf hallast hún að öðrum skilningi á hlutverki rithöfundar en hún treystist til að láta koma fram í atburðarás sög- unnar. Vonandi nær hún betri árangri, er sá skilningur fær að njóta sín. Smásögur og ævintýri Svanhildar Þorsteins- dóttur, ÁLFASLÓÐIR, bjóða af sér góðan þokka; þar gætir hreinlætis og hófsemi í bún- ingi, en ástríðumagni skáldlegrar köllunar að baki sögunum virðist einnig í hóf stillt. Vafa- laust má þó búast við mætayel gerðum smá- sögum- frá Svanhildi, þegar hún hefur gert sér ljósari grein fyrir byggingarlögmálum þeirra, og til þess ber ekki að vantreysta henni. Hún ætti t. d. að gæta þess betur eftirleiðis að fleyga ekki frásögnina til lýta með upprifjun liðinna atburða, og henni þarf að lærast að vanda betur til söguloka en henni virðist sýnt um ennþá. Niðurlag sögunnar l morgunsól og nokkrar síðustu málsgreinarnar í sögunni A flugvellinum eru skýr dæmi þess, að skáldkon- unni hafa ekki ávallt verið hugstæð þau sann- indi, að í skáldskap, og þá ekki sízt smásög- um, er allt, sem án má vera, frá hinum vonda, hversu velmeint og dagsatt sem það er í eðli sínu. — Aldarandinn er víst fremur óhagstæður ævintýraskáldskap, og virðist sá hluti bókarinnar hafa goldið þess nokkuð samkvæmt stillilögmál- inu. Skáldsaga Oddnýjar GuÓmundsdóttur, SVO SKAL BÖL BÆTA. er frumsmíð, en venju fremur laus við ýmsar byrjendaveilur, einnig þær, sem benda stundum til þess, að hinum unga höfundi sé meira niðri fyrir en lítt þjálf- aðir hæfileikar ná að túlka með æskilegum á- rangri. Ég held, að nokkuð sé til í því, sem einhver sagði við mig um bókina, að hún væri ískyggilega laus við skemmtilega galla. Hér eru engin gönuskeið, frásögnin raunsæ og greindar- leg, en jafnframt yfir henni eitthvert litleysi eða grámóska. Ungum höfundum hættir oft til þess að vera of samhuga söguhetjum sínum, en hér virðir skáldkonan þær fyrir sér úr nokkr„ um fjarska, af svo eindregnu hlutleysi, að les- andanum finnst einatt þetta fólk koma sér of lítið við til þess að láta sig örlög þess miklu skipta. Það er fulllítið um frásagnargleði í bók- inni, til þess að lesandinn verði var þeirrar skáldhrifningar og hlutdeildar, sem jafnvel gáf- aðir höfundar mega ekki án vera. Mér finnst ekki fullséð af þessari bók, hvort hér er efni- legt sagnaskáld á ferðinni eða ekki, en ég þyk- ist viss um, að Oddný Guðmundsdóttir gæti orðið mjög liðtækur höfundur á öðrum sviðum, þar sem næg verkefni og engu óvirðulegri en miðlungsskáldskapur bíða gáfaðra og ritfærra manna og kvenna. Þegar ég kynntist Steindóri Sigurðssyni fyrir rúmum tuttugu árum, hafði hann borið skáld- nafn um skeið í hópi félaga sinna, og hélzt á því á því síðan, þótt naumast væru óvéfengjanlegar skjallegar heimildir fyrir þeirri nafnbót framan af og ferill hans gæfi ástæðu til að kenna hann við fleiri sýslanir og hugðarefni á öðrum sviðum en almennt gerist. Þeir, sem kynntust Ijóðabók- um hans, Skóhljóðum (1930) og Söngvum og kvœftum (1937) munu þó hafa sannfærzt um, að annars væri honum fremur varnað en hæfi- leika, til þess að verða hlutgengur á skálda- þingi. Auk kveðskapar síns hafði Steindór um langt skeið stundað ritstörf af ýmsu tagi, sem fremur voru miðuð við líðandi stund en lang- lífi í heimi bókmenntanna; þannig mun naum- ast nokkur Islendingur fyrr né síðar hafa gerzt ritstjóri jafn margra (og skammlífra) blaða og tímarita, og leynilögreglusögur skrifaði hann undir dulnefni. Sumarið 1941 vann hann til hausts að vegagerð fyrir ríkið vestur í Snæ- fellsnessýslu og kom þaðan til Reykjavíkur með handrit að nýrri ljóðabók. Hún kom út hjá Víkingsútgáfunni þá fyrir jólin, undir nafninu Við lifum eitt sumar. Sum kvæðanna voru brotakennd eins og áður, hin heilsteyptari und- ir áhrifum frá Einari Benediktssyni, en yfir- leitt sýndi bókin vaxandi festu í vinnubrögðum og bar vitni um, að höfundur hennar átti enn þann skáldhæfileika að geta hrifizt, hvenær sem lífið lét vel að honum eða sýndi honum vinsamlegt hlutleysi. En nú dró til einna umskiptanna enn í lífi Steindórs: læknisskoðun vorið eftir leiddi í Ijós, að hann hafði berkla í lungum og hlaut að dveljast á heilsuhæli um óákveðinn tíma. Á. s. 1. hausti kom út sögusafnið MEÐAL MANNA OG DYRA eftir Steindór Sigurðsson, er þá hafði verið um skeið sjúklingur á Kristneshæli. Þrátt fyrir óvissar batahorfur hafði honum hlotnazt þar meira öryggi og betri skilyrði til ritstarfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.