Helgafell - 01.04.1944, Síða 160
134
HELGAFELL
Oddborgari
og snillingur.
ÞRETTÁNDA BINDI af Safni Fræðafélags-
ins er nú komið út og hefur að geyma fyrri
hluta bréfa Bjarna Thorarensens, í útgáfu Jóns
prófessors Helgasonar. Bréfunum er raðað eftir
móttakendum, og eru í þessu bindi bréf til
Gríms amtmanns Jónssonar og Finns prófessors
Magnússonar. Bréfunum fylgja athugasemdir
sem eru til fyrirmyndar, stuttar og gagnorðar
en þó ýtarlegar.
í þessum bréfum sínum kemur Bjarni til dyra
í hversdagsklæðum; þau eru hvorki vönduð að
máli né stíl, enda hefur hinn umsvifamikli dóm-
ari og amtmaður þótzt hafa öðru þarfara að
sinna en að snurfusa bréf sín til vina og kunn-
ingja. Auk þess kvartar Bjarni um að óbundið
mál leiki sér ekki vel í penna, ,,mér er ecki sú
lyst lént að skrifa fallega**, ritar hann Finni
Magnússyni, og kann það satt að vera. En gildi
þessara bréfa liggur í því að þau sýna afstöðu
Bjarna til daglegra viðburða og vandamála og
hug hans til þeirra manna sem hann hafði sam-
an við að sælda, auk þess sem þau geyma
margvíslegan fróðleik um samtíð sína og sögu
íslands á fyrri hluta 19. aldar. Verður fæst af
þessu tínt til hér.
Bjarni settist að í Reykjavík 1811 eftir Hafn-
arvist sína. Ári síðar skrifar hann Grími fyrsta
bréf sitt, og skrifuðust þeir síðan á meðan báð-
ir lifðu. Kemur það strax fram í fyrsta bréfi
Bjarna, að honum fellur vistin í Reykjavík ekki
vel: ,,Uppihald hér í þessari Tíd, helst í Reikia-
vík er óþægilegt hvörium Manni sem elskar
Födurland sitt“. Óbeit sinni á Reykjavík hélt
Bjarni alla ævi. Spratt hún af því, að honum
fannst lausung mikil í bæjarlífinu: ,,á Sudur-
landi eitrar Reikiavík og Gullbringu sýsla allt,
þángad flyckiast Letíngiar Lausamenn og Fant-
ar, allt giptist sem giptast vill &c.“, en ekki
stafaði hún þó síður af hinu, að Reykjavík var
aðsetur danskra kaupmanna og embættismanna,
en hvorug þeirra stétta var Bjarna að skapi.
Fannst honum það ..Daarekiste Idé“ að embætt-
ismenn á Islandi væru danskir og leiðir að því
ýms rök. Ekki er trú hans á íslendingum þó
meiri en svo, að honum finnst stiftamtmaður
eiga að vera danskur, ,,því í þeirri Stödu mun
traudlega nockrum Islending vært“. Enda þótt
Bjarni beri hag íslands mjög fyrir brjósti og
vilji ekki láta Dani ganga á hlut landa sinna,
vakir sjálfstæði landsins ekki fyrir honum
frekar en öðrum samtíðarmönnum hans, og ást
hans á Danakóngi, Friðrik 6., er furðuleg. Tal-
ar hann mjög blíðlega um kóng, kallar hann
,,Vor kiære gamle Papa“ og sver og sárt við
leggur oftar en einu sinni að hann elski hann
af hjarta! Það var því næsta hlálegt að einmitt
Bjarni skyldi verða fyrir þeirri ákomu, að sá
orðrómur barst út um hann, að hann hefði
fyllt Friðrik prins (síðar Friðrik 7.) og komið
honum til að þúa sig! Eru það býsna brosleg
bréf, sem Bjarni skrifar út af þessum orðrómi.
I bréfum Bjarna til Gríms Jónssonar ber mest
á hinum stranga og áhugasama embættismanni,
enda voru þeir starfsfélagar. Kemur þar víða
fram, að Bjarni vill hafa harða stjórn og þving-
anir til að halda alþýðunni í skefjum. Alger
undirgefni „maa finde Sted í Tyendi Klassen
og blandt de mindre dannede Mennesker som
Bolværk for den nödvendige og rettferdige Lyd-
ighed“. Þó getur hann ekki hugsað sjálfum
sér að búa við slíkt og kveðst geta fundið til
með almúganum: ,Jeg har tit blevet lidt blöd
om Hiertet naar jeg haar seet en talentfuld
Almuesmand böje sig for mig, thi jeg har fölt
at jeg havde kun Lykken at takke for min
Overvægt**. Samt verður það að teljast meir en
vafasamt að Bjarna hafi hætt til að verða ,,lidt
blöd om Hiertet** þegar hjú eða einkum lausa-
fólk átti í hlut, því að þann hluta þjóðarinnar
lagði hann mikla fæð á. Hann ofsótti lausa-
menn látlaust og hældist af: ,,Lausamenn hefi
eg uppgrafid 50 í þeirra Fylsnum og komið
mörgum af þeiní í Klær Justitiæ'*. Virðist
Bjarni hafa haft þá skoðun, að ekkert gæti
haldið mannfólkinu í skefjum annað en þving-
anir, strangar refsingar og illæri. Um vinnu-
hjúin segir hann: ,,i Husstanden er der et
slemt Anarkie som kun Uaar kunne raade Bod
paa“, og þegar Friðrik og Agnes eru dæmd
til dauða fyrir morðið á Natani Ketilssyni kveðst
hann óska þess að þau verði ekki náðuð, því
að ,,det var ekki af Vejen om Folk í Hune-
vands Syssel engang saae Justitien i sin ræd«
some Skikkelse“. Eins og vænta má finna skír-
lífisbrot ekki náð fyrir augum Bjarna og hann
fyllist mikilli og heilagri reiði þegar Magnús
Stephensen lýsir yfir því að tala hórsekra árið
1827 sé 14, í stað þess að hún hafi réttilega
verið 51 ! Bjarni telur fjarstæðu að leyfa eigna-
lausu fólki að gifta sig. Um það segir hann:
,,Nú er komid fallegt uppúr Kafi . . . ad hvör
má í Islandi giptast sem vill þó eckért Jardnædi