Helgafell - 01.04.1944, Qupperneq 171
ERLENDAR BOKAFREGNIR
Túlkun íslenzkrar
ljóðlistar.
Ruth Dzulko: STUDIEN ZUR IS-
LÁNDISCHEN LYRIK DER GE-
GENWART. Breslau 1941.
Nútímabókmenntir vorar verða erlendum
fræðimönnum svo sjaldan viðfangsefni, að við-
burður má heita, ef bók kemur út um þau mál.
En hér er um að ræða doktorsritgerð þýzkrar
stúlku, sem m. a. hefur stundað nám tvö miss-
eri við Háskóla Islands. Mun mörgum leika
hugur á að vita, hvernig yngstu ljóðskáld vor
eru túlkuð fyrir erlendri þjóð. Á sinn hátt er
ritgerð þessi athyglisverð.
Fyrsti hluti bókarinnar gefur yfirlit yfir ís-
lenzka ljóðlist á 19. og 20. öld. Hér á ,,að sýna
einkenni hinnar íslenzku þjóðsálar og hefðina í
ljóðagerð Islendinga“ (bls. 3). Yfirlit þetta fer
mjög fljótt yfir sögu, og með því að höf. lætur
sér umhugað um að telja upp hvert skáld frá
Bjarna Thorarensen til Stephans G. Stephans-
sonar og Guðmundar Friðjónssonar, verður lít-
ið rúm eftir til að gera grein fyrir sálrænum
einkennum Islendinga og þróun skáldskaparins.
Ekki er samt alþýðuskáldskaparins getið, en
Guðmundur Friðjónsson sýndur með því að bera
hann saman við Einar Benediktsson. Það er ís-
lendingum kunnara en frá þurfi að segja, að
fátt er sambærilegt með þessum tveim skáldum.
Guðmundur er sjálfmenntaður bóndi og hefur
lengstum búið við mikið strit og þröngan kost.
Einar aftur á móti er eitt hið víðförulasta og há-
menntaðasta ljóðskáld, sem vér eigum. Að sama
skapi er skáldskapur þeirra gagnólíkur. Það
virðist því ekki nærtækt um samanburðinn. Ekki
gerir höf. samt grein fyrir tilgangi hans. Hefði
hún aftur á móti litið á Guðmund Friðjónsson
sem alþýðuskáld og merkilegan fulltrúa íslenzkr-
ar alþýðumenningar, myndi mat hennar á hon-
um hafa orðið réttmætara og frjórra. Einmitt
í alþýðukveðskapnum birtist mikilvæg einkenni
íslenzks sálarlífs. í stað þess að bora í slíkar
mergholur lætur höf. sér stundum nægja mög-
ur slagorð. Þannig á ,,Grundzug islándischer
HELGAFELL 1944
Wesenheit“ að vera hið ,,eigentíimlich Natio-
nale“, eins og fagurfræðin einkenni Dani, sið-
fræðin Svía og heilabrotin (Problematik) Norð-
menn (bls. 9). Slík slagorð ná aldrei til kjarn-
ans. En þess ber þó hér að gæta, að yfirlit
þetta er mjög stutt. Tilgangur þess er fyrst og
fremst sá, að opna skilningi lesandans leið til
yngstu skáldanna. Gildi hans er undir því kom-
ið, hvernig þetta tekst.
Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson,
Guðmundur Böðvarsson og Stefán frá Hvítadal
eru skáldin, sem höf. tekur til meðferðar. En
Davíð situr þó í öndvegi, aðalefni bókarinnar
eru ljóð hans. Eftir honum eru hin skáldin
dæmd, en verða að öðru leyti að sitja á hakan-
um. Ljóð Davíðs greinast [ 6 flokka, eftir því
hvort náttúran, ástin, heimsskoðunin, félags-
málin, stjórnmálin eða þjóðtrúin verða honum
að yrkisefni. Ut frá þessu sjónarmiði á höf.
auðvelt með að rekja ýmsa þætti í skáldskap
Davíðs, en sums staðar virðist þessi skipting þó
ekki laus við þvingun, t. d. þegar skáldið er
lofað sem hinn ákveðni umbótamaður í stjórn-
málum og sem boðberi nýrrar trúar og nýs sið-
gæðis með íslendingum. Höf. hefur óljóst hug-
boð um, að ekki muni allir íslendingar gjalda
þessari skoðun samþykki sitt, en það haggar
ekki þeirri sannfæringu hennar, að Davíð berj-
ist hinni góðu baráttu gegn stjórnarvöldum, ,,sem
ekki eiga lengur rætur sínar í íslenzku þjóð-
erni“ (bls. 80). Hrifni hennar af Davíð er tak-
markalaus og léttir henni skilning á ljóðum
hans, en villir henni jafnframt sýn, þegar um
miður heppnuð kvæði er að ræða. T. d. telur
hún ,,Vorboðann“, þar sem konan minnir skáld-
ið á ,,stygga fjallafola og feita sauðahjörð“, og
,,Dalakofann“ til beztu afreka Davíðs (,,ein
leuchtendes Band von Liebe und Natur“,
..prachtvolle Strophen seiner Liebeslyrik“ (bls.
54—55). íslendingar vita, að Davíð hefur oft
tekizt betur. Ungfrú Dzulko skoðar hvert verk
hans aðeins í ljósi hrifni sinnar. í skáldskap
hans ,,hljóma í senn dansandi léttleiki, skugga-
legt þunglyndi, bitur hæðnishlátur og sönn auð-
mýkt, barnslegt traust og innileiki, en í þennan
10