Helgafell - 01.04.1944, Page 177

Helgafell - 01.04.1944, Page 177
LÉTTARA HJAL 151 tungu alþckkt orðin af hinni cftirminnilegu grein, sem hann skrifaði í brezka blaðið The Spectator á sínum tíma. Var það almennt álit dómbærra manna, að hún hefði að enskri málsnilld hvergi staðið að baki greinum þeim, sem annar Islandsvinur, hr. Gottfredsen, skrif- aði í brezk blöð nokkru síðar. En þótt ég hafi að sjálfsögðu gert mér far um að haga orðum mínum um bókmennta- viðleitni Snæbjarnar Jónssonar mjög hógvær- lega, þá minnist ég þess samt, að skömmu eftir útkomu umrædds heftis af Helgafelli, kom til mín vinur minn einn, sem er þekktur læknir hér í bænum, og leiddi talið að ummæl- um mínum um Snæbjörn Jónsson. Taldi hann þau. eins og vænta mátti, sanngjörn í alla staði og raunar miklu hófsamlegri en þau hefðu átt að vera, undir eðlilegum kringumstæðum. ,,En það er ekki fallega gert, að reyta Snæ- björn til reiði“, bætti hann við. „Þú átt alls ekki víst, að hann þoli það, og þctta ættir þú sjálfur að geta séð, ef þú virðir hann fyrir þér“. Nú hafði ég að vísu oft horft á Snæbjörn Jóns- son mér til skemmtunar, eins og fleiri hafa gert, en jafnvel þó að mér hafi ávallt verið það ljóst, að margur sá afkáraskapur í fasi manna og framkomu. sem aðrir henda gaman að og skopast að, sé aðeins ytra borðið á óþekktum harmleik, sem Iífið hefur, að því er virðist. sett óhönduglega á svið, þá hafði mér samt aldrei hugkvæmzt, að ég hefði slíkum skyld- um að gegna gagnvart heilsufari þessa manns, að mér væri ekki leyfilegt að Ieiðbeina hon- um eftir beztu getu eða veita honum þær á- minningar, sem ætla mætti, að gætu komið honum að nokkru haldi. En nú vissi ég, eftir viðtal mitt og læknisins, að þessu gat verið öðruvísi farið, og það er vegna vankunnáttu minnar í vísindalegum sérheitum læknisfræð- innar, að ég treysti mér ekki til að rekja skýr- ingar hans á því, hversvegna „slíkum mönn- um beri að forða frá öllum geðshræringum“. Ég minnist þó ekki þessarar ályktunar læknis- ins aðeins fyrir þá sök að mér fannst hún mjög skiljanleg og eðlileg, heldur rifjaði hún einnig upp fyrir mér atvik frá því fyrir fá- urn árum. Þá stóð til að fá þekktan gaman- lcikara til að taka á sig gerfi Snæbjarnar Jóns- sonar í skopleik nokkrum, sem seinna var sýndur hér í bænum við mikla aðsókn. En leikarinn tók þessu víðsfjarri og beitti fyrir sig rökum, sem enginn þeirra, er hlut áttu að máli, treysti sér til að andmæla: „Ef ég á að haga mér eins og Snæbjörn Jónsson, verð ég búinn að fá heilahristing áður en þættinum er lokið“. Vissulega er þetta mjög lærdómsríkt. Það bendir í fyrsta lagi til þess, sem raunar er áður vitað, að hugsæi (intuition) gctur stundum í skjótri svipan leitt þann, serri slíkri gáfu er gæddur, til niðurstöðu, sem visindin hafa þurft Iangan tíma til að átta sig á, og í annan stað kennir það oss að fara varlega í skiptum vorum við aðrar mannssálir, einkum þær, sem ætla má að hafj verið vangæfar frá náttúr- unnar hendi eða eru orðnar það fyrir einhvern misgáning atvikanna. Sérstaklega hvílir sú skylda á þeim, sem skrifa í blöð og tímarit og cinatt verða að beita nokkurri gagnrýni, ef þeir eiga ekki að bregðast hlutverki sínu. Nú sé ég t. d. að þau fáu orð, sem ég af góð- vild minni og ræktarsemi til Snæbjarnar Jóns- sonar, skrifaði um hann á sínum tíma, hafa haft mjög óholl áhrif á hann og stappað stáli í ýmsar slæmar hvatir, sem lionum hefði ef til vill með tíð og tíma tekizt að yfirvinna, ef utanaðkomandi orsakir hefðu ekki gerzt til að espa þær upp. Og hvað veit ég enn- fremur um þær afleiðingar, sem þessi klausa mín kann að hafa haft fyrir einkalíf hans og atvinnurekstur, sölu á enskum bókum. sál- arrannsóknir og skjalaþýðingar? Og veit ég nokkuð um, hversu Iangan tíma það kann að taka hann að ná sér aftur og komast til þeirr- ar heilsu, sem vera má, að hann hafi áður haft? ASgát skal höfð í nærveru sálar, segir Einar Benediktsson. DœmiS ekki, svo að þér verðið ekki dœmdir, stendur í gamalli ritningu. Harrn- ar mannanna eru marg- víslegir og eiga sér tíð- um orsakir, sem líggja ekki í augum uppi. Þessvegna skyldu menn varast að áfella Snæbjörn Jónsson fyrir að hafa látið sér verða það á að skrifa ritgerð í EimreiSina, sem væntanlega gerir mönnum AÐGÁTI NÆRVERU SÁLAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.