Helgafell - 01.04.1944, Síða 181

Helgafell - 01.04.1944, Síða 181
UNDIR SKILNINGSTRÉNU 155 ÞARF EKKI AÐ VERA STÓR Viljum kaupa lítinn peningaskáp. Sjálfstæðis- flokkurinn. — Augl. í MBL 31/3. SKYLDI ÞEIM EKKI BREGÐA VIÐ? I héruðum þeim, sem innrásarher nazista hefur verið hrakinn brott úr, vinnur sovétstjórn- in að því að koma á lögleysi því og ofbeldi, sem stjórnarstefnu hennar er samfara. — ALÞBL. 9/5, í þýddri grein úr New Leader. LÍF, STARF OG HREYFING Verkaðar rauðsprettur liggja á eldhúsbekkn- um. Á borðinu í stofunni liggur hálfsaumuð kápa, og í vagni á eldhúsgólfinu hjalar lítil stúlka ... 16 ára drengur er að þvo sér við eld- húsvaskinn og stúlka á svipuðum aldri er að týgja sig til að fara út. Húsbóndinn situr inni í stofu og les í blaði. Hér er líf, starf og hreyf- ing. Það er eins og íbúðin sé að springa utan af þessari kröftugu fjölskyldu. — ÞJÓÐV. 23/4. NÝTT TUNGUMÁL Þessi bók hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð . . . og innan skamms mun hún koma út á svissnesku. — ALÞBL. 16/5. HVERNIG VAR ÞETTA Á HREINNI DÖNSKU? Reynsla Dana og íslendinga . . . ætti að hafa kennt okkur, að bönd geta ekki hnýtt þjóðir saman. Fyrst þegar búið er að skera böndin í burtu, verða bönd gagnkvæms skilnings og sam- starfs hnýtt. — MGBL 10/5, haft eftir Christmas Möller. ANDLÁTSORÐ BÓNDANS Við höfum hoppað upp í loftið . . . En hver og einn getur sannprófað það, að ef hann stekkur t. d. einn metra upp í loftið, þá fer hann nákvæmlega jafn langa leið niður aftur. — BÓNDINN 14/4. MÓÐURMÁLSLAUSIR FÖÐURLANDSVINIR Það má um þessa ályktun segja, að áður fyr heyrðist annar tónn frá íslenzkum stúdentum í Höfn. Hitt er svo ljóst, að þeir Islendingar, sem nú dvelja í Kaupmannahöfn, búa við þau skilyrði, að þeir hafa enga getu til þess að afla sér frjálsa yfirsýn mála, eða að minnsta kosti alls kostar takmarkaða möguleika til þess að tjá sig opinberlega um þau. — MGBL 22/5. FRÓN tekur upp þessa klausu og segir um hana m. a.: Þá fer nú skörin að færast upp í bekkinn, þegar snúa verður íslenzkum sjálfstæðisgrein- um á dönsku svo að þær skiljist. HONUM LÍZT VEL Á BLIKUNA Það er íslenzku þjóðinni aukið gleðiefni, að um svipað leyti sem endurstofnun lýðveldisins á Íslandi er undirbúin og framkvæmd, er ný morgunblika á lofti í veröldinni . . .— VIL- HJÁLMUR ÞÓR, utanríkisráðherra, í ræðu fyr- ir minni erlendra gesta í hófi ríkisstjórnarinn- ar 18. júní (Tíminn 23/6). HÖRGULL Á BANKASTJÓRUM ? Selfossi, 20. júní 1944. Dr. Helgi Péturss heldur því fram, að L. Kaaber bankastjóri sé enn á lífi. Dr. Helgi ósk- ar mjög eindregið, að um þetta fari fram rann- sókn, og efast hann ekki um, að rannsóknin leiði í ljós, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Dr. Helgi hefur fyrir afburða skarpskyggni og nákvæmni hlotið, framar öðrum Islending- um, alheims athygli og viðurkenningu fyrir unnin afreksverk á sviði vísindanna. Fjölmargir lslendingar hafa ennfremur tileinkað sér heim- spekilegar skoðanir hans og kenningar, og mun hann um þau efni eiga í þessari þjóð meiri ítök en aðrir spekingar. Vegna þessara staðreynda um dr. Helga sem vísindamann og vitring, viljum við taka undir ósk hans til yðar, herra sakadómari, um rann- sókn á því, hvort L. Kaaber sé á lífi eða ekki. Virðingarfyllst Páll Hallgrímsson Egill Thorarensen (sign) (sign) Einar Pálsson (sign) Eiríkur Einarsson Bjarni Pálsson frá Hlíð (sign) (sign) Til hr. sakadómarans, Jónatans Hallvarðssonar, Reykjavík ATHS.: Helgafell hefur, fyrir sérstaka tilviljun, fengið vitneskju um, að bréf með þessari hljóð- an hafi borizt sakadómaranum í Reykjavík og verið sent dómsmálaráðuneytinu til umsagn- ar. Meðal þeirra, sem undir það hafa ritað, eru sýslumaður, bankastjóri, kaupfélagsstjóri og annar alþingismaður Árnesinga. .j'z. ■7V* TV' Ef hér er leikið á hinn sanna hljómbotn ís- lenzkrar þjóðarsálar, þá er hún illa komin. — STÍGANDI, 1. h. 1943v
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.