Helgafell - 01.04.1944, Page 185

Helgafell - 01.04.1944, Page 185
AUGLÝSING FYRIR EIMREIÐINA 159 síður óþolinmæði þeirra en umburðarlyndi gagnvart seinaganginum á útkomu tímaritsins oft og einatt. Ennfremur er það þakkiátt fyrir að hafa eignazt þá eina að óvildarmönnum, er það mundi sízt liafa kosið sér að vinum, hvort sem var. Okkur hcfur borið fyrir eyru og augu fjöldi lofsamlegri ummæla um Helgafell en við teljum sjálfir, að það hafi enn unnið til, en vegna lítillar hneigðar til venjulegra auglýsingaaðferða, höfum við stillt okkur um að halda slíku á loft. Þó getum við til tilbreytingar látið hér fljóta með í lokin mjög nýleg um- rnæli úr bréfi frá ungum íslenzkum vísindamanni erlendis, sem gcgnir þar mikilvægum rannsóknarstörfum við óvenjulegan orðstír. Við höfum hvorugur haft kynni af þessum vísindamanni áður né átt við hann bréfaskipti. Hann segir svo í bréfi ti! annars okkar, dagsettu í júnímánuði síðastliðnum: „ViS fánm Helgafell hingað . . . og lesum það allir meS mikilli gletii. ÞaS er eflaust bezta islcnzka timaritiS nti, og vonandi getið þiS þvi kennt öllum öSrum, hvernig timarit i menningarlandi á aS vera“. AUGLÝSING FYRIR EIMREIÐINA Sveinn Sigurðsson cand. theol., ritstjóri F.im- reiðarinnar, vék nokkrum digurmælum að Helgafelli í jólahefti sínu, m. a. fyrir afstöðu þess í lýðveldismálinu, enda mun honum þá hafa þótt ára vel til þess að láta þann munað eftir sér í skjóli 3—4 þingflokka og utanþingsstjórnar þeirra. í vímu þessa meðlætis kvað ritstjórinn upp úr með þann óskadraum, að ,,þjóðin“ í ..sjálfstjórnarríkinu Kanada“ ætti eftir að ,,verða oss nátengdari en flestar aðrar“, jafnframt því sem honum fannst tilvalið, að vér yrðum fram- vegis án stjórnmálasambands við Norðurlönd í sparnaðarskyni. Nú vita allir, hversu fór um hina ábatavænlegu afstöðu Eimreiðarinnar í sjálfstæðismálinu. Ekki er kunnugt um, að Sveinn Sigurðsson hafi ver- ið kvaddur til ráða um þá lausn, er á því fékkst, en með henni var sú von að engu orðin, að Eimreiðinni fénaðist verulega á því að bendla önnur tímarit við landráð í lýðveldismálinu. Til uppbótar hefur hann fengið hina mætu þjóð- frelsishetju Snæbjörn Jónsson til þess að skrifa í fyrsta hefti þessa árgangs Eimreiðarinnar langa grein um annan ritstjóra Helgafells, en sú rit- gerð er öll með þeim hætti, að hér skal fullyrt, unz annað sannast, að enginn ritstjóri á öllu land- inu, annar en Sveinn Sigurðsson cand. theol., hefði lagt á sig að birta slíkt plagg. Helgafell telur þó ekki eftir sér að vekja athygli á grein- inni, því að þótt engin ný höfundareinkenni Snæbjarnar Jónssonar komi þar fram, þá lýsir birting greinarinnar því betur upp að innanverðu þá mynd, sem ritstjórinn gaf lesendum Eimreið- arinnar af sjálfum sér fimmtugum á I. bls. ár- gangsins 1941. * * * Helgafell vill að vísu engu um það spá, hvort sumir þeirra höfunda, sem skrifað hafa öðru hverju í Eimreiðina hingað til, kunni að velja efni sínu stað eftirleiðis þar sem þeir eru ó- hultari fyrir návistum við Snæbjörn Jónsson og Svein Sigurðsson, en þótt svo færi, skyldu les- endur Eimreiðarinnar minnast þess, að ritstjór- inn kann að bæta þeim það upp að nokkru, með því að seilast til fyrirmynda úr Helgafelli annað veifið, þótt fremur virðist slíkt gert af vilja en mætti, sbr. forspjall hans að ritdómum í 1. hefti Eimreiðarinnar á þessu ári og greinina Frá íslenz\um bó\menntabús\ap, sem birtist í jan- úar-marz-hefti Helgafells 1943.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.