Helgafell - 01.04.1944, Síða 185
AUGLÝSING FYRIR EIMREIÐINA
159
síður óþolinmæði þeirra en umburðarlyndi gagnvart seinaganginum á útkomu tímaritsins oft
og einatt. Ennfremur er það þakkiátt fyrir að hafa eignazt þá eina að óvildarmönnum, er
það mundi sízt liafa kosið sér að vinum, hvort sem var. Okkur hcfur borið fyrir eyru og
augu fjöldi lofsamlegri ummæla um Helgafell en við teljum sjálfir, að það hafi enn unnið til,
en vegna lítillar hneigðar til venjulegra auglýsingaaðferða, höfum við stillt okkur um að
halda slíku á loft. Þó getum við til tilbreytingar látið hér fljóta með í lokin mjög nýleg um-
rnæli úr bréfi frá ungum íslenzkum vísindamanni erlendis, sem gcgnir þar mikilvægum
rannsóknarstörfum við óvenjulegan orðstír. Við höfum hvorugur haft kynni af þessum
vísindamanni áður né átt við hann bréfaskipti. Hann segir svo í bréfi ti! annars okkar,
dagsettu í júnímánuði síðastliðnum:
„ViS fánm Helgafell hingað . . . og lesum það allir meS mikilli gletii. ÞaS er eflaust
bezta islcnzka timaritiS nti, og vonandi getið þiS þvi kennt öllum öSrum, hvernig timarit
i menningarlandi á aS vera“.
AUGLÝSING FYRIR EIMREIÐINA
Sveinn Sigurðsson cand. theol., ritstjóri F.im-
reiðarinnar, vék nokkrum digurmælum að
Helgafelli í jólahefti sínu, m. a. fyrir afstöðu
þess í lýðveldismálinu, enda mun honum þá hafa
þótt ára vel til þess að láta þann munað eftir sér
í skjóli 3—4 þingflokka og utanþingsstjórnar
þeirra. í vímu þessa meðlætis kvað ritstjórinn
upp úr með þann óskadraum, að ,,þjóðin“ í
..sjálfstjórnarríkinu Kanada“ ætti eftir að ,,verða
oss nátengdari en flestar aðrar“, jafnframt því
sem honum fannst tilvalið, að vér yrðum fram-
vegis án stjórnmálasambands við Norðurlönd í
sparnaðarskyni.
Nú vita allir, hversu fór um hina ábatavænlegu
afstöðu Eimreiðarinnar í sjálfstæðismálinu. Ekki
er kunnugt um, að Sveinn Sigurðsson hafi ver-
ið kvaddur til ráða um þá lausn, er á því
fékkst, en með henni var sú von að engu orðin,
að Eimreiðinni fénaðist verulega á því að bendla
önnur tímarit við landráð í lýðveldismálinu.
Til uppbótar hefur hann fengið hina mætu þjóð-
frelsishetju Snæbjörn Jónsson til þess að skrifa
í fyrsta hefti þessa árgangs Eimreiðarinnar langa
grein um annan ritstjóra Helgafells, en sú rit-
gerð er öll með þeim hætti, að hér skal fullyrt,
unz annað sannast, að enginn ritstjóri á öllu land-
inu, annar en Sveinn Sigurðsson cand. theol.,
hefði lagt á sig að birta slíkt plagg. Helgafell
telur þó ekki eftir sér að vekja athygli á grein-
inni, því að þótt engin ný höfundareinkenni
Snæbjarnar Jónssonar komi þar fram, þá lýsir
birting greinarinnar því betur upp að innanverðu
þá mynd, sem ritstjórinn gaf lesendum Eimreið-
arinnar af sjálfum sér fimmtugum á I. bls. ár-
gangsins 1941.
* * *
Helgafell vill að vísu engu um það spá, hvort
sumir þeirra höfunda, sem skrifað hafa öðru
hverju í Eimreiðina hingað til, kunni að velja
efni sínu stað eftirleiðis þar sem þeir eru ó-
hultari fyrir návistum við Snæbjörn Jónsson og
Svein Sigurðsson, en þótt svo færi, skyldu les-
endur Eimreiðarinnar minnast þess, að ritstjór-
inn kann að bæta þeim það upp að nokkru,
með því að seilast til fyrirmynda úr Helgafelli
annað veifið, þótt fremur virðist slíkt gert af vilja
en mætti, sbr. forspjall hans að ritdómum í 1.
hefti Eimreiðarinnar á þessu ári og greinina Frá
íslenz\um bó\menntabús\ap, sem birtist í jan-
úar-marz-hefti Helgafells 1943.