Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Höfðasel 15 • 300 Akranes • Sími: 435 0000 • www.gamar.is Leirárkirkja að Leirá í Hvalfjarð- arsveit er hundrað ára gömul á þessu ári. Þann 6. desember 1914 vígði sr. Jón Sveinsson prófast- ur í Görðum á Akranesi kirkjuna sem hafði verið reist þetta sama ár. Það var Rögnvaldur Ólafsson fyrsti húsameistari ríkisins sem teiknaði kirkjuna. Hann teikn- aði margar kirkjur á sinni tíð sem enn standa, svo sem á Hvanneyri, Bíldudal, Þingeyri, Húsavík og í Hafnarfirði. Leirárkirkja var stein- steypt og formlega afhent söfn- uði sínum 20. apríl 1915. Sunnu- daginn 7. desember síðastliðinn var haldin hátíðarmessa í Leirár- kirkju þar sem hundrað ára afmæl- isins var minnst. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti flutti prédikun en Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur Saurbæjarprestakalls þjónaði fyr- ir altari. Við þetta tilefni rakti Sr. Kristinn Jens ágrip af sögu kirkj- unnar í kirkjukaffi sem haldið var á Laxárbakka að lokinni hátíðar- guðþjónustunni. Endurbætt í tímans rás „Leirárkirkja er ein af þrem- ur kirkjum Saurbæjarprestakalls. Hinar kirkjurnar eru Hallgríms- kirkja í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og Innrahólmskirkja að Innrahólmi þar sem fyrr var Innri Akraneshreppur. Sú kirkja er elst þeirra þriggja, reist 1891,“ segir Kristinn Jens. Framan af voru mikil vandkvæði með kirkjuna. Sú framkvæmd að steypa veggi kirkjunnar var lík- lega gerð af vanefnum því mikil voru vandræði með leka og raka- skemmdir í kirkjunni. Það varð til þess að hún var síðar klædd bæði að utan og innan. Árið 1932 var síðan lagt í hana rafmagn þó áfram væri um sinn kynt með miklum ofni sem stóð í kirkjunni. Hon- um var skipt út árið lýðveldisár- ið 1944. Þá var settur í hann pré- dikunarstóll sem áður var í kirkj- unni á Görðum á Akranesi og síð- ar í Akraneskirkju. Hann stendur enn í Leirárkirkju. Forkirkja var svo smíðuð 1974. Merkir gripir Leirárkirkja á ýmsa merka gripi. Þar má nefna silfurkaleik og patínu sem Sigurður Þorsteinsson, gull- smiður í Kaupmannahöfn, smíðaði og Magnús Stephensen lögmaður gaf kirkjunni 1797. Hvorutveggja er enn notað við útdeilingu kvöld- máltíðarsakramentis í Leirárkirkju. Einnig á kirkjan frumútgáfu af sálmabókinni sem prentuð var í Leirárprenti 1801 og átti að inn- leiða nýja stefnu í sálmasöng. Í al- mannrómi hefur sú bók oft gengið undir nafninu „Leirgerður.“ Það nafn var fundið upp af þeim sem vildu halda í gamlar sönghefð- ir innan kirkjunnar og gangrýndu þessa sálmabók. Hún var þó gefin út 13 sinnum þó umdeild væri. Magnús Stephensen lögmað- ur var mikill framfaramaður og höfðingi á Vesturlandi á sinni tíð áður en hann flutti til Reykjavík- ur. Hann keypti meðal annars fyrsta kirkjuorgel á Íslandi í kirkj- una á Leirá en flutti það síðan með sér að Innrahólmi og svo áfram til Viðeyjar þegar hann fór þangað. Við fráfall hans var orgelið selt úr landi þrátt fyrir að ekkert kirkjuor- gel væri í Dómkirkjunni, hvað þá minni kirkjum landsins. Íslenskar kirkjur urðu því um sinn jafn org- ellausar og fyrr. Orgelið sem nú er í kirkjunni er sex radda pípuorg- el smíðað af Björgvini Tómassyni. Það var gjöf frá Sigurjóni Hall- steinssyni í Skorholti og vígt árið 1991. Fjórir prestar á heilli öld Síðar var kirkjan endurnýjuð veru- lega árið 1951 og svo aftur 1967. Kristinn Jens segir að kirkjan sé í ágætu standi í dag. „Fjárhagur hennar er þokkalegur enda stend- ur fjölmennasta sókn prestakallsins að henni. „Það eru um 125 mann í Saurbæjarsókn og álíka marg- ir í Innrahólmssókn. Hér í Leir- ársókn eru hins vegar rúmlega 300 manns. Það munar um þetta. Hér eru oftast bæði skírnir, ferm- ingar og útfarir á hverju ári. Síð- an eru að sjálfsögðu guðsþjónust- ur í hverjum mánuði að meðaltali. Flestar stærri athafnir eru síðan í Hallgrímskirkju enda er hún miklu stærri. Þó er margt fólk hér í Leir- ársókn, úr gömlu Leirár- og Mela- sveit, sem heldur mikilli tryggð við sína kirkju.“ Sr. Kristinn Jens er aðeins fjórði presturinn í 100 ára sögu kirkj- unnar sem hafa verið skipaðir til að þjóna henni. Fyrsti presturinn var Sr. Einar Thorlacíus sem var sóknarprestur í Saurbæ frá 1900 til 1932. Þá tók sr. Sigurjón Guðjóns- son við prestakallinu allt til 1966. Sr. Jón Einarsson var síðan prest- ur til 1995 er hann lést langt fyrir aldur fram. Sr. Kristinn Jens hef- ur síðan gengt embættinu fram til þessa dags. Meðhjálparar kirkjunnar hafa sömuleiðis verið fáir á þeim 100 árum sem liðin eru frá vígslu hennar. Sá sem lengst hefur gengt því starfi var Eggert Gíslason frá Vestri Leirárgörðum sem var með- hjálpari í 35 ár. Í dag er Ingunn Stefánsdóttir í Lambhaga með- hjálpari Leirárkirkju. Hún er jafn- framt formaður sóknarnefndar. mþh Kaleikur sem Magnús Stephensen gaf kirkjunni 1797. Leirárkirkja hefur þjónað söfnuði sínum í hundrað ár Kristinn Jens Sigurþórsson er fjórði sóknarpresturinn í sögu Leirárkirkju. Hér er hann við kirkjuna nú á aðventunni. Leirárkirkja á vígsludaginn 6. desember 1914. Altari Leirárkirkju í dag. Eggert Guðmundsson málaði altaristöfluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.