Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt með
morgunverði - 12.900 kr
GEFÐU GJÖF SEM GLEÐUR
Settu notalega borgarstemningu í
jólapakkann til þinna nánustu í ár.
Gisting í tveggja manna herbergi í eina nótt með
morgunverði og þrírétta kvöldverði fyrir tvo að
hætti kokksins á veitingastaðnum Ísafold Bistro -
Bar & Spa - 24.900 kr
Jólagjafabréf CenterHotels eru tilvalin gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um.
Bókanir og nánari upplýsingar fást í síma 595 8582 eða á bokanir@centerhotels.com. www.centerhotels.com
GJAFABRÉFIN ERU SEND Í PÓSTI UM ALLT LAND.
Fólk mætti í Reykholt og valdi „sitt“ tré
Skógræktarfélag Borgarfjarðar stóð
fyrir árlegri jólatrjáasölu sinni í
Reykholti sunnudaginn 14. des-
ember síðastliðinn. Boðið var upp
á heitt kakó, smákökur og ketilkaffi
í Höskuldargerði. Var notalegt að
tylla sér í söðlabúrið við kertaljós í
góðum félagsskap. Þeir sem komu
til að kaupa sér tré fengu lánaðar
sagir og var boðin leiðsögn ef vildi.
Að sögn Sigríðar Júlíu Brynleifs-
dóttur formanns Skógræktarfélags
Borgarfjarðar var þetta góður dag-
ur til útiveru með fjölskyldunni í
fallegum skógi. Notalegt hafi verið
að velja tré og höggva og fara heim
með „sitt“ tré. Það þykir öllum æv-
intýralegt og sér í lagi börnunum.
Ný pökkunartromla var vígð
af þessu tilefni, en sú gamla hafði
gengið úr sér eftir notkun síðustu
ára. Nýja tromlan var smíðuð af
Hauki Þórðarsyni, félaga í Skóg-
ræktarfélaginu, en efnið var feng-
ið hjá Límtré Vírneti í Borgar-
nesi. Á meðfylgjandi myndum má
sjá hvernig hún er útbúin með spili
til að draga stærstu trén í gegn.
„Þetta var ljúfur dagur og má ætla
að hátt í hundrað manns hafi kom-
ið í skóginn þennan dag,“ segir Sig-
ríður Júlía.
mm/sjb/ Ljósm. Guðlaugur
Óskarsson.
Guðmundur Finnur Guðmundsson stjórnarmaður í skógræktarfélaginu, Gísli
Karel Halldórsson, Haukur Þórðarson og Óskar Guðmundsson stjórnarmaður.
Gengið frá trjánum í Höskuldargerði við Reykholt.
Ketilkaffi og kakó var í boði
ásamt smákökum.
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður skógræktarfélagsins, Sigríður Kristins-
dóttir, Jónína Eiríksdóttir, Steinunn Ingólfsdóttir og Laufey Hannesdóttir gjaldkeri
félagsins.