Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur næst út: Þriðjudaginn 30. desember Miðvikudaginn 7. janúar Pantanir í blaðið 30. des. þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 29. des. Útgáfan næstu vikur Ný kynslóð hraðbanka í útibú Arionbanka í Borgarnesi Um síðustu helgi var settur upp nýr hraðbanki í útibúi Arionbanka í Borgarnesi. Hann er af nýrri kyn- slóð hraðbanka þar sem bæði er hægt að leggja inn peninga í formi seðla og einnig að taka peninga út af sparireikningum sem ekki var hægt að gera í fyrri kynslóðum hraðbanka. Að sögn Bernhard Þ Berhardssonar svæðisstjóra Arion- banka á Vesturlandi var þessi teg- und hraðbanka í prófun í útibúinu í Borgartúni í Reykjavík í nokkr- ar vikur og reyndist vel. Útibú- ið í Borgarnesi er fyrsta útibúið á landsbyggðinni sem nýi hraðbank- inn er settur í og verið er að end- urnýja hraðbanka í stærstu útibúum Arionbanka í landinu þessa dagana. „Við erum með þessu að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins. Mikil umferð er í gegn hjá okkur ekki síst ferðamennirnir. Í þessum nýju hraðbönkum er hægt að fram- kvæma nánast allar færslur til við- bótar því sem áður var hægt að gera í hraðbönkum,“ segir Bernhard. þá Minnsta atvinnuleysið á Vesturlandi í fyrsta skipti frá hruni Í fyrsta skipti frá efnahagshruninu haustið 2008 og talsvert fyrir þann tíma, var minnsta atvinnuleysið hér á landi í nóvember á Vesturlandi. Það mældist einungis 1,9% í mán- uðinum en jókst engu að síður um 0,1 prósentustig frá októbermánuði. Það sama gerðist á Vestfjörðum þar sem næstminnsta atvinnuleysið var í nóvember; 2,0%. Þarnæst kom svo Norðurland vestra með 2,1% at- vinnuleysi í nóvember en á því svæði var minnsta atvinnuleysið í október- mánuði. Atvinnuleysi jókst um hálft prósentustig milli mánaða í Norð- urlandi vestra. Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti Vinnumála- stofnunar um atvinnuástand í land- inu. Skráð atvinnuleysi á landinu öllu í nóvember var 3,3%. Að meðaltali voru 5.430 atvinnulausir í nóvember og fjölgaði atvinnulausum um 213 að meðaltali frá október og hækk- aði hlutfallstala atvinnuleysis um 0,1 prósentustig milli mánaða. Mest var atvinnuleysið í nóvember á Suður- nesjum, 5,1 %. Í nóvember fjölg- aði atvinnulausum körlum á landinu öllu um 188 frá október. Að með- altali voru 2.563 karlar á atvinnu- leysisskrá og var atvinnuleysið 2,9% meðal karla. Atvinnulausum konum fjölgaði um 25 frá október og voru 2.867 konur á atvinnuleysisskrá. Var atvinnuleysi 3,8% meðal kvenna í nóvember. Atvinnulausum fjölgaði að meðaltali um 24 á höfuðborgar- svæðinu og var atvinnuleysi 3,5% í nóvember en 3% á landsbyggðinni þar sem atvinnulausum fjölgaði um 189 frá október. þá Sjóvörn og reiðvegagerð í Hvalfjarðarsveit Fyrirhugaðar framkvæmdir voru áberandi í erindum sem lágu fyrir fundi umhverfis-, skipulags- og nátt- úruverndarnefndar Hvalfjarðarsveit- ar sl. fimmtudag. Meðal annars ósk- ar Vegagerðin eftir framkvæmda- leyfi fyrir lagningu reiðvegar með- fram Svínadalsvegi, frá Leirársveitar- vegi við Tungu að Kambshóli og efn- istöku til framkvæmdar. Umsagnir vegna framkvæmdarinnar liggja fyr- ir frá hlutaðeigandi aðilum og tel- ur USN nefndin umræddan reið- veg vera í samræmi við stefnu aðal- skipulags Hvalfjarðarsveitar. Nefnd- in leggur til við sveitarstjórn að fram- kvæmdaleyfi verði veitt að undan- genginni grenndarkynningu fyrir landeigendum. Á umræddum fundi voru tekin fyr- ir tvö erindi varðandi sjóvörn. Vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörn við Ytri Hólm var samþykkt að fram fari grenndarkynning fyrir lóðarhöfum Býlu 1, 3 og 5 og landeig- anda Ytri Hólms I. Varðandi umsögn til Skipulagsstofnunar um sjóvörn við Skipanes, telur nefndin að umrædd framkvæmd stofni hvorki gróðri né dýralífi svæðisins í hættu. Aftur á móti mun framkvæmdin verja gró- inn bakka og sé því jákvæð með tilliti til gróðurverndar. „Umrædd fram- kvæmd er á svæði sem nýtur vernd- ar samkvæmt Ramsar-samningnum (alþjóðlega mikilvægt votlendi). Sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda um friðlýsingu Grunnafjarðar gildir sú regla að landeigendum er heimilt að verja lönd sín ágangi sjávar,“ seg- ir m.a. í fundargerð USN-nefndar í Hvalfjarðarsveit. þá Útibúið í Borgarnesi var það fyrsta á landsbyggðinni sem fékk nýju hraðbankana hjá Arionbanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.