Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 86

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 86
86 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Kveðjur úr héraði Lífið er yndislegt í desember í upp- sveitum Borgarfjarðar, nákvæm- lega eins og hina ellefu mánuði árs- ins. Það er allt á uppleið hérna, allt stækkar, fjölgar og belgist úr. Á já- kvæðan hátt, auðvitað. Mannlífið er auðvitað það besta sem finnst á landinu, sómafólk í hverjum einasta afdal. Og íbúum fjölgar. Það sjá heimamenn að mestu leyti um sjálf- ir, en aðfluttum hefur líka fjölgað. Börnum á skólaaldri svo mikið að á einni akstursleiðinni stefnir í að kaupa þurfi stærri skólabíl, í þriðja sinn í vetur. Hér er allt til alls. Næg og fjölbreytt störf í hinum ýmsu at- vinnugreinum, nóg af húsnæði og matvælaframleiðsla á heimsmæli- kvarða, óviðjafnanleg náttúru- undur, álitlegir piparsveinar, orð- heppnustu hagyrðingarnir, hjálp- sömustu nágrannarnir, bestu hest- arnir, fallegustu kýrnar og glæsileg- ustu kindurnar, blíðustu geiturn- ar, bleikustu svínin, litskrúðugustu hænurnar og háværustu endurnar. Hér er meira að segja bruggað, og það löglega. Hér eru flestar nauð- synjar seldar beint frá býli, vonandi bráðum allar. Gróðurhús eru á öðr- um hverjum bæ, spriklandi fiskar í vötnum og ám, grasgefin tún út um allt og það rignir svo mikið á sumr- in að trjávöxtur er hvergi meiri. Tíu glænýir sveitungar upplifa sín fyrstu jól þetta árið. Stærsti ár- gangur síðan á síðustu öld. Magn- að. En íbúar sitja ekki bara heima og dunda sér við heimilisiðnaðinn. Svo sannarlega ekki. Hér eru varla nógu mörg kvöld í hverri viku til að koma fyrir öllu því sem er að gerast í félagslífinu, menningu og listum. Fyrirlestrar, tónleikar, prjónabóka- kvöld, félagsvist, reiðnámskeið, leiksýningar, bridds, gleðifundur, kóræfingar og þorrablót. Og svo eru það kvenfélagsfundirnir, jógað, karlapúlið og fjarnámið sem hús- freyjurnar stunda grimmt. Það væri verulega fróðlegt að kanna mennt- unarstigið hérna í uppsveitunum. Gáfurnar höfum við auðvitað ríf- lega í meðallagi og vel það, en próf- gráðutalning hefur ekki enn far- ið fram, svo vitað sé. Og þrátt fyrir alla þessa afþreyingu þá höldum við enn fast í þann sið að leysa heims- málin, í rólegheitum, yfir kaffibolla við eldhúsborðin á bæjunum. Við höldum fast í gamlar hefðir og inn- leiðum ekki nýjungar nema að vel athuguðu máli. Árið 2015 höldum við í uppsveit- unum áfram að vera frábær. Við sköpum hamingjuna sjálf og leið- ist það ekki. Hér er gott að búa og ekkert skortir nema örlítið betri vegi og netsamband hér og þar. Um leið og við biðjum fyrir heimsfriði og því að þjóðlendumálið verði okkur í hag, óskum við lesendum Skessuhorns gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári, ásamt því að hvetja ykkur eindregið til að heim- sækja uppsveitirnar. Hér er frið- sældin, hér er fjörið, hér býr úrvals- fólk sem gaman er að kynnast. Ver- ið velkomin í uppsveitirnar. Hulda Hrönn Sigurðardóttir Geirshlíð, Flókadal Eftir að ég fékk heilablæðingu 29 ára gömul þróaði ég með mér of- sakvíða (sem á fagmálinu heitir víst felmtursröskun) og gekk með hann ógreindan í 4 ár. Ég fékk slæm köst, mikinn svima og höfuðverki, hjart- að ætlaði út úr brjóstinu, ég missti mátt í líkamanum og hélt að sjálf- sögðu í hvert skipti að nú væri kall- ið komið. Köstin komu oftast al- gjörlega upp úr þurru en einnig í krefjandi aðstæðum. Ég var í námi á þessum tíma og gat orðið ekki sinnt því fyrir köstunum. Þæginda- ramminn var orðinn ansi þröng- ur og ég komst varla út úr húsi, hvað þá að vera innan um fólk. Það var bæði áfall og léttir að fá greininguna loksins en þá hafði ég lent upp á bráðamóttöku í sjúkra- bíl í slæmu kasti. Mér var létt yfir því að vera ekki með lífshættuleg- an sjúkdóm og að vera komin með greiningu til að vinna með. Áfallið snéri aðallega að eigin fordómum yfir því að vera nú komin með geð- sjúkdóm, ganga til geðlæknis og taka geðlyf. Mér fannst þetta algjör skömm en aldrei fann ég þó fyrir fordómum frá öðrum. Ég fór smám saman að ná bata og lyfin og samtalsmeðferðir hjá geðlækni og sálfræðingi hjálpuðu mjög mikið. Mér var þó sagt að lík- lega yrði ég að taka lyfin um ókom- in ár til að halda þessu í skefjum því þetta hafði þróast svo lengi og á svo alvarlegt stig. Ég einsetti mér hins vegar að vinna mig alveg út úr þessu og losna við lyfin. Ráðin sem ég fékk voru að ögra kvíðan- um smám saman og stækka þannig þægindarammann smátt og smátt. Ég gerði það með því að stunda leiklist og síðan með því að fara að koma fram sem trúbador þar sem maður þarf að standa einn með sjálfum sér. Þetta var oft mjög erf- itt og nokkrum sinnum stóð tæpt að ég fengi kast en ég lærði að nota ýmis bjargráð til að bægja þeim frá. Smám saman varð þetta allt bæri- legra og ég gat orðið gert flest alla hluti án þess að fyrsta hugsun yrði sú að ég fengi nú örugglega kvíða- kast. Einn daginn fékk ég svo eitt af þessum umtöluðu símtölum þar sem ég var beðin um að fara í sjón- varpsþáttinn Útsvar sem kepp- andi fyrir Snæfellsbæ. Því var nú fljótsvarað með stóru NEI-i og ég sá strax fyrir mér ofsakvíðakast í beinni útsendingu. Viðmælandinn var ekki á því að sleppa mér svo létt með þetta og fékk mig með klækj- um til að hugsa málið einn dag. Ég fór þá að velta því fyrir mér að lík- lega fengi ég ekki betra tækifæri í lífinu til að sanna fyrir sjálfri mér að ég væri endanlega búin að sigr- ast á sjúkdómnum, að fara í beina útsendingu í spurningakeppni í sjónvarpi! Ég ákvað því að grípa tækifærið og mætti skjálfandi á beinunum með fullkomnunarár- áttuna og óttann yfir því að líta út fyrir að vera óendanlega vit- laus í farteskinu. Leiklistin hjálp- aði mér sem fyrr við að fela óttann fyrir umheiminum. Ég lifði þátt- inn af og stóð mig mun betur en ég hafði þorað að vona. Þó að við höfum ekki komist áfram í keppn- inni það árið þá stóð ég uppi innra með mér sem algjör sigurvegari og gat komið mér vel fyrir í nýja de- luxe plús þægindarammanum mín- um. Ég hélt svo áfram í liðinu tvö næstu árin og gekk þá enn bet- ur og við náðum prýðilegum ár- angri. Mér tókst því ekki bara að reka kvíðagrýluna endanlega á dyr heldur uppgötvaði fullt af nýjum hæfileikum, kynntist frábæru fólki og hafði virkilega gaman af því að taka þátt. Þægindaramminn stækk- aði því margfalt og að sama skapi minnkuðu eigin fordómarnir fyr- ir sjúkdómnum. Með þessum pistli fékk ég svo tækifæri til að reka þá endanlega á dyr með því að setja þetta á prent. Ég vona að þessi litla saga verði einhverjum hvatning að láta ekki kvíðagrýluna hindra sig í að ná markmiðum sínum og prófa nýja hluti. Ég hvet svo alla til að stíga aðeins út fyrir þægindarammann af og til, þó ekki sé nema rétt að tylla litlu tánni á hann. Það er frábær til- finning að finna hann stækka. Með kærri jólakveðju úr Snæfellsbæ, Guðrún Lára Pálmadóttir Gluggi þessi tapaði gildi sínu þegar gamla húsinu í Geirshlíð var breytt í hús fyrir ferðaþjónustu. Josefina Mor- ell listamaður í Giljum var fengin til að mála mynd beint á glerið. Útsýnið sem áður gat að líta úr húsinu í Geirshlíð var þannig endurheimt. Og þar er alltaf sumar. Ljósm. Hulda Hrönn Sigurðardóttir. Lífið er yndislegt Kveðja úr Snæfellsbæ Sólsetur af toppi Jökulsins. Ljósmynd: Guðrún Lára Pálmadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.