Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Fréttaannáll ársins 2014 í máli og myndum Árið 2014 á Vesturlandi var enginn eftirbátur fyrri ára þegar kemur að fréttum úr landshlutanum, nema síð­ ur væri. Sveitarstjórnarkosningar settu svip sinn á árið og ófáar fréttir voru skrifaðar af framboðum og úrslit­ um kosninga, ekki síður en eftirleiknum, hverjir náðu saman um meirihluta, tóku við sveitarstjórastörfum og svo framvegis. Blessuð pólitíkin skiptir okkur öll máli, enda kosningar færi íbúanna til að segja til um hvernig samfélagsgerð þeir kjósa, fyrir nú utan hvað gaman er að spjalla um hana í heita pottinum. Góður uppgangur hef­ ur verið í útflutningsgreinum á árinu 2014, sem skýrist að miklu leyti af lágu gengi krónunnar. Á Vesturlandi hefur ferðaþjónustan vaxið gríðarlega mikið og verður æ mik­ ilvægari atvinnugrein. Óhætt er þó að segja að árið hafi einkennst af hægum efnahagsbata og undir árslok kom í ljós að vonir um mikla hagvaxtaaukningu á árinu rætt­ ust ekki. Sjávarútvegur hefur gengið vel á árinu. Snæ­ fellsnesið stendur þar uppúr af byggðarlögum á Vestur­ landi en nú er útlit fyrir enn meiri starfsemi HB Granda á Akranesi. Fyrirtækið hefur keypt Norðanfisk, Vigni G. Jónsson og Laugafisk og uppi eru áform um gerð skipu­ lags á Akranesi þar sem rými fyrir útvegstengda starfsemi fyrirtækisins verður búið til. Hugsanlega með landfyll­ ingu vestan við höfnina. Sumarið var blautt og leiðinlegt og erfitt til heyskapar og þá þurftu margir að breyta áætl­ unum sínum um útilegu vegna votviðris. Þrátt fyrir mik­ ið vatn varð laxveiðisumarið með þeim slökustu í seinni tíð hér á Vesturlandi. Á þessu ári voru skrifaðar af starfsmönnum Skessuhorns vel á sjötta þúsund fréttir, viðtöl, fréttaskýringar, tilkynn­ ingar voru matreiddar og annað smálegt lagt á borð fyr­ ir lesendur. Það er sama hvernig árar í samfélaginu, allt­ af finna starfsmenn eitthvað að skrifa um. Blaðamenn hafa rætt við nokkur þúsund íbúa á Vesturlandi, átt við þá ánægjuleg samskipti og miðlað því sem þeir fást við. Von­ andi verður áframhald á þeim góðu samskiptum. Fyrir árið sem nú er að líða vill starfsfólk Skessuhorns þakka lesendum trygga og ánægjulega samfylgd, með ósk um gæfuríkt komandi ár. kóp Hjónin að Eiði Vestlendingar ársins Bjarni Sigurbjörnsson og Guðrún Lilja Arnórsdóttir, bændur og ábúendur að Eiði við Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi, voru í ársbyrjun útnefnd Vestlendingar ársins 2013 af Skessuhorni. Hjónin komu oft fyrir í umfjöllun fjölmiðla á árinu 2013, ekki síst í tengslum við síldardauðann í Kolgrafafirði, en um 52 þúsund tonn af síld drápust í firðinum. Síldina rak ýmist í bunkum á fjörur við Eiði eða sökk til botns í firðinum. Út- lit var fyrir mikla umhverfismengun og grútarváin var allt um lykjandi og daunninn eftir því. Guðrún Lilja og Bjarni tóku hamförunum af mikilli stillingu svo eftir varð tekið og sinntu því hlutverki bænda af sóma að vera útverðir byggðar í land- inu gagnvart heimi náttúrunnar. Fjölmargir tilnefndu þau hjón sem Vestlendinga ársins, en þetta var í fimmtánda sinn sem Skessuhorn stóð fyrir þessari útnefningu. Skagastúlka fyrst í heiminn Fyrsta barn ársins á Vesturlandi kom í heiminn 4. janúar á fæð- ingardeild sjúkrahússins á Akranesi. Var það 3.275 gramma þung og 49 cm löng stúlka. Foreldrar hennar eru hjónin Álf- heiður Ágústsdóttir og Jóhann Steinar Guðmundsson á Akra- nesi, sem bæði vinna hjá Elkem Ísland á Grundartanga. Ekki sameining um sameiningu Ekki var farið í viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi, en sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps óskaði eftir slíku við sveitarstjórnir Helgafellssveitar, Stykkishólms- bæjar, Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti erindið samdægurs, en bæjarstjórn Grundarfjarðar vildi að samhljóða yrði farið í fýsileikakönn- un um sameininguna og skilyrti stuðning sinn við það að öll sveitarfélögin samþykktu þátttöku í slíkri könnun. Meirihluti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar hafnaði erindinu hins vegar og í bókun hans segir m.a. „Ákvörðun okkar byggjum við á þeirri tilfinningu okkar að fyrir slíkri ákvörðun sé ekki almennur vilji hjá íbúum Snæfellsbæjar.“ Ekkert varð því af viðræðunum. Kvalræði vegna hvalabjórs Brugghús Steðja í Borgarfirði kynnti nýja framleiðsluvöru í upphafi ársins og óhætt er að segja að hún hafi vakið mis- jöfn viðbrögð. Um var að ræða þorrabjór sem var bragðbætt- ur með hvalmjöli og hlaut nafnið Hvalur. Ekki voru allir á eitt sáttir um hráefnanotkunina og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bannaði sölu hans, þar sem Hvalur hf., sem sá Steðja fyrir mjölinu, væri ekki með leyfi til notkunar hvalmjöls til mann- eldis. Dagbjartur Ingvar Arilíusson lagði inn stjórnsýslukæru og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, heimilaði sölu bjórsins á meðan málið væri til skoð- unar. Sú skoðun tók átta mánuði og skilaði því að sölubann- ið var staðfest. Það kom þó fyrir lítið þar sem bjórinn seldist upp á nokkrum dögum og var löngu drukkinn þegar á bann- ið reyndi. Bifrestingur brýtur blað Fyrsti dómarinn við ís- lenskan dómstól sem lauk fullnaðarprófi við annan skóla en Háskóla Íslands var skipaður dómari í byrj- un febrúar. Þá var Guð- finnur Stefánsson settur til að gegna embætti hér- aðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann nam lög við Háskólann á Bifröst, en fram til þessa hafa all- ir dómarar á Íslandi stund- að laganám við Háskóla Ís- lands. Guðfinnur útskrifaðist með BS gráðu í viðskiptalög- fræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2007 og með ML gráðu í lögfræði frá sama skóla árið 2008 og var um skeið aðstoðar- maður dómara við Héraðsdóm Vesturlands. Stærsta verkefni Landsnets um hríð Nýtt launaflsvirki Landsnets var tekið í notkun á Klafastöð- um á Grundartanga 18. febrúar. Um er að ræða stærsta ein- staka verkefni Landsnets á liðnum árum og nam heildarkostn- aður rúmum tveimur milljörðum króna. Launaflsvirkið bæt- ir verulega rekstur raforkuflutningskerfis Landsnets og eykur afhendingaröryggi. Framkvæmdir við launaflsvirkið á Klafa- stöðum hófust í ágúst 2012, en Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra spennusetti það við hátíðlega athöfn. Magnús SH loksins sjósettur Magnús SH 205 frá Hellissandi var sjósettur 15. febrúar, tölu- vert síðar en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Magnús var í slipp hjá Þorgeiri og Ellert þegar kviknaði í skipinu 30. júlí í fyrra. Þá var verið að lengja skipið, breyta innréttingum og ýmislegt fleira. Skipið skemmdist mjög mikið í eldinum og þurfti mik- illa viðgerða við. Þegar hið 40 ára gamla skip var sjósett var eins og um nýtt skip væri að ræða, brúin hafði verið stækkuð og endurgerð, bógskrúfa sett á skipið, nýtt mastur og krani, auk þess sem skipt hafði verið um allar lagnir og innrétting- ar. Sigurður V. Sigurðsson, skipstjóri og útgerðarmaður, var himinlifandi með breytingarnar. „Báturinn er alveg meiri- háttar. Það eru frábærar hreyfingar í honum eftir breyting- arnar. Hann er svo skemmtilega rólegur og mjúkur.“ ÞÞÞ húsið verður þjónustumiðstöð Eldri borgarar á Akranesi munu eignast sína þjónustumið- stöð, en bæjarráð Akraneskaupstaðar samþykkti í mars að ganga til samninga við forsvarsmenn ÞÞÞ um kaup á Dalbraut 6. Flutningafyrirtækið mun á næsta ári flytja í nýtt hús við Smiðjuvelli, sem nú er fokhelt. Áformað er að við Dalbraut 6 verði þjónustumiðstöð með félagsaðstöðu fyrir FEBAN, Félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni, og það félags- starf sem bærinn hefur staðið fyrir fyrir aldraða. FEBAN, sem fagnaði 25 ára afmæli á árinu, hefur frá 2002 verið með að- stöðu fyrir meginstarfsemi sína á þriðju hæð verkalýðshúss- Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.