Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 „Við hér á Gufuskálum búum í um 300 metra fjarlægð frá strönd- inni. Ég hef átt heima hér í 14 ár en aldrei á þeim tíma kynnst við- líka brimi og var hér þriðjudag- inn 9. desember. Það drundi hér í öllu. Maður hafði á tilfinningunni að það væru að koma jarðskjálftar. Þetta var beinlínis óhuggulegt. Ég hef aldrei heyrt svona hljóð fyrr í þessum mæli,“ segir Þór Magnús- son á Gufuskálum þegar hann lýs- ir briminu og storminum sem gekk yfir á utanverðu Snæfellsnesi í síð- ustu viku. „Seinustu tvö til þrjú árin hafa verið að koma meiri veður hérna. Einhvern veginn finnst mér að svona stormar séu orðnir tíð- ari nú í seinni tíð,“ bætir Þór við. Eftir hvassa suðaustanátt lægði mikið þegar líða tók á miðvikudag- inn í síðustu viku og gerði svo algert logn á meðan vindurinn snéri sér í vestanátt. Gerði þá aftur mikinn sjó á Breiðafirði og var stórkostlegt að fylgjast með öldunum þegar þær brotnuðu á klettunum. Þegar flóð- ið var að ná hámarki um níuleytið var brimið svo mikið að það gekk vel á land á Hellissandi, alveg frá Drimbum vestur að þar sem gamla frystihúsið var í þorpinu. Ekki eru mörg ár síðan grjótgarður var gerð- ur í fjörunni við Hellissand vegna þess að á árum áður gekk sjór oft á land á þessum slóðum. Meðfylgjandi myndir sýna hvílík ógnaröfl voru að verki við strönd- ina á utanverðu Snæfellsnesi á með- an þetta aðventubrim var að ganga yfir. mþh/þa Íbúar í Keflavíkurgötu 13 á Hellissandi urðu óþyrmilega vör við brimið þegar öldurnar skullu á húsinu og báru með sér stóra grjóthnullunga eins og sjá má. Öldurnar voru svo stórar að þær gengu fram fyrir húsið. Þykir mildi að rúður brotnuðu ekki í svalahurðinni. Ljósm. Þröstur Albertsson. Hrikalegt brim og flóð við utanvert Snæfellsnes Brimskaflarnir við Malarrif voru rosalegir. Góður mælikvarði á stærð þessarar öldu er að miða við Malarrifsvita á myndinni sem er 24,5 metra hár. Ljósm. Ægir Þórsson. Öldurnar þeyttust hátt til himins þegar þær skullu á klettunum við Snæfellsnes. Ljósm. Ægir Þórsson. Maðurinn verður ósköp lítill frammi fyrir þessum náttúruöflum. Ljósm. Ægir Þórsson. S K E S S U H O R N 2 01 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.