Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 81
81MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar
óskar félagsmönnum
og fjölskyldum
þeirra gleðilegrar
jólahátíðar,
árs og friðar
Um leið og við sendum okkar bestu óskir um
gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári,
viljum við þakka kærlega fyrir stuðning og
aðstoð á árinu sem er að líða.
Með kveðju
Gunnar Bragi Sveinsson,
Ásmundur Einar Daðason,
Elsa Lára Arnardóttir og
Jóhanna María Sigmundsdóttir
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Þessi mynd er tekin fyrir stuttu þegar Bjarki tók við gjöfum, f.h. Brákarhlíðar frá
Kvenfélagi Borgarness en kvenfélögin á svæðinu eru með öflugustu bakhjörlum
heimilisins.
svona litlu samfélagi að maður er
of tengdur ákveðnum málum til að
geta tekið ákvarðanir. Þá á maður að
hafa þroska til þess að stíga til hlið-
ar og láta aðra taka við. Eftir að ég
fór að starfa hjá Brákarhlíð kemur
það nokkuð oft fyrir að ég þurfi að
stíga til hliðar í sveitarstjórn vegna
vanhæfni en þannig verður þetta
alltaf, ekki síst í litlum samfélögum.
Mitt aðal starf er að vera talsmað-
ur Brákarhlíðar svo hitt víkur þegar
þetta skarast. Annars er mjög góður
andi í sveitarstjórninni hér og alla
jafnan er pólitíkin ekki að þvælast
fyrir fólki í sveitarstjórnarmálun-
um. Við erum að hugsa um rekstur
sveitarfélagsins og hagsmuni þessa
samfélags. Núna erum við með
framsóknarmönnum í meirihluta
en vorum með vinstri grænum þar
áður og munurinn er ekki mikill
hvað verklag varðar enda allt gott
fólk með sama markmið í sveitar-
stjórn. Flest mál eru samþykkt sam-
hljóða en það er helst í kringum
fjárhagsáætlanir að merkja má ein-
hvern pólitískan ágreining og það
er líka bara af hinu góða. Það er
ekki gott að þetta sé einhver hale-
lúja-samkoma þar sem allt rennur í
gegn án gagnrýni.
Gott og öflugt starfsfólk
í Brákarhlíð
Bjarki segir rekstur dvalarheimil-
isins mjög þungan. Í dag sé þetta
að mestu leyti rekstur hjúkrunar-
heimilis og í nýrri úttekt Ríkisend-
urskoðunar komi hreinlega fram
að daggjöld til þeirra séu of lág.
„Framlög ríkisins til þessa reksturs
eru því of lág. Ég hef verið í stjórn
Samtaka fyrirtækja í velferðarþjón-
ustu, sem eru öflug hagsmunasam-
tök sem skipta miklu máli. Það er
árangursríkara en að við sem erum
í forstöðu séum hvert og eitt í sínu
horni að pukrast með vandamálin.
Það er góður andi í þessum hópi
og gott upplýsingaflæði milli fólks.
Ég hafði t.d. gott aðgengi að mjög
mörgu reyndu fólki þegar ég kom
nýr inn í þetta starf.“ Bjarki segist
mjög ánægður í þessu starfi og það
sem skipti öllu máli í því sé gott og
öflugt starfsfólk. „Við erum gríðar-
lega montin af því að starfsaldurinn
í Brákarhlíð er hár. Það finnst mér
segja okkur að starfsfólki líður vel
hjá okkur, starfsandinn er góður og
gott sé að vinna í Brákarhlíð,“ seg-
ir Björn Bjarki Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Brákarhlíðar og odd-
viti sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
hb
Guðrún og Bjarki í gönguferð um Síldarmannagötur í sumar.
Tvíburarnir með Borgarneskirkju í baksýn.