Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 93

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 93
93MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Óska starfsmönnum mínum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka samskiptin á árinu sem er að líða. Eiríkur Ingólfsson SK ES SU H O R N 2 01 4 Sendum íbúum Dalabyggðar og öðrum landsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og gott farsælt nýtt ár Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 hef aðeins átt við það að veiða lax á flugu, en það er ekki hægt að vera í mörgu samhliða vinnunni.“ Mikil breyting að sofa heima hjá sér Í Baulunni er líka verslun með helstu nauðsynjavörur og það sem fólk vantar helst á ferðum sínum eða í sumarbústaðnum. „Þetta er ekki verslun sem getur keppt við stór- markaði í verðlagningu. Ég kippi mér ekkert upp við það þótt sum- ir láti mig heyra að eitthvað hér sé helvítis okur. Það er bara ekkert hægt að reka þetta með einhverju Bónusverði. Annars getur stundum verið stuttur í mér þráðurinn. Sér- staklega ef að ég er að vinna inni í bensínsjopunni og Sigrún í eldhús- inu og maður heyrir einhvern vera ósanngjarnan við unga fólkið sem er að vinna hjá okkur. Þá get ég látið viðkomandi heyra það. Ég þoli ekki þannig hroka og ruddaskap.“ Þegar Kibbi er spurður af því hvers vegna hann hafi ákveðið að hella sér út í rekstur þessa þjóðvega- skála án nokkurrar reynslu segir hann einfaldlega að hann hafi vant- að eitthvað að gera. Hann missti plássið á bátnum sem hann var á og þau ákváðu að flytja í sveitina og stökkva á þetta. „Þetta var auðvitað mikil breyting fyrir mig. Nú fór ég allt í einu að sofa heima á hverri nóttu. Þetta er bara vinna. Oft mikil vinna eins og á sjónum en skemmti- leg vinna. Þetta kallar líka á óvænta atburði og fólk hringir hingað sem er stopp í nágrenninu. Ég er nú ekki besti maðurinn í bílaviðgerðum enda lærður skipstjóri en ekki vél- stjóri. Mér finnst að bílar eigi bara að fara í gang þegar maður vill og svo eiga þeir að koma manni þang- að sem á að fara. Stóra sumarhöll- in Veiðilækur sem var í byggingu hér fyrir hrun var vinsæl að skoða eftir hrun. Menn voru að festa sig þar í aurbleytu á vorin og hringdu hingað. Ég hafði nú bara gaman af að fara á pikkuppnum og draga þá upp. Annars er víst búið að klára þetta núna og eitthvað danskt fyr- irtæki sem gerði það. Annars sé ég nú Sigurð Einarsson fyrrum eiganda hér oft, líklega er hann eitthvað með puttana í þessu karlinn án þess að ég viti nákvæmlega um það. Svo hef ég oft þurft að fara hérna upp fyrir með bensínbrúsa. Einu sinni hringdi einn og sagðist vera hérna rétt hjá. Ég var kominn upp að Sveinatungu í Norðurárdal þegar ég fann hann. Þessu hef ég nú bara gaman af.“ Komu á þyrlu að kaupa pylsur Þekkt varð þegar nokkrir veiðimenn komu með þyrlu í Bauluna til þess eins að fá sér pylsur. Fréttin kom fyrst í Skessuhorni sumarið 2008 og fór þaðan víða. Meðal annars tóku dagblöðin hana upp og Sláturfélag Suðurlands notaði Skessuhorns- fréttina í auglýsingu fyrir pylsurn- ar sínar. „Þetta var rétt áður en allt fór til helvítis að þyrlan lenti hérna á planinu. Sagan var nú svolítið ýkt en sönn engu að síður. Þeir voru að veiða í Kjarará þessir strákar og voru með þyrlu en ekki hesta til að ferðast um eins og þarna var gert lengst af. Svo komu þeir hingað bara eins og þeir voru við veiðarnar. Þegar borga átti fyrir pylsurnar var enginn þeirra með veskið á sér svo ég lánaði þeim nú þetta bara strákagreyjunum. Ég fór auðvitað út og tók myndir og sá strax að þetta yrði fín auglýsing fyr- ir okkur. Ég hef oft verið að gæla við það síðan að merkja þyrlulending- arstað hérna fyrir utan. Mála stóran hring á planið með H inn í.“ Þegar Jón friðaði lúðuna varð nóg af henni Kibbi segir alltaf hafa verið talsvert að gera í Baulunni í þessi rúmu 15 ár. „Auðvitað fáum við ekki nema brot af þessari þjóðvegaumferð. Þeir sem eru að fara milli Reykjavíkur og Akureyrar stoppa flestir í Stað- arskála og Borgarnesi en við höf- um okkar föstu kúnna. Það er svo merkilegt að margir bölva þessum stóru stöðum þar sem flestir stoppa en stoppa þar samt sjálfir. Svo verð- um við líka strax vör við það ef ein- hverjar framkvæmdir eru hér í sveit- inni. Þá koma iðnaðarmennirnir og fleiri í mat til okkar enda erum við nokkuð miðsvæðis. Þess vegna höf- um við ekki verið með rétt dags- ins því við vitum aldrei hve margir koma í mat. Í staðinn erum við með svolitla breidd í matseðlinum.“ Kristberg segist ekki fá fiskinn beint frá sjómönnum. „Það er ekki hægt lengur. Hins vegar gerðist það eftir að Jón Bjarnason, vinur minn og flokksbróðir, friðaði lúðuna fyr- ir öllum veiðum þá fór ég alltaf að fá lúðu gefins svona prívat frá hin- um og þessum vinum mínum. Menn fóru bara að flaka um borð og landa þessu í höldupokum.“ Aðspurður um hvort útlendir ferðamenn séu að koma í Bauluna núna um hávetur því nýlegur Land Rover bíll á enskum númerum stóð í hlaðinu segir hann að þetta séu Bretar sem vinni að gerð einhverr- ar auglýsingamyndar um Land Ro- ver hér á landi. Þeir hafi verið að koma í mat til þeirra síðustu daga. „Svo kemur alltaf einn og einn allt árið og líka rútuhópar. Annars tók svolítinn tíma eftir að við byrjuðum reksturinn hér að venja fólk við að opið væri yfir veturinn því það hafði ekki verið árin á undan.“ Skötuilmur alla Þorláksmessuna Það var jólalegt í snjónum og 12 stiga frostinu í byrjun desember þegar blaðamaður heimsótti Kibba og Sigrúnu í Bauluna. Talsvert að gera og alltaf einhverjir að koma og fara. Nokkrir iðnaðarmenn komu að fá sér að borða ásamt vegagerð- armanni sem gerði hlé á snjóruðn- ingi. Kibbi segist ekki verka skötuna sjálfur sem þau hafi í matinn á Þor- láksmessu. „Skötuna höfum við fengið frá Fiskbúð Hafliða í Reykja- vík. Þaðan hef ég fengið mjög góða skötu áður. Það verður skötuilmur hér á Þorláksmessu frá hádegi fram á kvöld,“ sagði þessi eldhressi fyrr- um sjóari en núverandi veitinga- maður og mótorhjólatöffari. hb Frá Metallica-tónleikum í Stokkhólmi í Svíþjóð sem Kibbi fór á ásamt Torfa Karls- syni vini sínum. Með góðum vinum í mótorhjólaferðinni í Ameríku. Harley Davidson fákurinn. Kibbi segist forfallinn skotveiðimaður. Hér er góður fengur hangandi á snúru- staurnum. Sigrún með yngsta barnabarnið Jón Elberg Þorvaldsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.