Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014
og önnur landbúnaðartæki á nýja staðinn. Á sama tíma eignast
sambýlingar safnsins frá fyrstu tíð, handverksfólkið í Ullar-
selinu, jafnframt nýjan samastað í anddyri Landbúnaðarsafns.
Í stað mjaltabáss verða nú ullarklæði af ýmsum gerðum og
stærðum til sýnis og sölu. Aðsókn í söfnin á nýjum stað hefur
verið góð í haust.
Gamla skólahúsið falboðið
Gamla barnaskólahúsið við Skólabraut í Stykkishólmi var sett
á sölu í byrjun október, en það er teiknað af Guðjóni Samú-
elssyni. Húsið var í eigu Stykkishólmsbæjar, en ásamt því aug-
lýsti bærinn einnig húsnæði Amtsbókasafnsins við Hafnar-
götu til sölu. Söluandvirði eignanna á að nýta til stækkunar
grunnskólahússins í Stykkishólmi þannig að það nýtist einn-
ig fyrir tónlistarskólann og amtbókasafnið sem eru til húsa í
þeim eignum sem settar voru á sölu. Vegna þröngrar fjárhags-
stöðu bæjarins var ákveðið að stíga þetta skref.
Göngin malbikuð í fyrsta sinn
Hvalfjarðargöng voru lokuð vegna malbikunar helgina 17. til
20. október. Þetta er lengsta lokun ganganna frá opnun, enda
verið að malbika göngin í fyrsta sinn frá júlí 1998. Þykir raunar
undrum sæta að malbikið hafi enst svo lengi. Malbikunin gekk
vel, en lokunin hafði áhrif á fjölda ferðamanna sem þurftu að
leggja leið sína um Hvalfjörðinn á meðan á lokuninni stóð.
Samkvæmt áætlunum mun Spölur ehf. sem rekur göngin skila
þeim til íslenska ríkisins árið 2018 eftir að uppgreiðslu lána
lýkur og verður umferð um þau þá gjaldfrjáls. Rætt hefur ver-
ið um að halda gjaldtöku áfram til að tryggja fjármögnun á
tvöföldun ganganna, en ýmsir hafa mótmælt því, þ.m.t. sveit-
arstjórn Borgarbyggðar sem lýsti í mars samhljóða andstöðu
sinni við hugmyndir um áframhaldandi gjaldtöku.
Tölvusneiðmyndatæki
tekið úr notkun
Tölvusneiðmyndatæki Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á
Akranesi (HVE) var tekið úr notkun um mánaðamót október
og nóvember. Tækið var úr sér gengið og búið að úrskurða
það ónothæft. Endurnýjun tölvusneiðmyndatækisins hefur
lengi verið á döfinni, en ekki verið möguleg vegna erfiðleika í
rekstrarumhverfi stofnunarinnar. Hollvinasamtök HVE, sem
stofnuð voru á síðasta ári, beittu sér fyrir söfnun á nýju tæki
og voru haldnir tónleikar og ýmsir viðburðir í því skyni. Eft-
ir fund með heilbrigðisráðherra var ákveðið að Hollvinasam-
tökin pöntuðu nýtt sneiðmyndatæki í samráði við HVE. Söfn-
un hollvinasamtakanna hefur gengið frábærlega og er nú ver-
ið að velja tæki til að panta.
Borgarbyggð selur eignarhlut
sveitarfélagsins í Landnámssetri
Borgarbyggð á nú engan hlut í Landnámssetri Íslands, en
byggðarráð samþykkti í byrjun nóvember að selja 20% eign-
arhlut sveitarfélagsins. Söluverð var 3,5 milljónir króna og
kaupendur voru þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guð-
mundsdóttir, sem eiga þá Landnámssetrið að fullu. Tæplega
sjö milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á árinu
2013 og eignir þess námu í árslok 29 milljónum, en skuldir
um 44 milljónum. Landnámssetrið er tvímælalaust einn vin-
sælasti viðkomustaður ferðamanna á sunnanverðu Vestur-
landi. Þar er opið allt árið og þess nú vænst að fleiri þjón-
ustustaðir feti í fótspor þeirra enda eru ferðamenn nú á ferð-
inni allt árið.
Nýr Baldur í siglingar
Fjölmenni var samankomið á bryggjunni í Stykkishólmi 13.
nóvember þegar ný ferja Sæferða var til sýnis. Nýr Baldur fór í
sína fyrstu siglingu síðar þann dag, en gamli Baldur lauk þjón-
ustu sinni á Breiðafirðinum deginum áður. Honum var siglt
til Grænhöfðaeyja þar sem ný verkefni bíða. Nýr Baldur er
töluvert lengri og breiðari en sá gamli, en siglir jafn hratt.
Hann er norskur að uppruna, var notaður til ferjusiglinga á
milli eyja og bæja í Lófóten. Hann var allur endurbyggður
árið 1989 og þá var gert við hann í Reykjavík áður en siglingar
hófust yfir Breiðafjörð. Mikil gleði var með nýja skipið og til-
koma þess talin boða byltingu í samgöngum yfir Breiðafjörð.
Fyrstu fjölbýlishúsalóðir
eftir hrun
Byggðarráð Borgarbyggðar úthlutaði tveimur byggingalóðum
fyrir fjölbýlishús í lok nóvember. Þetta voru fyrstu lóðaúthlut-
anirnar undir fjölbýlishús í Borgarbyggð frá því fyrir hrun,
eða í sex ár. Lóðirnar eru að Birkikletti 2, þar sem heimilað er
að reisa allt að sex íbúða fjölbýli á þremur hæðum með kjall-
ara og Arnarkletti 28, en gert er ráð fyrir að það hús verði af
svipaðri stærð. Byggingarfélagið SÓ húsbyggingar í Borgar-
firði fékk lóðirnar.
Fleiri tengingar en fólk
Í lok árs var lokið við að leggja ljósleiðara í Helgafellssveit á
Snæfellsnesi, 85 kílómetra lögn. Ljósleiðaratengingar í sveit-
arfélaginu eru fleiri en íbúarnir. Í haust lauk lagningu ljósleið-
ara í Hvalfjarðarsveit. Lagðar voru stofnlagnir í jörðu og eru
hátt í tvö hundruð heimili nú tengd við ljósleiðarakerfið. Mik-
il ánægja er með kerfið. Einar Jónsson hjá Hvalfjarðarsveit
hafði eftirfarandi lýsingu eftir sveitunga sínum um muninn
á nettengingu eftir tilkomu ljósleiðarans: „Einn maður lýsti
gömlu tengingunni þannig að þegar hann kveikti á internet-
inu, þá fór hann inn í eldhús og hellti sér upp á kaffi. Þegar
kaffið var komið í bollann, þá var Moggavefurinn komin upp.
Núna opnast síðurnar strax.“ kóp