Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 66

Skessuhorn - 17.12.2014, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2014 Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is Úrslit í jólasögukeppni eldri grunnskólabarna Í aðventublaði Skessuhorns í lok nóvember var kynnt samkeppni um gerð jólasögu meðal nem­ enda eldri bekkja grunnskólanna á Vesturlandi, eða nemenda í 8.­10. bekk. Nokkrar sögur bár­ ust. Er öllum þeim sem sendu inn sögur þakkað fyrir þátttök­ una. Það var sagan Tæknivæð­ ing jólasveinanna sem bar sig­ ur úr býtum. Hún er eftir Ernu Elvarsdóttur, nemanda í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Erna fær að laun­ um glæsilegan Nokia Lumia 635 snjallsíma frá Omnis, söluaðila Símans á Vesturlandi. Tæknivæðing jóla­ sveinanna Við erum stödd í helli jólasvein- anna, nánar tiltekið í Baulunni. Grýla þeytist fram og aftur um hellinn frekar brúnaþung. Þrett- ándinn er á morgun og enginn jóla- sveinn er kominn heim ennþá. Hún ákveður að gera eitthvað í málinu. Hún grípur pokann sinn og rýkur út. Hún æðir niður Norðurárdal- inn og þegar hún er komin að bæn- um Hraunsnefi sér hún einhvern kunnuglegan á vappi fyrir utan. „Ja hver rækallinn, hrópar hún upp fyr- ir sig. Er þetta ekki hann Askasleik- ir minn þarna.“ Hún fer heim að bæ og ræðir við hann. „Hvað ert þú að gera hérna Askasleikir minn,“ spyr hún hissa. „Ja, mamma mín þannig er nú málunum háttað. Við bræð- urnir vorum orðnir eitthvað svo gamaldags, svo við ákváðum bara að breyta því.“ „Hvað segirðu Askasleikir, gam- aldags?“ „Já mamma, til dæmis ég. Það borðar enginn úr öskum leng- ur svo ég get ekkert verið að sleikja þá. Það á heldur enginn aska leng- ur nema Þjóðminjasafnið. Og þar má ekki snerta bara horfa! Svo ég ákvað bara að ráða mig í uppvask hérna á Hraunsnefi. Þá fæ ég að sleikja diskana sem eru nýju ask- arnir.“ „Já hérna hér Askasleikir minn, ég á nú ekki til neitt aukatek- ið orð. Hvar eru þá bræður þín- ir?“ „Hann Stekkjastaur fékk vinnu í Kaupfélagi Borgfirðinga, hann fær ekki borgað í peningum held- ur mjólkurdufti. Hann var orðinn svo þreyttur á því að reyna að elt- ast við þessar rolluskjátur. Svo hef ég frétt að Stúfur, Þvörusleikir og Pottaskefill séu á Austurvelli, því að þar er alltaf fullt að fólki að berja í potta og pönnur með sleifum. En mamma mín nú má ég ekki vera að því að tala við þig lengur því það er að koma hópur á jólahlaðborð svo ég þarf að drífa mig. Þú getur farið yfir að Erpsstöðum, ég hef heyrt að Skyrjarmur sé þar.“ „Jæja þá, vertu sæll.“ Grýla gekk af stað yfir Bröttubrekku. Skömmu seinna var hún komin að Erpsstöð- um. Þar hitti hún Skyrjarm. „Sæll Skyrjarmur, hvað ert þú að gera hér?“ „Ég fékk vinnu við það að gera skyrkonfekt og fæ eins mik- ið af skyri og ég get torgað.“ „Ja- há! En veist þú nokkuð um bræður þína,“ spyr Grýla. „Hann Giljagaur er í Mjólkursamsölunni og Ket- krókur er í Kaupfélagi Skagfirð- inga. Hann heyrði að það væri ekki hollt að borða mikið af hangikjöti. Hann tók það mjög alvarlega og er eiginlega alveg hættur að borða hangikjöt. Hann vinnur í Kaup- félagi Skagfirðinga og fær kjöt fyr- ir. Svo hef ég heyrt að Hurðaskell- ir sé í Húsasmiðjunni að prufa hjar- ir.“ „Þið eruð nú meiri vitleysing- arnir, segir Grýla og hristir haus- inn.“ „Jæja ég þarf að fara að drífa mig mamma mín, þú getur farið í Hörpuna, ég hef heyrt að Glugga- gægir sé þar að þrífa glugga.“ „Vertu sæll Skyrjarmur minn.“ Grýla setti pokann sinn á bakið og gekk af stað til Reykjavíkur. Þegar hún var komin að Hörpunni sá hún Gluggagægir. „Sæll Gluggagæg- ir minn, veist þú nokkuð um bræð- ur þína?“ „Já, hann Bjúgnakræk- ir er í SS, hann var orðinn eitthvað þreyttur á bjúgum og skipti yfir í pylsur. Gáttaþefur er í Geirabakarí að steikja laufabrauð og Kertasník- ir er í Ikea. Hann er alveg hættur að borða kerti, því ekki fást tólgar- kerti lengur og nú þegar læknar eru í verkfalli er vont að vera að borða mikið af sprittkertum, þau eru svo þung í maga. En honum finnst nú samt gaman að horfa á þau. En mamma mín nú þarf ég að hætta að tala.“ Grýla kvaddi og dreif sig heim í hellinn. Þegar hún kom þangað tók á móti henni risa flatskjár. Leppa- lúði hafði farið í Omnis og keypt sér risa flatskjá. Hann var orðinn leiður á því að liggja í rúminu allan dag- inn og gera ekki neitt. „Æi Leppa- lúði minn, er sama vitleysan hlaup- in í þig og strákana,“ sagði Grýla og settist niður fyrir framan tölvuna og fór að skoða nýjar innréttingar í hellinn á heimasíðu Ikea. Erna Elvarsdóttir 14 ára. Nemandi í 10. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Brekku, Norðurárdal. Erna Elvarsdóttir fermdist síðasta vor. Þessi skemmtilega mynd var tekin við það tilefni á heimaslóð. Ljósm. Unnur Ólafs- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.